Vísbending


Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 4
ISBENDING Framhald af síðu 3 Vogun vinnur ... Starfsmaður fyrirtækis getur misst vinnuna, mannorðið og hugsanlega laun (auk þess sem hugsanlegt er að hann verði lögsóttur ef brögð eru í tafli) ef hon- um verða á alvarleg mistök í starfi. Þetta nægir flestum til að hugsa sig um tvisvar áður en mikil áhætta er tekin í starfi. En það áekki við um alla. Sumir eru beinlínis ráðnir til að taka áhættu. Þeim sem eru að kaupa og selja á flestum s viðum viðskipta er beinlínis ætlað að taka áhættu. Þeir eiga í harðri samkeppni og umhverfið er þeim oft andsnúið. Launin eru miðuð við að ná árangri og til að ná árangri þarf að taka áhættu. Sumir grípa reyndar til þess að leggja helmingi meira undir næst ef þeir tapa á viðskiptum í þeirri von að þeir geti unnið upp tapið. Til að komast fyrir svona hegðun þarf að setja takmörk, fylgjast með því sem er að gerast, hafa greiðar boðleiðir, skilja bakvinnslu frá sölustarfsemi og tryggja að tveir ótengd- ir aðilar komi að frá- gangi mála. Yfirmaður ætti til dæmis að vera á varðbergi ef starfsmað- ur tekur sér aldrei frí: er hann að bugast undan álaginu eða er hann að fela eitthvað? Siðferðileg skylda Samstarfsmenn leiða stundum hjá sér grun um vandamál, oftast vegnaþess að menn viljaekki vera kjaftaskar. I slíkum fyrirtækjum er eitt- hvað athugavert við siðferði. Fyrirtækin geta liðið meir fyrir það að upp kemst um svik vegna þess að viðskiptavinur hefur talið sig snuðaðan en það þegar upp kemst um það innan fyrirtækisins og hægt er að grípa til viðeigandi ráðstafana í tíma. Yfir- menn fyrirtækisins bera ábyrgðina og ef þeir skilja ekki reksturinn til fulls verða þeir að kynna sér hann betur. Haft var eftir einum fyrrverandi forstjóra kaup- hallarinnar í London að „menn skyldu aldrei taka að sér rekstur sem þeir skildu ekki til fulls“. Hann var rekinn eftir að í ljós kom að uppgjörskerfi sem var í smíð- um yrði ekki nothæft nema meira yrði til kostað en þá hafði keri'ið kostað kaup- höllina milljarða króna. Með þessu er ekki átt við að yfirstjómendur þurfi að kunna skil á hverju smáatriði í rekstri heldur er hlutverk þeirra að tryggja að viðeigandi stýring og eflirlit sé lil staðar innan fyrir- tækisins. Ef stjórnandi kann ekki skil á einhverjum þætti á hann að spyrja uns hann skilur til hlítar. Ef svörin eru loðin eða hlaðin tæknimáli kann að vera ástæða til að skoða málin betur. Ef sá sem svarar sýnir augljósa fyrirlitningu á vanþekk- ingu stjórnanda er enn frekari ástæða til að skoða málin betur því að heiðarlegt fólk sem ræður við starf sitt er yfirleitt mj ög áhugasamur um að útskýra það fy rir æðri yfirmönnum því að athygli yfir- stjómenda sýnir áhuga á gerðum þess og kann að koma því vel síðar. Ein hættan í viðskiptum er sú að menn end- urtaki vafasama hegðun vegnaþessað hún skilaði góð- Aðrir sálmar árangri einu sinni. Oft er samkeppni svo hörð að menn grípa til vafasamra aðferða til að ná forskoti. Þegar kreppir að í þjóð- félaginu kemur stundum að skuldadögum og þá (eftir slysin) keppast menn við að koma í veg fyrir að slík staða konti upp aftur. En læra menn? Heimild: Financial Times Vísbendingin Nú er aðalfundavertíðin á fullu. Ástæða er til að hvetja hluthafa til að mæta á fundina. Þótt yfirleitt sé boðið upp á kaffi og meðlæti eiga þessir fundir ekki að vera kaffisamsæti. Fundirnir eru eina tæki hlutahafa til að hafa bein áhrif á stefnu og stjóm fyrirtækisins. Fundimir eru einnig vettvangur upplýsingamiðlun- ar frá stjórnendum félagsins og hluthöfum gefst tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr. Þótt almennum hluthafa finnist hann ansi smár innan um stórlaxana, þá gelur hann látið í sér heyra á aðalfundi. Má læra af Svíum? Umræða á sér nú stað urn það hverjir muni eignast arftaka Verðbréfa- þings Islands: Kauphöll Islands. Talað er um að eigið fé Verðbréfaþings sé um 40 milljónir króna og því geti verið um nokkra hagsmuni að ræða. Verðbréfa- þing er sjálfseignastofnun sem hefur aflað sérteknameð aðildargjöldum þing- aðila, skráningargjöldum útgefenda verðbréfa og veltugjöldum. Forráða- menn kauphallarinnar í Stokkhólmi stóðu í þessum sömu spomrn fyrir nokkr- um ámm. Þeir leystu það með eftirfar- andi hætti. Hlutafé var skipt í tvo jafn- stóra hluta. Öðrum hlutanum var skipt meðal kauphallaraðila og hinum meðal útgefenda. Skiptingin var hlutfallsleg innan hvors hóps rniðað við gjöld sem greidd voru til kauphallarinnar síðustu fimm ár. Ekki mátti selja bréf milli hóp- anna en frjálst var að selja bréfin innan hvors hóps. Þetta gilti í þrjú ár. Að því loknu voru þessar hömlur afnumdar og bréfin skráð á hinni nýju kauphöll. At- kvæðisréttur var þó takmarkaður við 20% hjá hverjum hluthafa. Þróunin varð sú að ÖM-gruppen, sem var samkeppn- isaðili og með leyfi til kauphallarvið- skipta keypti smátt og smátt töluvert hlutafé og á síðasta ári sameinuðustþessi tvö fyrirtæki undir nafninu Stockholm Exchanges. Þannig má segja að þetta hafi verið markaðslausn sem féll vel að mark- aðinum. Upplagt væri að skipta núver- andi eigin fé Verðbréfaþings með ein- hverjum svipuðum hætti og að ofan er lýst, auka hlutaféð um 100% með útboði til almennings og skrá svo öll hlutabréf á kauphöllinni. Þannig fengju aðilar á markaðnum verulega stöðu í hinu nýja l'yrirtæki og almenningur einnig. Engin skíma Ef eitthvað er að marka fréttir virðast vinnubrögðin við sölu á fyrirtækinu Skímu-Miðheimum hf. upp spumingar. Sagt er að santningar hafi verið í höfn þegar seljandinn samdi í skyndingu og með leynd við þriðja aðila án þess að slíta samningunt við þann fyrri. Hafi menn ekki viljað selja Jóni Ólafssyni vissu þeir það væntanlega frá upphafi. ^Ftitstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri "ög' ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án l^leyfis útgefanda.________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.