Vísbending


Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.10.1994, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur S v a r t Lækkun R a u 11 Hækkun frá fyrra tbl. Fjármagnsmarkaður Verötryggöbankalán 8,1% 25.10 Óverötr. bankalán 10,8% 25.10 Lausafjárhlutfall b&s 16,4% 08.94 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,73% 25.10 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,30% 25.10 M3 (sem af er ári) 1,5% 09.94 Þingvísitalahlutabr. 1009 25.10 Fyrir viku 992 Raunáv.-3 mán. 73% - ár 24% Lánskjaravísitala 3.378 11.94 spá m.v. fast gengi, 3.381 12.94 og ekkert launaskriö 3.384 01.95 3.386 02.95 3.388 03.95 Verölag og vinnumark. Framfærsluvísitala 170,8 10.94 Veröbólga- 3 mán. 0,9% 10.94 -ár 0,0% 10.94 Framfvís.-spá 171,1 11.94 (m.v. fast gengi, 171,3 12.94 ekkert launaskriö) 171,6 01.95 171,8 02.95 Launavísitala 133,3 10.94 Árshækkun- 3 mán. 1% 10.94 -ár 1% 10.94 Launaskr.-ár 1% 10.94 Kaupmáttur-3 mán. -0,1% 10.94 -ár 1,4% 10.94 Skorturá vinnuafli 0,0% 09.94 fyrir ári -0,6% Atvinnuleysi 3,2% 09.94 fyrir ári 3,4% Gengi (sala) Bandaríkjadalur 66,2 25.10 fyrir viku 66,6 Sterlingspund 108,3 25.10 fyrir viku 107,8 Þýskt mark 44,5 25.10 fyrir viku 44,4 Japansktjen 0,684 25.10 fyrir viku 0,684 Erlendarhagtölur Bandaríkin Veröbólga-ár 2,9% 08.94 Atvinnuleysi 5,9% 09.94 fyrir ári 6,7% Hlutabréf (DJ) 3.856 25.10 fyrir viku 3.906 breyting á ári 5% Evróvextir-3 mán. 5,6% 25.10 Bretland Veröbólga-ár 2,2% 09.94 Atvinnuleysi 9,1% 09.94 fyrir ári 10,3% Hlutabréf (FT-SE 100) 3000 25.10 fyrir viku 3061 breyting á ári -5% Evróvextir-3 mán. 5,9% 25.10 Þýskaland Veröbólga-ár 2,9% 09.94 Atvinnuleysi 8,3% 09.94 fyrir ári 7,7% Hlutabréf (DAX) 1975 25.10 fyrir viku 2091 breyting á ári 3% Evróvextir-3 mán. 5,1% 25.10 Japan Verðbólga-ár 0,0% 08.94 Atvinnuleysi 3,0% 08.94 fyrir ári 2,5% Hlutabréf-ár -1,6% 11.10 að þeir aðilar sem mestra hagsmuna hafa að gæta móti sameiginlega tillögur um leiðir til sveiflujöfnunar. Málið snýst þá um að móta skynsamlega hagvaxtar- stefnu en ekki afmarkaða atvinnugreina- stefnu. Hagsmunir atvinnuvegannafara saman í þessum efnum. Það er allra hagur að starfsskilyrði séu jöfn og stöðug og að næsta uppsveifla verði nýtt, með stöðugu raungengi og sveiflujöfnun, til að iðn- aður, sjávarútvegur og aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar fái að trey sta fjár- hag sinn. Höfundur er hagfrœðingur Samtaka iðnaðarins Nokkrar fróðlegar staðreyndir um launamál ríkisins Fjármálaráðherra boðaði þann 20. október síðastliðinn til ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Hvert skal stefna í launa- og starfsmannamáium ríkisins?" eins og nokkuð hefur verið rætt um í fjölmiðlum að undanförnu. í tengslum við ráðstefn- una tók starfsmannaskrifstofa íjármála- ráðuneytisins saman nokkra fróðlega punkta um launa- og starfmannamál ríkisins. ísamantektinnikemurm.a.fram að: • Útgjöld ríkisins vegna launa eru um 36 milljarðar króna á ári. • Starfsmenn í launakerfi ríkisins eru u.