Vísbending


Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 1
s 27. V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál október 1994 42. tbl. 12. árg. Þingvísitala hlutabréfa 1/1'93 - 24/10'94 Þingvísitalan í sögulegu hámarki ingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki á sl. föstudag (21. október). Vísitalan, sem Verðbréfaþing íslands hóf að reikna í ársbyrjun 1993, fór í 1004,3 stig en þar áður hafði hún hæst farið í 1004,1 stig þann 4. janúar 1993. Hlutabréfaverð hélt svo áfram að hækka í upphafi þessarar viku og var vísitalan komin í 1008,8 stig í lok þriðjudagsins. Ólík þróun hlutabréfaverðs Verðþróun á hlutabréfum á þessu ári hefur verið mjög frábrugðin því sem var í fyrra eins og glöggt sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir þróun þingvísitölunnar frá því byrjað var að reikna hana út. A síðasta ári varð mikil og stöðug lækkun á hlutabréfaverði alveg fram í byrjun júní eftir „jólakúfinn" í desember 1992 þegar almenningur keypti hlutabréf vegna skattaafsláttar. Þingvísitalan lækkaði um tæp 23% frá ársbyrjun og fram til 1. júní en hélst svo nokkuð stöðug fram í nóvem- ber þegar jólaösin hófst aftur á hlutabréfa- markaðinum. A þessu ári varð lækkunin á fyrstu mánuðum ársins eftir jólakúfinn miklu minni en á síðasta ári og varði skem- urfram eftir ári, eðatil miðs aprílmánaðar. Skýristþettam.a. af því að hlutabréfaverð náði hámarki snemma í desember 1993 vegna spákaupmennsku fjárfesta sem hugðusl hagnast á jólaösinni en árið áður var verðið í hámarki undir lok ársins. Jafnframt varð ljóst í upphafi ársins að afkoma fyrirtækja hafði batnað nokkuð frá 1992 og vaxtalækkanirnar í lok síðasta árs, lækkun skatta á fyrirtæki og bjartari horfur í alþjóðaefnahagsmálum gáfu vonir um enn betri afkomu fyrirtækj a á þessu ári. V ísitalan hækkaði frá miðjum apríl og fram á maímánuð þegar fjárfestar keyptu hlutabréf í nokkrum mælirétt fyriraðalfundihluta- félaganna. Leiðinhefursíðan legið hrattuppáviðmeðnokkr- um bakföllum þó eins og sjá má á myndinni. Hlulabréfa- verð hefur einkum farið hækk- andi frá ágústbyrjun þegar hagstæð milliuppgjör frá fyrir- tækjum fóru að ber- ast en þingvísitalan hefur hækkað um tæp 15% frá þeim tíma. Nýjartölurum ríflega 12% veltu- aukningu í iðnaði á fyrstu sex mánuð- um ársins og 20% magnaukningu í út- flutningi iðnvara fyrirutanáláfyrstu átta mánuðunum, sem Þorsteinn M. Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka iðn- aðarins, birtir í grein hér í ritinu, renna styrkari stoðum undir það að hagur fyrirtækja hér á landi fari hratt batnandi. Ekki er því tilefni til annars en að ætla að hlutabréfaverð muni halda áfram að hækka á næstunni svo fremi að vextir taki ekki stórt stökk upp á við. Um 68% aukning viðskipta Eins og fram kemur í töflunni höfðu frá áramótum og fram á mánudag (24. októ- ber) átt sér stað viðskipti með hlutabréf fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islands og Ópna tilboðsmarkaðinum fy rir samtals um 976 milljónir króna. Samsvarandi upp- hæð fyrir sama tímabil í fyrra er 572 rnillj- ónir. A föstu verði hefur því orðið um 68% aukning hlutabréfaviðskipta það sem af er þessu ári. Góð ávöxtun að undaförnu Frá áramótum hefur þingvísitalan hækkað um tæp 22%. Miðað við fram- færsluvísitölu hefurmeðalávöxtun hluta- bréfa því verið um 21 % frá upphafi árs sem jafngildir um 25% ávöxtun á árs- grundvelli. Síðastliðna þrjáog sex mán- uði er ávöxtunin enn meiri á árskvarða eins og sést í töflunni. Það skal þó haft í huga að hlutabréf eru yfirleitt lang- tímafjárfesting og því gefa skammtíma- verðbreytingar á þeim oft villandi mynd þegar rætt er um ávöxtun. Þá skal haft í huga að ekki hefur verið tekið tillit til arðgreiðslna í ofangreindum ávöxtunar- tölum en þær hækka ársávöxtunina um 2-3% að meðaltali. ------♦---♦---♦------ Dregur úr fjár- útstreymi vegna verðbréfakaupa Verulega dró úr fjárútstreymi vegna verðbréfakaupa innlendra og erlendra aðila á þriðja fjórðungi ársins samkvæmt tölum frá tölfræðideild Seðla- bankans. Nettó verðbréfakaup námu alls um 654 millónum króna samanborið við um 2,7 milljarða á öðrum árfjórðungi og samsvarandi upphæð á þeim fyrsta. Hér er eingöngu um að ræða fjármagns- hreyfingar sem rekja má til viðskipta verðbréfafyrirtækjanna. Fram til loka september námu hrein kaup innlendra aðila á hlutdeildarskírte- inum í verðbréfasjóðum með erlend verðbréf 877 milljónum króna og erlend hlutabréfakaup 122 milljónum. Hrein kaup á skuldabréfum útgefnum af erlend- um aðilum námu um 2,9 milljörðum og skuldabréfum ríkissjóðs og annarra inn- lendra aðila í erlendri mynt tæpum 2,2 milljörðum. Samtals nemur fjárstreymi úr landi vegna viðskipta verðbréfa- fyrirtækjanna því um 6 milljörðum króna sem af er ári. • Verðbréf • Lagabreytingar vegna EES • Raungengi og iðnaður Hlutabréfaviðskipti og ávöxtun lilutabréfa fram til 24/10 '94 Hlutabréfaviðskipti(m.kr.): 1994 -24/10 1993 -24/10 Raun- aukn. Verðbréfaþing 627 374 65% Opni tilboösmarkaðurinn 349 198 73% Samtalsviðskipti 976 572 68% Ávöxtun markaðssafns: 1/1-24/10 3 mán. 6mán.l2mán. Breyting þingvísitölu 22% 15% 23% 24% Raunávöxtun m.v. fvísit. 21% 15% 22% 24% Raunávöxtun á ársgrundv. 25% 72% 50% 24%

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.