Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 53
UM VARÐVEIZLU BÓKAKOSTS OG ANNARRA GAGNA 53 Hvert safn þarf að hafa sína áætlun um, hvernig bregðast skuli við hvers konar háska og bæta úr honum sem snarlegast. í seinasta kafla yíirlitsins var rætt um sameiginlegar aðgerðir. Pær yrðu að vera skipulegar, í fyrsta lagi innan hvers lands, og í öðru lagi á alþjóðavísu, þannig að hver viti, hvað hefur þegar verið gert eða sé verið að gera í þessum efnum, svo að ekki komi til óþarfa tvíverkn- aður. Vitnað var til tillagna Welsh í inngangserindi hans, en þar sagði m.a.: 1. Alþjóðlegir stuðlar eru frumskilyrði. 2. Hver þjóð sjái um varðveizlu eigin bókakosts. 3. Öflugri þjóðirnar verða að hjálpa þeim, sem miður mega sín, en eins og við vitum, safna stærstu söfnin ritum víðs vegar að ur heiminum og eiga iðulega fyllri söfn rita sumra þjóða en þær sjálfar. En seinast og ekki sízt er það pappírinn. Hefja þarf stórkostlegan áróður fyrir notkun sýrulauss pappírs. Meðan ekki tekst að snúa þar vörn í sókn, hrannast upp rit í víðri veröld, er molna munu að lokum í höndum manna. Þarna verður að stemma á að ósi. Lewis nokkur Brown, markaðsstjóri pappírsfyrirtækis í Boston, lýsti vaxandi fram- leiðslu varanlegs pappírs með aðferðum, er væru ekki eins hættulegar umhverfi manna. Hér væri tákn á lofti, sem gefa þyrfti fullan gaum. Þetta var nú örstutt yfirlit, en til viðbótar langar mig að segja örlítið á víð og dreif frá þinginu. Fyrsta þingdaginn urn morguninn sátu framsögumenn, þeir er byrja áttu, uppi á palli og voru þessir: Alexander Wilson, forstöðu- maður British Library, Hisashi Takeuchi, forstöðurmaður upplýs- inga- og skráningardeildar Þjóðbókasafnsins í Tokyo, próf. Ashin Das Gupta, forstöðumaður indverska Landsbókasafnsins í Calcutta og S.P.C. N’Jie, landsbókavörður Gambíu. Fundarstjóri var William J. Welsh frá Library ofCongress. Hann flutti fyrst fróðlegt erindi um helztu þætti alþjóðlegrar áætlunar um varðveizlu bókakostsins, en síðan lýstu hinir aðstæðum og aðgerðum hver í sínu landi. Eg minnist þess, að Japaninn var dálítið kvefaður og lá heldur lagt rómur, svo að Welsh fundarstjóri gekk til hans í miðju erindi og spurði, hvort hann vildi ekki láta einhvern annan lesa fyrir sig pistilinn. Austurlandamaðurinn var nú ekki á því og hélt áfram lestrinum, og að honum loknum gekk sá ameríski til hans aftur og renndi vatni í glas handa honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.