Vísbending


Vísbending - 02.12.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.12.1993, Blaðsíða 3
Skattafrádráttur vegna hlutabréfa- viðskipta Jón Snorri Snorrason Með lögum nr. 9/1984 er heimilað, eins og kunnugt er, að draga ákveðinn hluta hlulabréfakaupa frá skattskylduin tekjurn einstaklinga. Heimildþessigildiraðeins til ársins 1998 ogfellurþániður. Ljóster af lögunum að tilgangurinn með skatta- frádrætti hefur verið tvíþættur; annars vegar að örva hlutabréfamarkaðinn með þátttöku almennings í honum og hins vegar að auðvelda fy rirtækj um að nálgast fjármagn á fjármagnsmarkaði með fjöl- breyttari hætti. Til að byrja með náðist tilgangurinn ágætlega. Mikið var um hlutafjárútboð og almenningur var virkur þátttakandi í þeim. Almenn hlutafjárútboð á árinu 1992 gengu hins vegar illa og kláruðust ekki fyrr en í „jólaösinni“ í lok ársins. A þessu ári hefur áhugi og eftirspurn verið í lágmarki og engin almenn hlutabréfa- útboð hafa verið fyrr en nýverið. Þetta sýnir okkur að ekki er ástæða til að fella þessa skattaívilnun niður. Hlutafé fremur en lánsfé Það verður að gera fyrirtækjum kleift skattalega og einnig markaðslega að afla sér fjármagns til fjárfestinga og reksturs með sölu hlutabréfa frernur en með endalausu lánsfé. Þótt færa megi rök fyrir því að hlutafé sé dýrara fjármagn fyrir fyrirtæki en lánsfé, þar sem hluthafargera eðlilega meiri ávöxtunarkröfu á hlutafé en lánastofnanir á lánsfé, eru kostirnir ótvíræðir fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Aukninghlutafjárbætireiginfjár- stöðu fyrirtækj a og gerir þeim betur kleift að standa af sér efnahagssamdrátt eins og nú ríkir. Hluthafarætlast eftir sem áður til endurgreiðslna í formi arðgreiðslna en kosturinn við hlutafé er að ekki þarf að „endurgreiða" það eins og lánsfé á föstum gjalddögum. Með núgildandi heimild laganna má almenningur kaupa hlutabréf í hvaða hlutafélagi sem er, hafi það uppfyllt skil- yrði ríkisskattstjóra, til að fá endur- greiðslu á skatti. Þannig getur almenn- ingur í raun keypt hlutabréf af hverjum sem er, svo sem verðbréfa-miðlara eða einstaklingi, án þess að viðkomandi hlutafélag njóti þess með beinum hætti. Sú einhliða áhersla sem lögð er á að örva almenning til hlutabréfaviðskipta með núverandi fyrirkomulagi skatta- frádráttar hefur að nokkru dregið úr möguleikum nýrra fyrirtækja á mark- aðnum. Tilgangurlaganna, að auðvelda fyrirtækjum að afla hlutafjár, hefur því ekki náðst að öllu leyti. Breytinga er þörf ÍSBENDING töpuðum útlánum) að sjóðir og bankar á þess vegum þurfa oft (vegna þrýstings) að útvega lán þegar fjármagn þarf til fjárfestinga. Sú stefna að fjármagnaþorra fjárfestinga á lánum er þjóðfélaginu ein- faldlega of dýr þegar upp er staðið. Spyrja má hvort ekki sé eðlilegra að skattafrádráttur fáist einungis ef viðkomandi hlutafélag hljóti andvirði hlutafjárkaupanna. V ar það kannski ekki annar tilgangurinn með lögunum og þar með vilji löggjafans með setningu þeirra? í 10 gr. laganna um skattafrádrátt er alveg ljóst að átt er við fjárhæð sem „lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hluta- félags". Væri ekki skynsamlegra að breyta heimildinni og festa hana í sessi í stað þess að fellahana niður? Láta hana aðeins ná til kaupa á hlutabréfum fyrirtækja sem eru að sækja nýtt fjármagn á hlutabréfa- markaði. Ahrifin yrðu þau að heimildin næði eingöngu til rótgróinna fyrirtækja sem væru að auka hlutafé sitt, ný- stofnaðra fyrirtækja og til þeirra sem í dag eru lokuð en vilja stíga sín fyrstu spor á markaðnum. Breytingin þýðir rn.