Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 108

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 108
108 FINNBOGI GUÐMUNDSSON aða fagnaðarboðskap nítjándu aldarinnar um það, sem veikleik sjálfs mín er að kenna. Það eru þessir stóru og innviðamiklu andar, sem kunna að færa sér í nyt þær kenningar. Smælingjana hneyksla þær, hvernig sem því er varið. „Þá verða ei smælingjum veðrin svo hörð og vistin svo nöpur á fjöllum.“ Eg held samt, að Darwin verði ekki betur til smælingjanna en Kristi. Grunur minn spáir þessu. Hvað kennir Darwin? Hinn sterki sigrar! Lítilmagninn ferst. Hver á að annast hina blindu, málhöltu, líkþráu; hver á að sjá um krypplingana, fábjánana og önnur olbogabörn veraldarinnar? Hvaða stórskáld hefur sungið þeim lof? Ekkert!1 Hver hefur tilreitt þeim veizlu? Kristur! Darwinskan hefur aldrei huggað ekkjur og einstæðinga, aldrei lœknað andlega volaða. Hún hreykir kambi og skiptir sér ekki mikið af „aflaginu í kolli á Jóni“. Jónsi má deyja drottni sínum, ef hinum andlegu hæfileikum er eitthvað áfátt, eða ef samræmi þeirra hefur farið út um þúfur. Það er lítið um miskunn hjá Magnúsi. „Sjáðu sjálfur fyrir því.“ Svei! og aftur svei! Heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Kristur kom ekki til að sleikja sig upp við heimspekinga, skáld eða stjórnvitringa, heldur til að lækna, græða, hjúkra, frelsa frá syndum, fyrirgefa, reisa við hina íollnu. Ójú, við höfum kannske skrifað nóg um fyrirgefning. En höfum við þá veirð eins góðir í garð hinna föllnu, þegar reyndi á drenglyndi og aðrir voru ekki við til að vegsama vort frjálslyndi? Með blygðun játa ég, að mér hefur herfilega skjátlazt í þessu efni. Jæja, þú sérð nú, lagsmaður, hvernig ég er orðinn. Eg hef átt við verri anda en „anda lampans“. Eg vil sem minnst sainneyti hafa við þess háttar hyski úr þessu. Trúarbrögð, og þá kristindómurinn, sem er æðstur allra trúarbragða, eru hin eina lækning við andleg- um meinum. Sjálfur ætla ég ekki að hreykja mér hátt. Ef ég er nokkurs staðar, þá á ég heima í flokki slakra meðalmanna. Ég hef enga ritsmíðahæfileika, engar sérlegar gáfur í neina átt. Ef ég tek nokkurn tíma opinberlega til máls í ræðu eða riti, þá verður það til þess að verja skoðanir mínar eða ryðja þeim til rúms, þegar árafjöldinn er búinn að sannfæra mig um, að þær séu réttar. Og þá skal ég reyna að vera hreinskilinn og einarður og tala sem minnst undir rós. Þá verður þetta orðtak mitt: „Svona er ég í húð og hár; ef þér falla ekki orð mín, færðu þig frá mér, góðurinn minn!“ Það sem ég hef sagt um þig sem skáld, stendur ílest óhaggað. 1 Skáldið er að eins lítill þáttur í Kristi. Hann er margfalt æðri en nokkurt stórskáld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.