Vísbending


Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 3
V ISBENDING Endalaus áhætta? / N Margslungin áhætta Markaðsáhœtta: Áhætta af verulegum verðbreytingum á markaði. Losunaráhœtta: Þegar markaðurinn getur ekki tekið við stórum skammti af vöru eða fjármagni án þess að verðbreytingar verði. Lausajjáráhœtta: Geta til að greiða skuldir á réttum tíma er skert. Mótaðilaáhœtta: Hættan á því að mótaðili geti ekki greitt skuldir sínar á tilteknum tíma. Endurfjármögnunaráliœtta: Þegar kostnaður fellur á einn aðila vegna þess að hann þarf að selja veðandlag til að greiða upp gjaldfallna skuld. Uppgjörsáhætta: Hættan á því að fá ekki afhenta vöru/þjónustu sem búið er að greiða. Pólitísk áhœtta og ríkjaáhœtta: Hættan á því að stjómvöld í einhverju ríki breyti reglum sem hafa verulega þýðingu fyrir fyrirtækið. Gjaldeyrisáhœtta: Hættan á gengisbreytingunt gjaldmiðla. Varnaráhœtta: Hættan á því að vamir gegn áhættu séu ekki nægjanlega góðar. