Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 46
46 JÓN STEFFENSEN þeirri íslenzku, einkum vegna þess, að í þeirri dönsku lætur höfundur af hinu hvumleiða bessaleyíi að tala fyrir munn Eykonunnar, ennfremur kannast nú höfundur við, að birzt hafi útdrættir úr journölum Sveins í ritum Náttúrufræðifélagsins, en bætir því jafnframt við, að hann hafi notið 300 rd ferðastyrks á ári í 3 ár eða samtals 900 rd, og lýkur síðan frásögninni af rannsóknum hans með þessum orðum: ,,For en vel lönnet Naturkyndig havde maaske været mere at gj0re i et paa mærk- værdigheder saa rigt Land, som Island“ (194). Þetta mun heimildin fyrir styrkupphæðinni, sem tilgreind er í æviá- gripum Sveins Pálssonar eftir Þorvald Thoroddsen (Þorv. Thoroddsen 1902) og Jón Eyþórsson (Sveinn Pálsson 1945), en eins og þegar hefur komið fram, þá fær Sveinn alls 600 rd auk áhaldanna, er Naturhistorie Selskabet gefur honum 1796, sbr. dagbækur Sveins 5. júlí 1796. Það verður ekki skilizt við Eldrit Sveins Pálssonar án þess að leiða hugann að hugsanlegum ástæðum fyrir því, að hann hættir við að senda það Naturhistorie Selskabet 1795 og gerir það ekki síðar, að séð verður. Um þær er við fátt annað að styðjast en meira eða minna sennilegar getgátur, en rétt er að hafa í huga, að Sveinn stendur á miklum tímamótum ævi sinnar, þegar hann festir ráð sitt 19. október 1795 og þarf að fara að hugsa til að sjá heimili farborða. Það er borin von, að rannsóknarstyrkur hans verði framlengdur, og ætli hann sér embættisframa á Islandi, mun heppilegast að eiga ekki frekar en komið væri í útistöðum við son æðsta embættismanns landsins. En á það gat Sveinn vissulega hætt með því að senda Naturhistorie Selskabet Eld- ritið, svo háðulegum orðum sem þar er farið um Magnús Stephensen, vitneskju um það gat Rothe ritari komið á framfæri við Magnús, þótt ritið væri ekki birt. Að lokum er forvitnilegt að bera saman rannsóknaraðferðir þeirra Magnúsar Stephensens og Sveins Pálssonar, eins og þær birtast í skrifúm þeirra um sama gosið, þar sem aðferð beggja er lík um það, að þeir verða að treysta á aðra um upphaf og lýsingu þess. Magnús Stephensen rekur gossöguna (í riti sínu 1785, 35) án þess að geta nokkurs heimildarmanns og lýkur henni á þessa leið: „Naar man blot skulde gaae eftir de mange saavel mundtlige, som skriftlige Underretninger, der haves herom fra de af Ilden angrebne Egne, saa vilde dette ikke blive eet men íleere. I det mindste maatte der da regnes eet Udspring for den vestlige, og et andet for den östlige Lavastrpm; thi saaledes er det forekommet adskillige, som i Aaret 1783
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.