Vísbending


Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Þeir sem hyggjast selja ný verðbréf standa frammi fyrir ýmsum val- kostum. Þessirkostirgeta veriðein- faldir eða flóknir, dýrir eða ódýrir. Arang- urinn veltur oft á því hvaða aðferð menn velja. Það er þó hyggilegt að ráða verð- bréfafyrirtæki til að hafa milligöngu um útboð og oft erþað einnig skylt að lögum. Opið eða lokað útboð Það fyrsta sem menn verða að ákveða þegar verðbréf eru seld er aðferðin við söluna. A að fara í opið eða lokað út- boð? Það sem yfirleitt ræður svarinu við þessari spumingu er umfang útboðsins. Opnu útboði fylgir töluvert mikill kostn- aður og því er lokað útboð oftast valið ef um lægri fjárhæðir er að ræða. Ef útgef- andi þarf að hafa sérstök ákvæði í bréfum er oft valið að fara í lokað útboð vegna þess að slík sérákvæði höfða venjulega að- eins til reyndari fjárfesta sem hafa getu til að meta áhrifín af þeim. Þótt það þekkist hérlendiseróalgengtaðverðbréfsem boðin eru út í lokuðu útboði séu skráð í kaup- höllum. Það er hins vegar mun algengara að verðbréf sem seld eru í opnu útboði séu skráð í kauphöll eða á tilboðsmarkaði. Uppboð eða kranasala Tvenns konar meginaðferðir eru not- aðar við söluna. Uppboð og sala af krana (e.: Tap Sale). kranasalan er ein- faldari en uppboð. Þá eru bréfin boðin til sölu á fyrirfram ákveðnu verði og bréfin (eða sölukvittun og bréfin send síðar) eru afhent gegn greiðslu. Uppboðin geta hins vegar verið með margs konar hætti. Stundum eru bréfin boðin hæstbjóðend- um. Þeir sem bjóða hæst fá eins mikið, og síðan koll af kolli uns fjárhæð útboðs- ins er náð. Önnur aðferð er sú að bjóða út á föstu verði. Uthlutun bréfanna fer þá annað hvort fram þannig að þeir sem koma fyrstir fá fyrst (og mest) eða að bréfunum er skipt milli aðila samkvæmt fyrir fram ákveðnum aðferðum, stundum jafnt á alla, stundum er ákveðin hámarks- upphæð. Þriðja aðferðin er sú að bjóða bréfin með þeim hætti að þeir sem bjóða hæsta verð fá þann skammt sem þeir óska og síðan er fyllt upp í útboðsfjárhæð en allir aðilar fá bréfin á sama verði, oftast lægsta verði sem komst að. Þessi aðferð er kölluð Tender-offer áensku. Síðan eru til ýmsar útgáfur af hinum ólíku aðferð- um. Hér á landi hefur stundum verið gripið til þess ráðs að takmarka sölu með þeim hætti að hver einstaklingur geti ein- ungis keypt bréf fyrir ákveðna fjárhæð og stundum er það þannig að takmarkað er hve mörg umboð hver einstaklingur getur framvísað þegar hann ætlar að kaupa bréf. Stundum ákvarðast verðið af viðtökum. Því getur komið upp sú staða að sá sem kaupir bréf klukkan níu að morgni fái þau á mun betra verði en sá sem kaupir þau klukkan tíu, og öfugt. Hvaða aðferð á að velja? Ekki er hægt að benda á eina reglu um það hvaða aðferð er heppilegust við sölu verðbréfa. Ólíkir þættir hafa yfirleitt áhrif á ákvörðunina. Er mikill eða lítill áhugi á bréfunum? Krefjast kaup bréfanna mikillar þekkingar/þekkingaröflunar af væntanlegum fjárfestum? Ætlar útgefandi að ná til ákveðins hóps fjárfesta? Verður útboðið sölutryggt? Hver er kostnaðurinn við mismunandi aðferðir? Hveijar verða „tekjumar“ af sölunni. Hægt er að stilla upp ólíkum valkostum og skoða niðurstöð- ur miðað við mismunandi