Vísbending


Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 3
Skiptir raungengið máli? Þorsteinn M. Jónsson s 121. tölublaði Vísbendingar birtist grein undir fyrirsögninni Sjávarút- vegurinn og raungengið. Greinin er á margan hátt athy glisverð en þar er eitt og annað sem ástæða er til að staldra við og gaumgæfa frekar. Til að mynda dregur höfundur í efa að raungengi hafi verið of hátt í áranna rás og má segja að það sé inntak greinarinnar. Sú ályktun er dregin að tæplega sé hægt að kenna raungengi um óhagstæða þróun í útflutningsiðnaði, frekareigi að leita skýringa í minnkandi Ijárfestinguogoflftilli framleiðni. Þessi skoðun er áréttuð í mildaðri útgáfu í 38. tölublaði Vísbendingar. Þar er sagt að lækkun raungengis frá 1988 án sýnilegs bata í afkomu og aukinni markaðshlut- deild bendi til þess að raungengið sé ekki eina orsök þeirrar hnignunar sem orðið hefur á undanfömum árum. I lokin er þess getið að það sé ekki endilega víst að lágt raungengi tryggi framgang í iðnaði á næstu árum. Rétt gengi? I umræddri grein í 21. tölublaði er réttilega á það bent að ekki sé til neitt sem nefna megi rétl gengi og þrálátur viðskiptahalli geti stafað af öðru en of háu gengi. Viðskiptahalli getur stafað af lausatökum í hagstjórn eða innflutningi á fjárfestingarvöru til atvinnuuppbygg- ingar og aukins hagvaxtar. Ekki skal um það deilt hver þáttur gengisins er nákvæmlega í viðskiptahallanum, en fullyrðamáaðhallinnerbæðioflíðurog mikill til að einungis sé hægt að skýra hann með innflutningi á fjárfestingarvöru eðaeftirspumarþenslu. Aðminnstakosti hefði mátt stemma stigu við honum og þar með skuldasöfnun í útlöndum ef gengið hefði verið lagað að þessum óvenjulegu aðstæðum. Auk þess bendir sívaxandi hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu til þess aðfjárfestingar, Ijármagnaðar með erlendum lántökum, hafi ekki verið nægilega arðsamar á liðnuin árurn. Sitt sýnist hverjum um hvað sé rétt eða heppileg gengisskráning krónunnar, sem m.a. ræður raungenginu, en varla blandast nokkrum hugur um að miklar sveiflur í raungengi og samsvarandi ISBENDING sviptingar í sam- keppnisstöðu og rekstrarskilyrðum eru afar óheppileg- ar. Þær torvelda á- ætlanagerð og mark- aðsstarf og hjúpa framtíðarsýn óvissu sem leturframtak og skerðir samkeppn- ishæfni. Sveiflur í raungengi hafa með þessum hætti verið iðnaðiáíslandifjöt- ur um fót enda tengj- ast þær ekki stöðu iðnaðar á hverjum tíma heldur alT<omu sjávarútvegs. Raungengi íslensku krón- unnar hefur sveiflastmun meira en raun- gengi gjaldmiðla þeirra þjóða sent við berurn okkur helst saman við. Tildæmis er staðalfrávik raungengis íslensku krónunnar síðasta aldarfjórðung um 12 prósent að meðaltali en á Norðurlöndum er það 4-8 prósent. Það má einnig ljóst vera að lágt raungengi hlýtur að vera betri kostur en hátt á sama hátt og lítill kostn- aður er betri en mikill. Raungengi og iðnaðarfram- leiðsla Reynslan sýnir að marktæk fylgni er milli þróunar raungengis og breytinga á iðnaðarframleiðslu ári síðar. Meðfylgj- andi mynd sýnir þessi tengsl. Hækkandi raungengi hefur í för með sér minnkandi iðnaðarframleiðslu árið á eftir, en lækk- andi raungengi leiðir til aukinnar fram- leiðslu. Opinberar áætlanir gera ráð fyrir að iðnaðarframleiðsla aukist lítillega á þessu ári og er það í samræmi við lækk- andi raungengi á síðasta ári. Reyndar hefur velta í iðnaði aukist um ríflega 12 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum, og virðist það benda til þess að áætlanir vanmeti batann. En hvað sem því líður þá er þetta samband afar þýðingarmikið og á að liggja til grundvallar í umræðunni umraungengi,sveiflujöfnunoghagvöxl. Það er rétt að fjárfesting í iðnaði hefur minnkað á undanförnum árum og fram- leiðni er lítil í alþjóðlegum samanburði. Eflaust má skýra þetta á ýmsa vegu, en hafa verður hugfast að síbreytilegt raun- gengi og oft slæm rekstrarskilyrði ís- lensks iðnaðar hafa gert honum erfitt um vik og hamlað eðlilegri framþróun og uppbyggingu. Það er því ekki úr vegi að álykta að hluta af skýringunni á stöðu iðnaðarins í þessu tilliti megi rekja til ótryggra ytri aðstæðna. Bættstarfsskilyrði Því er haldið fram í lok fyrri greinar- innar, sem vitnaðertil, aðraungengi verði tæplega kennt um óhagstæða þróun í útflutningsiðnaði. Þettaerhæpinályktun. Nægir í því sambandi að nefna að á fyrstu átta mánuðum þessa árs jókst útlíutn- ingur iðnaðarvara án áls urn 20 prósent aðmagni til. Þaðhelst íhendurviðlækk- andi raungengi og betri samkeppnisstöðu en auk þess hefur efnahagsbatinn í um- heiminum haft sitt að segja. Þetta er afar jákvæð þróun og sýnir okkur að þau tækifæri til sóknar sem hafa verið búin íslenskum iðnaði á undanförnum miss- erum eru þegar farin að bera nokkurn ávöxt. Það ætti að verða hvatning til að viðhalda stöðugleika og efla samkeppnis- hæfni í íslensku atvinnulífi. Þótt ekki sé endilega víst að lágt raun- gengi eitt sér tryggi framgang í iðnaði á næstu árum þá er öruggt að það hefur ntikla þýðingu. Það skapar stöðugan grundvöll sem er forsenda framþróunar og uppbyggingar. Mikilvægt er að viðhalda þeim skilyrðum til aukinnar framleiðslu og útflutnings í iðnaði sem skapast hafa að undanfömu og feta þann veg áfram til aukinnarhagsældarog nýrra atvinnutækifæra. Litið til framtíðar Þegar fram líða stundir er þannig mest um vert að korna í veg fyrir eða draga verulega úr sveiflum í raungengi og starfsskilyrðum. I nýlegri skýrslu um starfsskilyrði iðnaðar, sem unnin var af starfshópi á vegum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis, er lögð rík áhersla á að stöðug- leikinn sé sá jarðvegur sem heilbrigt og traust atvinnulíf sprettur upp af. Því sé afar þýðingarmikið að raungengi verði áfram hagstætt fyrir íslenskt atvinnulíf og gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær stórfelldu s veiflur sem hafa einkennt þróun þess hér á landi á umliðnum árum. Enn fremur er þess getið í þessu sambandi að sveiflujöfnun í sjávarútvegi sé meginmál fyrir vöxt iðnaðar og annarra samkeppnisgreina og verði snarþátturí almennri atvinnustefnu þegar litið er fram á veginn. Því er brýnt 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.