Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 123

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 123
LANDSBÓKASAFNIÐ 1990 123 HÚSNÆÐI íslandsbanki sagði Landsbókasafni upp á árinu húsnæði því í Dugguvogi 9, er það tók á leigu hjá Verzlunarbankanum fyrir allmörgum árum. Voru þar geymd, að nokkru í kössum, ýmis rit Sameinuðu þjóðanna, stjórnarprent frá Bandaríkjunum, fengið í skiptum, ennfremur íslenzkar blaða- og bókaleifar, sem haldið hefur verið í, og sitthvað fleira. Efni þetta var allt flutt í bráðabirgðabóka- geymslu þá, er útbúin var í kjallara Þjóðarbókhlöðu, en bíður þar nánari úrvinnslu, eftir því sem aðstaða og starfslið leyfa. Bókageymslur þær, er safnið hefur á leigu hjá Reykjavíkurborg á 5. hæð í Tryggvagötu 15, eru þegar fullar. Hluti erlends bókakosts safnsins er þar geymdur í hillum, ennfremur á 2. hæð í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, og er efni sótt reglulega úr þessum stöðum báðum til nota á lestrarsal eða vegna heimlána. Erlendi bókakosturinn hefur í aðalsafninu smám saman orðið að víkja fyrir hinum íslenzka, sem reynt er að halda innan stokks í lengstu lög. Allt veldur þetta miklum vanda og knýr enn á um, að lokið verði við Þjóðarbókhlöðu samkvæmt þeirri áætlun, er nú liggur fyrir. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Niðurstaða fjárlaga fyrir árið 1990 varð sú, að veittar voru 67 milljónir úr hin- um nýja sjóði, er efnt var til samkvæmt lögum um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, þótt álagning væri áætluð 265 milljónir og bókhlaðan ætti samkvæmt lögunum að sitja fyrir fé úr honum. Þá hafði Háskóli íslands fallizt á 53 milljóna króna framlag til kaupa á tölvukerfi handa bókhlöðusöfnunum og til lagningar tölvunets. 67 milljónirnar fóru að mestu til að ljúka 10. áfanga og halda hönnunarvinnu og öðrum viðbúnaði gangandi. Veitt var heimild til að vinna að örlitlum hluta 11. áfanga, þ.e. einangrun innveggja 1. hæðar, jafnframt því, sem nokkru fé var varið til bráðabirgða útbúnaðar geymslurýmis handa Landsbókasafni og Háskólabóka- safni í kjallara bókhlöðunnar. En söfnin eru bæði orðin mjög aðþrengd, og versnar ástandið ár frá ári. Hörður Bjarnason fv. húsameistari ríkisins, er setið hefur í byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu frá upphafi, óskaði eftir því um vorið að verða leystur frá starfi sínu í nefndinni, og er starfs hans í nefndinni minnzt með mikilli þökk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.