Vísbending


Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. febrúar 1997 7. tbl. 15. árg. Ztvropukeppni efnahagskerfa Um alla Evrópu keppast ríkis- stjórnir við að ná markmiðum Maastricht-sáttmálans fyrir árs- lok 1997. Þeir sem ná að uppfylla kröf- urnar komast í fyrsta hóp þeirra þjóða sem taka upp evró sem gjaldmiðil í árs- byrjun 1999. Tíminn er að verða naumur fyrir nokkur lönd og tvær þjóðir, Danir og Bretar, standa utan við hið nýja kerfi að sinni. í dag er það aðeins Lúxemborg sem uppfyllir öll skilyrði Maastricht- sáttmálans en nokkur önnur ríki munu sennilega ná að uppfylla skilyrðin. Þýskaland, sem hefur verið drifkraftur- inn á bak við upptöku nýju myntarinnar, á í nokkrum erfiðleikum með að uppfylla skilyrðin en þátttaka þeirra skiptir sköp- um um það hvort árangur næst. Mynt- bandalagið mun hafa mjög víðtæk áhrif á efnahagskerfi þeirra landa sem í því evrópsku mynteiningunni. Síðan eru ntörk sem myntin ntá sveiflast innan skilgreind. Ef farið er undir eða yfir mörkin er þörf á íhlutun seðlabanka. Seðlabankarnir geta þó gripið inn í fyrr sýnist þeim svo. Þegar ERM var gang- sett 1979 voru öll aðildarríkiESB í kerfinu nema Bretland. Spánn og Portúgal urðu aðilar 1989 og 1992 en Grikkland hefur aldrei verið aðili. Bretland gerðist aðili að ERM árið 1990 en neyddist til að draga sig út úr samstarfinu haustið 1992 ásamt Ítalíu. Finnland gerðist aðili að ERM fyrir nokkrum mánuðum. Evrópska my nteiningin ECU vrópska mynteiningarkarfan var tekin í notkun 1979. I körfunni voru myntir allra þeirra landa sem þá stóðu að henni. I nrars 1993 voru við- miðanir festar þannig að myntir nýrra aðildar- landaESB hafaekki ver- ið teknar í körfuna eftir það. Þetta brey tir þó ekki mikluþvígildi körfunn- ar er gefið upp gagnvart öllum myntum ESB. Evrópska mynteining- arkarfan erhið opinbera ECU. Einnig er til ECU sem verslað er með á gjaldeyrismörkuðum. Þessar myntir sem bera sama nafn eru þó óskyldarog gengi þeirra er ekki hið sama. Hið opinbera ECU verður að evrói í fyllingu tím- ans, 1. janúar 1999 ef fram heldur sem horfir. Evrópski seðlabankinn Hornsteinn hins nýja myntbanda- lags verður Evrópski seðlabankinn en forveri hans, Evrópska peningamála- stofnunin, hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Hinn nýi seðlabanki á að verða óháður stjórnmálamönnum og stjórna peningamálum ESB út frá faglegum forsendum. Seðlabankinn hefur einnig það hlutverk að reka TAR- GET sem er sameiginlegt greiðslumiðl- unarkerfi vegna evrós. Deilur hafa verið milli Þjóðverja og Frakka um sjálfstæði seðlabankans. Þjóðverjar vilja að bank- inn verði óháður stjórnvöldum en Frakkarviljatengsl viðstjórnendurESB. Aðildarskilyrði að evrói ótt skilyrði fyrir aðild að evrói séu sett fram sem föst og ákveðin þá er ákveðinn sveigjanleiki leyfilegur. T.d. getur ríki sem ekki uppfyllir skilyrðin fengið aðild ef sýnt þykir að það muni ná þeim. Skilyrðin eru annars fjögur: Helstu skilyrði fyrir evrói 1. Að verðbólga sé innan við 1,5% yfir meðalverðbólgu þeirra þriggja ríkja sem lægsta hafa verðbólgu. 2. Að langtímavextir séu ekki hærri en 2% yfir meðalvöxtum þeiiTa þriggja ríkja sem sem hafa lægsta verð- bólgu. 3. Að halli ríkissjóðs sé ekki yfir 3% af landsframleiðslu. 4. Að skuldir ríkissjóðs séu ekki yfir 60% af landsframleiðslu. Agreiningur Nokkur ágreiningur er meðal ríkj a ESB urn ýmis atriði sem snúa að nýju myntinni. Nefndar hafa verið deilur um sjálfstæði Evrópska seðlabankans. Einn- ig hefur verið deilt um hvernig túlka eigi skilyrðin fyrir aðild. Sum ríkjanna vilja túlka þau þannig að sem flest ríkjanna geti orðið þátttakendur þegar í upphafi en önnur vilja túlka skilyrðin þröngt. Það kemur þó áreiðanlega ti 1 með að skipta sköpum hvort Þjóðverjar og Frakkar ná að uppfylla skilyrðin. Sérstaklega stend- ur það þriðja í ríkisstjórnum landanna því atvinnuleysi er um eða yfir 12% í báðum löndunum. Framhald á síðu 2 Sögulegtyfirlit Allt frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður 1957 hafa verið uppi hugmyndir um evrópska mynt. í lok sjöunda áratugarins var þessi hugmynd farin að þróast og sett var af stað áætlun um nýja rnynt sem yrði tekin í notkun á tíu árum. Þessi áætlun fékk snöggan endi 1971 þegar Bretton-Woods kerfið hrundi. í kjölfarið kom olíukreppan og þar með var málinu slegið á frest. Árið 1979 fóru hjólin að snúast á ný. Þá var sett á stofn evrópska peningamálakerfið (e.: European Monetary System, EMS) en hornsteinar þess voru gjaldmiðlakerfið (e.: Exchange RateMechanism, ERM) og evrópska rnynt- einingarkarfan (e.: European Currency Unit, ECU). Upp úr miðjum níunda áratugnum fór að gæta meiri áherslu á stöðugri gjaldmiðla og lága verðbólgu. Áhrifa þessa gætti í vaxandi áhuga á sameiginlegri mynt og í Madríd árið 1989 var ákveðið að stefna að upptöku hennar. Maastricht-sáttmálinn sem undirritaður var 1991 fól í sér formlega samþykkt allra ríkja ESB nema Danmerkur og Bretlands um að taka upp sameiginlega mynt samkvæmt þeim skrefum sem ákveðin voruþar. Árið 1995 varákveðið að nýja myntin myndi heita evró (e.: euro). verða og þau ríki sem standa utan þess munu einnig finna fyrir áhrifum þess. Gjaldmiðlakerfið ERM Sérhver my nt í gjaldmiðlakerfinu hefur fast viðmiðunargengi gagnvart IHinnýjamyntESB.evró, Framhald á umfjöllun um Kjarasamningar standa a Viðskipti með gull hafa kemur til með að breyta ) evró ásamt kostum og nú yfir. Er eitthvert sam- /I þótt gróðavænleg en þau miklu fyrir öll viðskipti í göllum evrós sem gjald- band milli verkfalla og T"hafa verið sveipuð leynd- ^ og við Evrópuríki.____________miðils fyrir íslendinga._kaupmáttaraukningar?______arhjúpi til þessa.___

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.