Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 161

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 161
ÚTGÁFA ÍSLENDINGAB ÓKAR í OXFORD 161 hér á eftir í heild í íslenzkri þýðingu,8 þar sem hún fjallar, beint eða óbeint, nær eingöngu um umrætt viðfangsefni: Bók þessi var svo lengi og svo furðulega sjaldgæf, að mjög fáum hefur tekizt að eignast hana. Hið óviðj afnanlega bókasafn hins æðsta ráðgjafa, hans ágætis greifa Thott, sem á sér engan líka á vorum slóðum, er sagt geyma eitt eintak sömu bókar, annað flutti hingað með sér konferensráð T. Klevenfeld, sem ferð- aðist um Bretland 1736 og fékk eintakið í Bibliotheca Comitis Nordfolkiensis. Auk þess var ekki vitað um neitt eintak í Danmörku. En svo vildi loks til, að prófessor vor, Hermann Treschow, var á rannsóknarferðalagi, og meðan hann dvaldist á Englandi, rakst hann í bókaverzlun White í Lundúnum á nokkur ein- tök þeirrar bókar, sem voru til sölu við vægu verði, 5 skildingum hver bók. Bók- salinn gat enga grein gert sér fyrir því, hvers vegna þessi bók væri nú fyrst til sölu eftir svo langt hlé (því að vart er að efa, að hún var prentuð á 96. eða 97. ári síðustu aldar). Fyrir tilstilli Treschows bárust alls sex eintök bókarinnar til Danmerkur. Því að auk þess, sem hann flutti með sér sjálfur, lét hann færa oss önnur fimm eintök og sendi sitt hverjum okkar, hans ágæti greifa Thott, kon- ferensráðum Hielmstierne og Suhm, Kofod Ancher etatsráði og mér. í fyrstu var álitið, að þetta væri endurprentun í lakari útgáfu, og leiddi hið falska og óáreiðanlega titilblað auðveldlega til þeirrar skoðunar, þar sem logið var til árinu 1716. Þessu titilblaði hlýtur að hafa verið bætt við bókina nokkru eftir að hún var prentuð og bundin með henni, þar sem það er ekki fest framan í eintök Thotts og Klevenfelds. Það kemur upp um sig sjálft að vera falsað og búið til af einhverjum fégráðugum bóksala með því, að minnzt er klaufalega á Theatrum Seldenianum. En auk þess að White sjálfur seldi hana sem fyrstu útgáfu, get ég einnig staðfest með vissu eftir hinn nákvæmasta samanburð þessa eintaks míns við eintak Klevenfelds, að það er fyrsta útgáfa og getur ekki annað verið nema fyrir galdra eða kraftaverk. Því að allt er eins í báðum eintökum, stafirnir hinir sömu og jafnhreinir og nýir; hvarvetna kemur nákvæmlega heim síða við síðu, lína við línu, allar prentvillur, jafnvel stafurinn 2 á höfði í blað- síðutalinu 120, reynast báðum sameiginleg. Hið sama staðfesti við mig hans ágæti Thott, sem uppgötvaði, er hann bar hið nýrra eintak saman við hið gamla, að bæði væru af sömu útgáfu. Og á hvaða forsendum getur það nokkurn tíma talizt sennilegt, að nokkrum prentara mætti takast að búa til endurprentun af frumútgáfu með svo algerri samsvörun? Eða að nokkur vildi beita slíkri ná- kvæmni við að búa til falsaða útgáfu nokkurs rits, sem í raun og veru getur ekki talizt nema hrot? Imyndum okkur samt, að hvort tveggja hefði getað gerzt, en hvaða skynsamleg ástæða gat verið til þess, að verkið lægi allt frá árinu 1716 eins og grafið í meira en hálfa öld, áður en það næði að liggja frammi til sýnis og sölu í nokkurri hókaverzlun? En m. a. sýna tveir staðir í ritum Baringiusar og Dreyers, að fregnin um þetta 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.