Vísbending


Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.02.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING Prósentuleikarnir 1997 Kjarasamningar standa nú sem hæst. Sameiginleg kröfugerð verkalýðsfélaga var kynnt í síð- ustu viku og þar var að venju farið fram á launahækkanir frá vinnuveitendum og félagsmálapakka frá ríkinu. Félagsmála- pakkinn er að þessu sinni fólginn í skatt- kerfisbreytingum og miðar að því að draga úr skattlagningu lægstu launa. Sameiginlegarkröfur Kröfurnar sem lagðar voru fram voru í meginatriðum eftirfarandi: Sett verði það markmið að lægstu laun verði 70 þúsund í ársbyrjun 1998. Einnig er gert ráð fyrir 5 þúsund króna hækkun á mánuði til þeirra sem hafa hærri laun en lágmarkslaun og að 5 þúsund krónur bætist við á mánuði um næstu áramót. Hagdeild ASI hefur metið kröfurnar sem 5% launahækkun hvort ár. Einnig eru kröfur um nýtt skattþrep sem verði 37% og nái til launa sem eru undir 150 þús- undum krónaá mánuði. Gel'inn varfrest- urtil 25. febrúartil aðræðatillögurnaren eftir það hefj ast aðgerðir ef ekkert miðar. S var ríkisstj órnarinnar Ríkisstjórnin brást skjótt við og Iagði línur um það hvernig hún væri reiðubúin til að greiðafyrir samningum. Miklar efasemdir komu fram unt breyt- ingu á skattkerfinu því að með nýju skattþrepi yrði skattkerfið flókið og gera þyrfti upphlutaaf sköttum eftirá. Ríkis- stjórnin lýsti sig reiðubúna til viðræðna og var talið koma til greina að stuðla að skattalækkunum en þó var rniðað við að þær kæmu fram á þremur árum í stað tveggja eins og ASI gerir ráð fyrir. Vinnuveitendur Svör vinnuveitenda hafa verið nokk- uð óljós eins og við var að búast. Forráðamenn þeirra virtust á sama hátt og ríkisstjórnin fremur miða við að samningar væru gerðir til þriggja ára en tveggja. VSI bendir einnig á ósamræmi í sameiginlegri kröfugerð ASI og þeirn kröfum sem einstök aðildarfélög hafa lagt fram. Hvað gerist næst? / Ameðan samingaviðræðureru í gangi er illmögulegt að meta hvenær gengur saman með aðilum. Þó er ljóst að saman mun ganga á endanum hvort sem það verður að undangengum verkföll- um eða ekki. Það sem venjulega hefur gerst að loknunt kjarasamningum ASÍ og VSÍ er að ríki og sveitarfélög ná samn- ingum við sitt launafólk á svipuðunt nót- um. Einstakar stéttir sem hafa til þess aðstöðu hefja síðan kröfugerð sem að jafnaði er töluvert umfram það sem almennir launþegar fá. Þessar stéttir eru í þeirri aðstöðu að geta með tiltölulega stuttum verkföllunt haft víðtæk áhrif á þjóðlífið. Þannig verður 5.000 króna hækkunin sem allir aðrir launamenn en þeir lægstlaunuðu fá reiknuð út sem pró- sentuhækkun og þeirri prósentu beitt á hærri laun. Verði hækkuninhjá ASI metin til 5% jafnaðarhækkunar þá rnunu þeir sem hafa 250.000 króna mánaðarlaun fara fram á 5% hækkun „eins og hinir" og fá 12.500 króna hækkun. Skila verkföll auknum kaupmætti? V erkfall er tæki launamannsins til að hnykkja á kröfum um bætt kjör. Verkföll eru tvíeggjað vopn því að áhrif þeirra verða oft önnur en til er ætlast. Verkfall lamar atvinnustarf- semi og keniuryfirleitt í veg fyrir að full afköst náist í fyrirtækjum. Fyrirtækjun- um er því í mun að þeim ljúki sem fyrst og því er viljinn til samkomu- lags yfirleitt meiri en ella. Verkfall þýðir yfirleitl launamissi fyrir launa- manninn þótt það sé ekki algilt. Stundum er jafnvel talið að ávinn- ingur einstaícra verkfalla hafi ekki unnisl upp með kjarabótunum sem fengust við lausn deilu. Einnig getur neikvælt almenningsálit dregið úr trausti á viðkomandi stétt. Illdeilur við vinnuveitanda geta einnig haft neikvæð áhrif á starfið en skýrasta dærnið er sennilega þegar Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna rak alla flugumferðarstjóra í landinu en þeir höfðu verið í ólöglegu verkfall i sem lamaði allt samgöngukerfið. getur skapað vandamál mun víðar en í fyrirtækinu.Tekjurfyrirtækjaminnkaog þau geta glatað markaðstækifærum. Einnig er hugsanlegt að viðskiptavin- irnir snúi sér annað og að fyrirtækið neyðist til að draga úr eða hætta starf- semi. Verkföllfrá 1970-1995 Áhrif á rekstur Verkföll geta verið mjög alvarleg fyrir rekstur fyrirtækja. Frarn- leiðsla eða þjónusta dregst yfirleitt saman eða leggst jafnvel af og það Mynd 1. Þróun kaupmáttar taxta verka karla og fjöldi verkfallsdaga hjá land- verkafólki innan ASÍ Vinnudagar Kaupmáttur 120000 Ef skoðuð eru gögn frá Kjararann- sóknarnefnd kemur í ljós að á tíma- bilinufrá 1970 til 1995 voru 904 verkföll eða verkbönn eða tæplega 35 að meðal- tali á ári hverju. Að meðaltali fóru rúm- lega 11.000 manns í verkföll á ári hverju og var meðalfjöldi tapaðra vinnudaga á ári tæp- lega 89.000. Verkföll vörðu að meðaltali 11 dagahjáþeim sem þátt í þeirn tóku á þessu tíma- bili. 120 Kaupmáttur ■Verkfallsdagar Heimild: KjararannsCknarnefnd Kaupmáttaraukning Ekki er hægt að merkja fylgni á rnilli kaupmáttaraukn- inga og verkfalla. Ef eitthvað er þá hefur kaupmáttur rýrnað í kjölfar stón'a verkl'allsára, svo sem áranna 1982 og 1988. Þetta má sjá á myndinni hér til hliðar en notuð er vísitala kaupmáttar greidds tímakaups hjá verka- körlum en vísitalan hafði gildið lOOárið 1990.Hinsvegarerekki þar með sagt að verkföll séu gagnslaus því spyrja má hver kaupmátturinn væri ef ekki hefði kornið til þeirra. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.