Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 151

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 151
CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM 151 stofnunarinnar væru í hans höndum, en Chapman sá um þau mál, er beinlínis vörð- uöu háskólann í heild. Aðalforstjóri (Secretary) varð hann formlega 1942, er dr. Chapman lét af starfi, en baðst lausnar 1948, er hann varð sextugur, og tók ekki í mál að sitja lengur í embættinu. Flutti hann þá til Scilly-eyja, þar sem hann hafði reist sér lítið, en hagkvæmt hús, og þar vann hann að fræðimennsku til æviloka. Hann missti konu sína tíu árum síðar, og upp frá því mun dóttir þeirra, Celia, hafa verið meginstoð hans, enda þótt hún sé kennari við St. Hilda’s College í Oxford. Við emb- ætti hans hjá Clarendon Press tók Sir Arthur Norrington, en sleppti því sex árum síðar til þess að gerast rektor (Master) Trinity College í Oxford. Eftirmaður hans í embættinu er Colin H. Roberts, stórlærður maður. En nú er það orðið svo umsvifa- mikið, að ærið starf er þrem mönnum að anna því. Þeir eru: Secretary, Deputy Secre- tary (D. M. Davin, sem mjög hefir stutt að samningu þessarar greinar) og Assistant Secretary (Peter Spicer). Örskömmu áður en Kenneth Sisam lézt, kom út sýnisbók, er nefnist The Oxford Book of Medieval English Verse. Höfðu þau sameiginlega tekið hana saman feðginin, hann og Celia dóttir hans. Sú bók hefur hlotið einróma og óskorað hrós ritdómara. Æðsti lærdómstitill, sem Sisam hafði, var D. Litt. Hann var maður, sem sóttist ekki eftir vegtyllum eða virðingarmerkjum, og mundi hitt nær sanni, að af slíku tagi tæki hann við því einu, er liann varð að taka við til þess að særa ekki. Og þegar hann var orðinn framkvæmdastjóri Clarendon Press, gilti það einu, hve mikið höfundur einhverrar forlagsbókar átti honum að þakka tilorðningu bókarinnar, beint eða óbeint: aldrei mátti nokkurt þakkarorð til hans sjást í formála hennar. En þessi stór- vaxni og stórbrotni maður var tilfinninganæmari en ókunna mundi hafa grunað, því að hann varðveitti ævilangt barnshjartað í brjósti sér. Minnisstæður hlaut hann að verða hverjum þeim, er eitthvað kynntist honum; svo var persónuleikinn mikill og svo var mál hans ávallt innihaldsríkt. En þeim sem þetta ritar verður hann hugstæð- astur fyrir vinfestina og hjartahlýjuna. Þeir hljóta að vera fleiri, sem segja mundu hið sama. Ekki var það fyrir árvekni íslenzkra lærdómsmanna, að Kenneth Sisam var sæmdur Fálkaorðunni árið 1927. Það var verk Ásgeirs Sigurðssonar. Og Ásgeir mælti þá eitthvað á þessa leið: „Það er ekki aðeins, að hann sjálfur hafi verðleikana, heldur erum við líka með þessu að minnast þeirrar þakkarskuldar, er við höfum svo lengi staðið í við Clarendon Press. Og við eigum ávallt að ástunda að halda vináttu Clar- endon Press.“ Þarna talaði maður, sem vissi hvað hann var að segja og hafði líka með nokkrum hætti snemma ævinnar haft óbein kynni af Clarendon Press, því að hann kynntist Guðbrandi Vigfússyni á uppvaxtarárum sínum hjá Jóni A. Hjaltalín. Kom Guðbrandur í reglubundnar heimsóknir til Jóns í Edinborg og dvaldi þá hjá honum ekki skemur en vikutíma í senn. I ljósi þess, er þegar var sagt af Kenneth Sisam, mætti það virðast kynlegt, en er þó staðreynd, að honum þótti vænt um þenna viðurkenningarvott af hálfu Islands; um það ber þeim mönnum saman, er nánust kynni höfðu af honum. Og enn í dag,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.