Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 63
HUGDILLA GUNNARS PÁLSSONAR 63 Látum lífs-mark nokkurt finna ljóst þó með oss enn. Játum hugar-prýði hinna, sem heita góðir menn. Mátum, munnum afhvað renn. Hægt má gaum að gefa, hvað gambra varmennin. En þér lifið vel og lengi, lista magister! Eflhér þinnar þjóðargengi, þín súfeðing er. En vér eftirfylgjum þér. Ljóðin lœtegfalla, löguðmiðurenber. Áður hefur verið getið síðasta bréfs Gunnars Pálssonar til Hálfdanar Einarssonar. Þar segist hann eiga Sciagraphiu með óskrifuðum blöðum og bætir þessu við: „[...] þar hefir eg fátt eitt á teiknað, trautt eður ekki nema til gamans uppfyllingar nokkurs konar þar eður þar.“35 Þetta merka eintak var löngu síðar í eigu Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar og lenti ásamt öðrum bókum hans í Háskólabókasafninu (UB) í Ósló. Jón rekur feril bókarinnar á saurblaði á þessa leið: „Þetta eintak hefir síra Gunnar Pálsson átt. Eptir hann (1791) hefir eignazt síra Benedikt bróðir hans Pálsson á Stað á Reykjanesi. Eptir síra Benedikt hefir eignazt bókina síra Páll Hjálmarsson á Stað á Reykjanesi 1814—1830. Síðar heíir bókin komizt í hendur Gísla Konráðssonar, og þvínæst komizt í eigu Sveins prófasts Níelssonar. Og úr bókum Björns ráðherra Jónssonar, teingdasonar Sveins prófasts, er bókin komin 1913. Okt. 1913. JÞ“ Viðaukar Gunnars Pálssonar í bók þessari eru gagnmerkir og hafa verið notaðar í Athugasemdum og skýringum við Bréf Gunnars Pálssonar.36 Einnig eru þarna viðbætur með höndum síðari eigenda, þeirra sr. Benedikts Pálssonar, sr. Sveins Níelsson- ar og Gísla Konráðssonar. En það, sem helzt á erindi í þessa samantekt, er, að þarna er að finna Hugdillu Gunnars skálds í eiginhandarriti hans með fyrirsögninni: Hugdilla G.P.S. yfir bók þessari. Þarna vantar lagboðann, en orðamunur er varla teljandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.