Vísbending


Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Misháverðbólga s Iumræðunni um evró hafa vaknað ýmsar áleitnar spurningar um aðferðir sem notaðar eru við mælingar á efna- hagsstærðum í hinum ýmsu löndum. Meðal þess sem fram hefur komið er að mismu2nandi reikningsskilaaðferðir geta gert gæfumuninn hvort ríki uppfyllir kröfuna um 3% halla á rflcissjóði miðað við landsframleiðslu. í Financial Times nýlega er velt upp tvenns konar mælingum á verðbólgu. Annars vegar er um að ræða mælingu einstakra ríkja og hins vegar mælingar sem gerðar eru á gagnagrunni hjá Evrópusambandinu. Unnið er að því að samræma aðferðir. Mismunandi mælingar Breytingar á verðlagi í nóvember 1996 Gögn Gögn ESB ríkis Austurríki 2,2 2,3 Belgía 2,4 2,4 Danmörk 2,4 2,4 Finnland 1,4 0,7 Frakkland 1,6 1,6 Grikkland 7,3 8,3 Holland 1,8 2,4 írland*’ 2,3 2,0 Ítalía 2,8 2,6 Portúgal 2,9 2,7 Spánn 3,2 3,2 Svíþjóð 0,2 (0,1) Þýskaland 1,3 1,4 Arsfjórðungslegar tölur í Bandaríkjunum hefur verið umræða um að mæliaðferðir ofmeti verðbólgu. Bent hefur verið á að hægt sé að minnka halla ríkissjóðs með því að breyta að- ferðum því allar bætur sem greiðast eiga í framtíðinni taka mið af verðbólgu. Gal 1 - inn er sá að enginn stjórnmálamaður þorir að skerða bæturnar sem kjósendur eiga von á í framtíðinni. Vísbend irtgin Ikjölfar þess að stofnaður verður nýr ríkisbanki og þess að starfandi ríkis- bönkum verðurbreytt íhlutafélög munu ríkisábyrgðir á nýjar skuldbindingar þessara stofnana falla niður. Eldri skuld- bindingar munu áfram njóta ríkis- ábyrgðar eins og verið hefur. Við þessa breytingu munu þau markaðsskulda- bréf sem njóta rfki sáby rgðar verða flokk- uð á annan hátt en ný skuldabréf. Senni- legt er að eldri bréfin verði verðlögð hærra en ný bréf sömu stofnana. Fróð- legt verður að bera saman mun ávöxt- unar milli einstakra stofnana en hann segirtil um álit markaðarins árekstrinum. GULL Viðskipti með gull hafa löngurn haft yfir sér hulu leyndardóma. Þau hafa í áraraðir farið aðallega fram í London en einnig í Zurich, New York, Tokyo, Sidney og Hong Kong. Fram til þessa hafa upplýsingar um gullviðskipti verið af skornum skammti. Ekki er hægt að áætla af opinberum tölum hver velta gulls er í heiminum. Hugsan- legt er þó að hér verði breyting á. London Bullion Market Association (LBMA) ákvað nýlega að birta upplýsingar um veltu á markaðinum London. Astæður þessa er ótti forráðamanna við að við- skiptavinirnir telji sig standa óvarða gegn bellibrögðum vegna leyndarinn- ar sem hvílir yfir viðskiptunum. í London er talið að um 930 tonn af gulli skipti um hendur á h verj um degi en það er j afn virði um 10 milljarða dollara. Áætlað er að það sé frá þriðjungi lil fimmtungs heild- armarkaðarins. En markaðurinn með gull er þannig uppbyggður að hægt að spila á hann án þess að unnt sé að bregðast við því. „Verðmyndun“ Verð á gulli er samkvæmt kenning unni afleiða markaðslögmála en framkvæmdin erumdeilanleg. Tvisvará dag hittast fimm fulltrúar gullmarkaðar- ins í London í skrifstofum N.M. Rot- schilds og ákveða verð með aðstoð sím- tengingar við viðskiptastofur sínar. Kenningin segir að hver sem er geti haft áhrif á verðið með því einu að hafa sam- band við verðbréfastofuna með milli- göngu verðbréfamiðlara. Þegar verðið hefur verið ákveðið er hægt að kaupa og selja mjög mikið af gulli áþessu verði. Þetta hafa ntenn notað sér. Að nota sér aðstæður Banki í Saudi Arabíu notaði sér leyndarhuluna sem er yfir gullvið- skiptum til að hagnast verulega í mars 1990. Hann seldi 50 tonn (1,6 milljón únsur), surnir segja 100 tonn, rétt eftir að verðið var ákveðið. Eftir það lækkaði verðið um 20 dollara hver únsa. Hann fékk greiðsluna í sterlingspundum og við þessi stóru viðskipti hækkaði pund- ið þannig að hann græddi vel. Þetta var fullkomlega löglegt, en eftir þetta fóru menn að huga að áhættunni. Ef bankinn hefði ætlað að fá hátt verð fyrir svo mikið gull á annars konar mörkuðum hefði hann orðið að dreifa viðskiptunum yfir langan tíma eða þola lækkun á verði. Heimild: Financial Times Þeir áskrifendur Vísbendingar sem ekki hafa fengið möppur eru beðnir um að hafa samband í síma 5617575. Aðrir sálmar Boðun fagnaðar- erindisins Löngum hefur verið sagt unt Islend- inga að það þurfi útlendinga til að segjaþeim einföld sannindi. Þettakemur upp í hugann að lokinni stórveislu í Perlunni þar sem rætt var um einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja. Á ráðstefnunni voru fyrirlesarar frá Alþjóðabankanum ogTékklandi, auk Jónasar H. Haralz og Davíðs Oddssonar. Bein útsending var á Stöð 2 og einnig var mikill hluti frétta- þáttarins 19-20 helgaður málinu. Fróð- legt var að heyra viðhorf fyrirlesaranna en allir voru þeir á einu máli um ágæti einkavæðingar. Athyglisvert er hversu mikil alvara og ákefð er í einkavæðingu í Tékklandi en þettaferli hefurgjörbreytt þeirra lífsmynstri ekki aðeins vegna lít- illar þátttöku ríkisins núorðið í atvinnu- rekstri heldur vegna mikillar þátttöku almennings í landinu. Getum við lært eitthvað? Islendingar geta tekið sér þetta til fyrir- myndar. Sérstaklega mætti skoða þá hugmynd að skipta upp ríkisfyrirtæki með þeim hætti að öllum íbúunt íandsins væri sent hlutabréf og síðan gæti hver íbúi gert það upp við sig hvort hann kýs að vera hiuthafi eða hvort hann vill selja bréfin á markaði. Ekki er nokkur vafi á því að áhugi almennings á rekstri og afkomu viðkomandi fyrirtækis yrði mikill, að ekki sé talað um viðhorfið til þess. Athy gli s verður li sti Listinn sem forsætisráðherra las upp jm ríkisfyrirtæki sem verið væri að breyta um rekstrarform, og jafnvel stæði til að einkavæða var athyglisverður. Meðal fyrirtækjanna á listanum voru ríkisbankarnir, Póstur og sími, Islenskir aðalverktakar, Áburðarverksmiðjan og Sementsverksmiðjan. Mestu tfðindin voru þau að selja ætti 49% af eignarhluta ríkisins í ríkisbönkunum. Framkvæmda- bankinn verður víst að veruleika en vonandi gefst öðrum bankastofnunum kostur á að kaupa hann upp og leggja hann niður í framhaldinu. Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.