Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 60

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 60
60 GRÍMUR M. HELGASON Og víst er hugur í Jóni Borgíirðingi, er hann segir í bréfi til nafna síns 16. febr. 1861, að „Bókmenntafélagið ætti að fá mann til að ferðast um landið og hafa saman handrit og fágætar gamlar bækur, sem eru allareiðu að hverfa. Eg skyldi fara þá ferð.“ Hann kemur aftur að þessu í bréfi 28. okt. sama ár og enn 30. apríl ári síðar, en auðvitað gat hann ekki tekizt slíka ferð á hendur án einhverrar umbunar. Og þar stóð hnífurinn í kúnni. Jón Borgfirðingur var umboðsmaður Bókmennta- félagsins, en hafði ekki tekizt sem skyldi að standa í skilum við það, og því segir nafni hans í bréfi 2. júní 1862, að hann treysti sér ekki til að útvega honum styrk í þessu skyni, en ef hann færi rétt að, ætti hann að geta „staðizt vel með því að hafa bóksölu um allar sveitir og hafa þetta 10 fil 25 af hundraði“. Það er napur tónn í svari Jóns Borgfirðings, þegar hann svarar nafna sínum 1. júlí sama ár: „ . . . Þér haldið í bréfi yðar, að ég mundi geta lifað af bóksölu, en það er ómögulegt, þar sem þvílíkur hnekkir hefir komið í velmegun manna, bæði af manna völdum og náttúrunnar, að valla gengur nokk- ur bók út, og þar á ofan, enginn lætur binda neitt eða getur borgað. Eg man, hvernig mér gekk salan í fyrra sumar á Suðausturlandi, þar sem bæði fjárkláðinn og smekkleysið ríkir, og hugsaði ég mér þá að fara ekki í bóksölu fyrst um sinn. Meining mín var, þar sem ég minntist á ferðastyrkinn við yður, að með því móti gæti ég ráðið fram úr skuldinni til ykkar, því mestan hlutann af honum hefði ég látið ganga til þess . . .“ „Hvörnig á ég nú að fara að drífa upp peninga, svo ég geti lifað?“ segir hann í bréfi 28. okt. 1861, og hvern skyldi undra, þó að vonleysis gæti, þegar fé skortir til lífsframfæris fjölskyldunni, vegna þess að þau störf, sem hann helzt vill stunda, eru síður en svo nægilega ábatasöm þessi árin? Auk þess virðist ekki vera um auðugan garð að gresja um þessar mundir, því að Jón segir í sama bréfi: „ . . . Það er eins og enginn eigi neitt, viti ekki neitt, ef ég spyr menn um bækur. Einstöku maður, sem á einhverja skruddu, liggur á henni eins og ormur á gulli. Sumt, sem þér nefnið, hef ég aldrei séð flækjast neins staðar, annars væri ég búinn að hafa það upp . . . Þykir yður það ekki nokkuð sérstaklegt af mér, að ég held saman öllum sendibréfum, sem ég fæ frá ýmsum, og gjöri einslags bréfasafn, því margt er ritað í bréf, sem til gagns gæti orðið. Það væri minna tapað en er, hefðu vissir menn haft þá reglu eða hugsan að halda þeim saman, en ekki að leggja þau undir pottinn eða í fúann upp á veggjarpallinum . . .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.