Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 98

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 98
98 FINNBOGI GUÐMUNDSSON hann hefir getið þess að nokkru við bréfvin sinn í Winnipeg, þann sem hann reit fyrst um þetta. Ég hefi átt annríkt fyrirfarandi „innanum kýr og kálfa“ á daginn, eins og gamli sveitungi minn séra Bergmann sagði, en búsáhyggjur á kveldin og nóttunni og kvæðabænir frá þremur blöðunum okkar vestrænu, sem ætla að „stássa“ um jólin eða nýárið. Ég vildi gjarnan vera rausnarmaður í öllu, en bý andlega og bóndalega eins: „frá hendinni til munnsins“, á sjaldan kvæði fyrirliggjandi; ég geri þau vanalega með annarri hendinni, ef ég hefi tíma til, og farga þeim samstundis í blað með hinni. Það er von, að illa sé heflað, og margt óheflað. Ég hefi skrifað þessa þráðleysu illa og í hjáverkum. Fyrirgefðu, hve hún er málamyndarleg. Láttu mig frétta frá þér, ofurlítið, um eða fyrir jól, ef þú hefir tíma og skap til. Þú þarft ekki að vanda mér borgunina, núna - bara hvernig þér líður. Svo óska ég þér glaðrar hátíðar og góðrar framtíðar, af heilum hug. Þinn einl. Stephan G. Stephansson. Sigurður Pétursson skáld var langafabróðir Stephans Guttormssonar, eins og fram kom í bréfi hans 9. ágúst 1901. Langafi Stephans var Guðmundur Pétursson sýslumaður í Krossavík. Húsavick P.O., Man. 23. desember, 1901. Stephan G. Stephansson, Esq. Tindastóll, Alta. Góði vinur! Bréfið þitt, dags. 15. nóv., fékk ég með góðum skilum, og læt ég miða þennan flytja þér kærar þakkir fyrir það bréf og eins alla velvild þína til mín. Bréfi þínu hef ég ekki svarað fyrri, vegna þess að ég hef ekki haft næði til þess fyrr en nú að ég er heima hjá mér. Ég hóf skólagöngu með byrjun nóvembermánaðar, og varð mér þá fyrst fyrir að ná hinum, er komnir voru á undan mér. Svo var búinn til úr mér hálfnauðugum þjónn eða undirtylla greifa nokkurs í leikriti, sem Stúdentafélagið hefur haft á prjónunum upp á síðkastið. Svo komu jólaprófm, sem mér er hundslega við eins og flest próf; en af því leikið var prófvikuna, varð ég að vaka langt fram á nætur. Afleiðingin er sú, að ég hef enn stírur í augum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.