þ.b. 25.000 og eru um 20.000 ársverk unnin. • Meðallaun starfsmanna í Félagi ís- lenskra flugumferðarstjóra eru um 270.000 krónurámánuði. Meðallaun starfsmannaíPóstmannafélagiIslands eru um 90.000 krónur. • Meðallaun háskólamenntaðra starfs- manna hjáríkinu eru um 144.000 krón- ur á mánuði. Meðallaun starfsmanna í BSRB eru um 1 1 1.000 krónur. • Meðal laun hjá F1 ugumferðarstjórn eru um 200.000 krónur á mánuði. • Meðallaun hjá ÁT VR eru um 110.000 krónur á mánuði. • Ríkisstarfsmenn fá greiddar að meðal- tali 39 yfirvinnustundir á mánuði. • Laun ríkisstarfsmanna eru greidd eftir u.þ.b. 140 kjarasamningum. • Á hverju ári eru sendir út um 340.000 launaseðlartilum37.000einstaklinga. • Tölvukostnaður vegna útreiknings launa ríkisstarfsmanna er um 1.700 krónur á hvern ríkisstarfsmann og samtals um 65 milljónir króna á ári. • I launakerfi ríkisins eru 307 launateg- undir og 16.000 starfsheiti og afbrigði þeirra. Um 10 ma.kr. gjald- eyrissala Seðlabanka Samkvæmt tölum sem birtast í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins hafði Seðla- bankinn selt gjaldeyri fyrir um 10,2 milljarða nettó á innlendum gjaldeyris- markaði frá áramótum til loka september. Til samanburðar seldi bankinn um 0,9 milljarða nettó á síðasta ári. Hlutfall viðskipta á gjaldeyrismarkaðinum með aðild bankans hefur aukist verulega á þessu ári. Gjaldeyrisforðinn hefur minnkað um tæpa 8 milljarða á þessu ári eða um 25% á föstu gengi, einkum vegna fjárút- streymis í kjölfar opnunar fyrir viðskipti meðerlend langtímaverðbréf um síðustu áramót. Aukin eftirspurn eftir gjaldeyri hefur sett þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar en frá 25. október 1993 til 25. október sl. hafði meðalgengið t.a.m. lækkað um 2,5% samkvæmt tölum frá Ráðgjöf og efnahagsspám. Gengið er nú einungis 0,7% frá neðri vikmörkum sem stefnan í gengismálum er miðuð við. Á miðvikudagsmorguninn (26. október) keypti Seðlabankinn krónur og hækkaði þá meðalgengið um 0,14%. Þetta er mesta gengishækkun á einum degi frá því gjaldeyrismarkaðurinn tók formlega til starfa í lok maí á síðasta ári. Aukin meðalævilengd Islendinga Meðalævilengd Islendinga hefur auki st verulega frá byrj un síðasta áratugar samkvæmt tölum sem birtast í nýjasta hefti Hagtíðinda. Meðalævilengd karla var í upphafi síðasta áratugar 73,7 ár en var kornin í 76,9 ár samkvæmt rneðal- dánartíðni áranna 1992 og 1993. Hjá konum hefur ævilengdin aukist úr 80,2 árum í 80,75 ár á sama tímabili. Eftir nýjustu tölum er meðalævilengd íslenskra kvenna sú fimmta mesta á eftir Japan, Sviss, Frakklandi og Svíþjóð en æ vilengd karla er hins vegar h vergi meiri en hér á landi að meðaltali. Þes má geta að samkvæmt Alþjóða- bankanum voru um 500 milljónir manna, eða 9% allra jarðarbúa, eldri en 60 ára á árinul990. Samkvæmtspábankansmun talan verða um 1,5 milljarðar árið 2030 eða 16% jarðarbúa. Ritstj. og ábm.: Sverrir Geirmundsson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 91-617575. Myndsendir: 91- 618646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Umbrot:SverrirGeirmundsson. Prentun:Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.