forsendur. Stefna fjárfesta Nú mætti ætla að lægra verð fengist í útboðum þar sem allir fjárfestar greiða sama verð, t.d. með „Tender-að- ferð“. Sú er þó ekki endilega raunin. Fjár- festar hafa nefnilega mismunandi stefnu eftir því hvaða aðferð er notuð við útboð. Þannig myndu menn væntanlega leggja fram hærri tilboð en annars þegar, ,T ender- aðferðin" er notuð bara til að vera vissir um að fá bréf. Verðið gæti síðan komið þægilega á ó vart eða óþægilega ef allir fjár- festar fylgja þessari stefnu. Útboðsgögn Fyrir almenn útboð þarf að útbúa út- boðslýsingu í samræmi við reglur sem Verðbréfaþing íslands setur. Verðbréfa- þingið er nýlega búið að endurskoða regl- ur um skráningu en þær reglur eiga við útboð ef fyrirhugað er að skrá bréfin á þinginu. Forkönnun Reglur um almennt útboð banna að fyrirhugað útboð sé kynnt opinber- lega áður en útboðsgögn liggja frammi. Hins vegar er ekki hægt að koma í veg fyrir óformlega könnun á áhuga fjárfesta og þannig er jafnvel hægt að fá þá til að gefa út hversu mikið þeir hafi áhuga á að kaupa ef til útboðs kæmi. Slfkar forsölur eru væntanlega ekki bindandi fyrir kaup- anda því að endanleg gögn liggja ekki frammi. I Bandaríkjunum er það tíðkað að útbúin er bráðabirgðaútboðslýsing oft kölluð RedHerring og á grundvelli henn- ar eru haldnar umfangsmiklar kynningar meðal fjárfesta. Svo kallað Yanki-bond íslenska ríkisins snemma árs 1994 var kynnt með þessum hætti en þá fóru m.a. seðlabankastjóri og fjármálaráðherra um Bandaríkin og kynntu bréfin fyrir vænt- anlegum fjárfestum. Slílcarferðir eru kall- aðar Road show og eru nokkuð algengar. Árangurinn af þessum aðgerðum var sá að bréfin seld- ust upp n o k k r u m klukkustund- um og náði ríkið mjög hagstæðum vaxtakjörum á bréfunum. Sölutryggingar Sölutrygging hefur margþætt gildi. Með henni tryggir útgefandinn að hann selur öll bréf, jafnvel þótt forsendur hafi breyst og áhugi á bréfunum sé lítill þegar á reynir. Sá aðili sem sölutryggir tekur ákveðna áhættu en j afnframt er hann að gefa bréfunum gæðastimpil, hann trúir á þau. Þeim sem sölutryggja er mjög annl um orðspor sitt og því leggja þeir oft í rnikla vinnu til að tryggja að útboðið heppnist þannig að þeir þurfi ekki að kaupa bréfin sjálfir því að slíkt er talið hnekkir fyrir sölutryggjandann (hann hafi vanmetið markaðinn, hafi ekki næga færni). Stundum tekurþó sölutryggjand- inn af skarið, kaupir bréfin strax, hugs- anlega á eitthvað lægra verði en markað- urinn verðleggur þau og selur þau síðan til viðskiptavina sinna. Kostnaðurinn við sölutryggingu er misjafn og þarf að semja um hann við verðbréfafyrirtæki í hverju tilfelli fyrir sig. Sveigjanleiki Þegar útboð er fyrirhugað er oft betra að láta verðið ákvarðast af eftirspum fremur en að ákveða fast og óbreytanlegt verð í upphafi. Með því nj óta menn hækk- unar ef mikil eftirspum er eftir bréfunum og geta lækkað verðið ef eftirspurnin er lítil og náðjafnvægi milli eftirspurnar og framþoðs. Skynsamlegt getur verið að leita eftir tilboðum meðal verðbréfafyrir- tækjaþegar fyrirtæki hyggst bjóða út bréf á markaði. Þannig er stuðlað að sam- keppni og einnig fær útgefandinn vænt- anlega hagstæðustu kjörin. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.