ö.o. að skatta- frádráttur fengist aðeins ef verslað væri á frummarkaði en ekki áeftirmarkaði, enda hefur sá markaður allt annað hlutverk. Þetta gæti leitt til þes s að hlutafj árútboð myndu dreifast betur yfir árið og að almenningur (ef hann ætlaði að nýta heimildinaum skattafrádrált) yrði aðtaka jafnari þátt í hlutabréfakaupum en ekki aðeins í lok árs eins og nú er. Hlutverkríkisins Gagnrýna má mismunun sem ofangreind breyting myndi valda á milli viðskipta á frum- og eftirmarkaði en á móti kemur að skattalög eru alltaf í senn ívilnandi fyrir suma og íþyngjandi fyrir aðra, allt eftir stefnu stjórnvalda hverju sinni. Það er líka miklu eðlilegra fyrir ríkissjóð að endurgreiðslur á skatti vegna hlutabréfakaupa tengist frummarkaði, þannig að skattafrádráttur nýtist aðeins einu sinni vegna sania hlutabréfsins en ekki margoft eins og núverandi kerfi leyfir. Þannig yrðu endurgreiðslur ríkis- sjóðs aðeins að uppfylltum tveimur skil- yrðum; Aðfyrirtæki stæðufyrirhlutafjár- útboðum og að almenningur tæki þátt í þeim. Fjármálaráðherra ætti alls ekki að sjá ofsjónum yfir hugsanlegum endur- greiðslum vegna hlutabréfakaupa, þar sem það þýddi að fyrirtækin hefðu ekki sótt fjármagn inn á lánamarkað. Það bitnar í mörgum tilfellum á ríkinu (í Þáttur stofnanafjárfesta Erlendis er það staðreynd að aukin þátttaka lífeyris-og verðbréfasjóða hefur átt drýgstan þátt í því að hraða vexti hl uta- bréfamarkaða þar, enda eru þeir oftast stærstu og virkustu eigendur hlutabréfa. Ástæðan er einfaldlega sú staðreynd að ávöxtun hlutabréfa hefur verið meiri en annarra verðbréfa þegar til langs tíma er litið. Margir lífeyrissjóðir hér á landi hafa farið sér hægt í þessum efnum að undan- förnu. Ástæðurnar eru eðlilegarþar sent engin hlutabréf gátu keppt í arðsemi við skuldabréf með þeim háum vöxtum sem voru alls ráðandi á verðbréfamarkaði. Ivilnun með skattafrádrætti hefuráhrif á hlutabréfakaup almennings en það sama á ekki við urn stofnanafjárfesta. Þannig rnunu þeir í einhverjum mæli keppa við almenning unt hlutabréf á frummarkaði en miklu líklegra er að þeir þróist í þá átt að verða virkari á eftir- markaði. Þannig munu hugsanleg áhrif mismununarmilli fruni- og eftirmarkaðar minnka eða hverfa. Ahrif á einkavæðingu Ef vaxtalækkunin sem ríkisstjórnin stóð fyrir verður varanleg getur það gert hlutabréf að vænlegri fjárfestingarkosti en áður var. Hún getur þannig styrkt grundvöll áforntaðrar einkavæðingar ríkisfyrirtækja. En ef einkavæðing ríkisfyrirtækja á ekki að leiða til þess að þau endi í fárra höndum í stað þess að verða að öflugum almenningshlutafélögum verður almenn- ingur að hafa hvata til að vera með. Það má ekki drepa hann vegna skammtíma- sjónarmiða í rekstri ríkissjóðs (í lækkun endurgreiðslu vegna hlutabréfakaupa). Miklu nær væri að breytaheimildinni unt skattafrádrátt nteð þeirn hætti að viðhalda hvatanum og möguleikum fyrirtækja til að sækja fjármagn á hlutabréfamarkaði og endurheimta þannig upprunalegan tilgang laganna. Höfundur er hagfræðingur og aðst.frkvstj. Lýsingar hf. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.