Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 61
HUGDILLA GUNNARS PÁLSSONAR 61 var prentuð á óbrotna örk (patent) á stærð við A 3 nú á dögum. Upplagið hefur eílaust verið lítið og blaði þessarar gerðar mikil eyðingarhætta búin. Jón Helgason þekkti þetta kvæði aðeins af afspurn („að vitni Feðgaæfa“), þegar hann samdi rit sitt um Hrappseyjarprentsmiðju. Hann kemst svo að orði: „Vafasamt er, hvort nokkurt eintak hefur varðveitzt, en kvæðið er til (sbr. Vilhj. Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson 184—5). “31 Svo heppilega vildi þó til, að safnarinn mikli, Jón Sigurðsson forseti, haíði einhvern veginn getað orðið sér úti um eintak. Jón lagði mikla áherzlu á að safna kveðskap Gunnars Pálssonar, bæði óprentuðum og prentuðum. I ljós kom, að í mikilli syrpu Gunnars- kvæða í safni hans leyndist eineintak veraldar af Hugdillu.32 Blaðið var lítið skemmt og textinn óskertur. Hún sómir sér því vel að lokinni lítils háttar viðgerð. Gunnar Pálsson gerir grein fyrir efni Hugdillu í síðasta bréíl sínu til Hálfdanar, dags. 26. júlí - 20. ágúst 1783. Hann segist ekki iðrast (pœnitera) „fyrir mína Hugdillu, svo lítil sem hún er, einkum innihalds vegna á báðar síður, eður jafnvel í 4 áttir lítandi, nl. til Sciagraphiunnar og hennar auct[oris], til lastendanna, til skribentanna, er magno numero [fjöldamargir] lífs og liðnir í ljós leiðast, og gefmnar hugvekju: Látum etc.“33 (sjá 11. erindi kvæðis- ins). Næst skal kvæði þetta birt í yngdum búningi34: Hugdilla eður Gleði-kvæði G.P.S. ort yfir Sciagraphia Historiæ Literariæ Islandiæ, Mag. Halfdanar Einars Sonar SCH. HOL. RECT. Með lag: Eg veit eina bauga l. ísland! auðlegð sjá hér þína á efri og fyrri tíð. ísland! dugnað lát ei dvína, þó dynji á margskyns hríð. ísland! agta ei þeirra stríð, heimsku er hreyfa sinni, hneigðir mest fyrir níð. Þeirmest þig hafa gjört að níða, sem þér hafa fitnað af. Þeirve(r)st þér hafa viljað stríða, sem þig hafa fært í kaf. Þeim flest þjóð oft eyra gaf, lolium viðlifandi og lumpið svína draf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.