Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 107

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 107
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 107 Ég er ekkert að hrósa mér af því spori. En hins vegar þótti mér gaman að því; það yrði laglegur dálkur af óþvegnum skömmum í minn garð, sem talað hefur verið um mig út af þessu á bak. Ég kæri mig kollóttan; á að standa Guði reikningsskap af gjörðum mínum, en ekki þeim, sem þykjast vera hans erindrekar meðal mannanna, né þeim, sem hreykja höíðinu eins og væru þeir Guði jafnir. Auðvitað eru skoðanir mínar ekki komnar á neina fasta rás. Ég get ekki talið mig lærisvein neins annars manns eða fóstbróður. Sú ljósglæta sem í mér er verður að spila upp á eigin býti. Norræna dýrðin til forna hefur sínar skuggahliðar. Við þeim hryllir mig; helzt af því ég sé í hugskoti mínu sams konar ófreskjur. Því ætlerar erfa einatt ókostina, en týna kostunum. Lærisveinn Krists er ég heldur ekki; til þess er ég of vondur í eðli mínu og gjarn á að sundurdreifa. En það vildi ég þó helzt vera, ef ég gæti tamið hinar illu tilhneigingar hjarta míns. Þeir sem hafa fengið góða „erfð úr kyni“, mega djarft um tala; hinir hafa af litlu að státa. Og betra er að láta ekki hið illa liggja í láginni en að tildra utan á sig fjöðrum. Þess vegna á þjófurinn fegurri framtíð fyrir höndum en faríseinn. Hinn fyrrnefndi getur kannske ekki stjórnað sjálfum sér, þó hann feginn vildi, og þarf að fá hjálp að, kannske frá Kristi, til að sigra hið illa. Hinn er góður fyrir sinn hatt og gortar af því, hvað hann sé siðferðisgóður og í alla staði fullkominn. Kristur er meira en sýnileg persónugerving allra dyggða og kosta, er prýða mega karlmenn. I honum brýzt fram móðurástin í sinni fúllkomnustu mynd. Hann elskar syndarann, en hatar syndina. Hann þykist ekki vera of góður til að aga, betra, hvetja til iðrunar og fyrirgefa. En ekki er neitt fjær skapi hans en hin illgirnislega tilhneiging að hefna mótgjörða. Hann er eins og móðir sem hirtir barn sitt, af því henni þykir vænt um það, ekki eins og þrælaeigandi, er kaghýðir þræla með svipum. - Bannfær- ingar kirkjunnar, í eldri og nýrri útgáfum, sækja auðvitað í síðara horfið. Ríkisstjórnin hefur oft sömu aðferðina. Og ekki eru blessaðir ritdómararnir undanþegnir, og enda ekki sum skáldin. En það er til kraftur, sem slíkar traktéringar sigrast ekki á, en sem sigrast á öllu öðru, lækkar dramb ljónsins, sverfur tennur úr skolti bithunda og lætur öxina staðnæmast í höndum morðingjans. Jú; þá er darwinska kenningin. Ég hef verið svo siðferðislega aumur, að hún hefur leitt mig á glapstigu. Hún? Já, ég er svo óskammfeilinn að kenna þeirri háleitu kenningu og þeim háttlof-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.