Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 128
GUÐMUNDUR JONSSON SIGURÐUR ÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD Undrunarefni hlýtur það að vera, hve margir íslendingar snemma á öldinni lögðu út á þær brautir lista, sem þá voru lítt kunnar hérlendis nema af afspurn. Vart hefur það þótt bera vott um fyrirhyggju eða heilbrigða skynsemi að verja fé og tíma erlendis til myndlistar- eða lónlistarnáms, því að engar horfur voru á, að það gæfi á Islandi í bráð nckkuð í aðra hönd eða yrði mönnum vænleg leið til bærilegrar lífs- afkomu. Þjóðin stendur í ævarandi þakkarskuld við þelta fólk, er fórnaði kröftum og fé til þess að geta gefið henni hlutdeild í þessum menningararfi mannkynsins. A starfi þessara frumherja er reist sú listsköpun og túlkun, sem í dag þykir jafnsjálfsögð hérlendis sem í hverju öðru siðmenntuðu þjóðfélagi. Ungur drengur á prestssetri í fremur afskekktu byggðarlagi lærir og syngur sálma og alþýðulög; hann heyrir leikið á harmoníku, og eyru hans nema ófullkominn fiðlu- leik í baðstofunni á næsta bæ. Þessi fábrolna tónlist hefur djúp áhrif á drenginn. í brjósti hans kviknar þorsti eftir meiri, belri og fullkomnari tónlist; ekkert þráir hann heitar en að mega þjóna gyðju tónanna, hver tómstund er henni helguð. Leiðin er torsótt að takmarkinu, og margt fer öðruvísi en æskuna dreymir. Við ævilok hefur drengurinn skilað þjóð sinni drjúgu dagsverki, og draumurinn hefur rætzt, þrátt fyrir allt. Sigurður Þórðarson var fæddur að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895. For- eldrar hans voru hjónin María ísaksdóttir frá Eyrarbakka og séra Þórður Olafsson frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Séra Þórður hafði hlotið veitingu fyrir Dýrafjarðar- þingi árið 1887, er hann hafði nýlokið guðfræðiprófi. Þar þjónaði hann til ársins 1904, þegar honum voru veittir Sandar í Dýrafirði, en prestur og prófastur var hann þar vestra til ársins 1929, eða nær 42 ár. Sigurður var fimmti í röðinni sjö barna prestshjónanna, en tvö þeirra önduðust í hernsku. Snemma hefur Sigurður haft opin eyru fyrir tónlistinni. Mikið mun hafa verið um söng á hernskuheimili hans, þótt ekkert væri þar hljóðfærið. Sigurður sagði í afmælisrabbi í Morgunblaðinu, þegar hann varð sjötugur, frá því er þau systkinin voru boðin á næsta bæ, þar sem sonur bóndans lék ýmist á harmoníku eða fiðlu fyrir söng og dansi. Þá var Sigurður tæp- lega 5 ára gamall: „Harmoníku hafði ég áður séð, en aldrei fiðlu. Fiðlutónarnir höfðu mikil áhrif á mig, og þeir sungu í kollinum á mér löngu eftir að heim var kom- ið.“ Sterk löngun greip drenginn til að eignast hljóðfæri í líkingu við fiðluna, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.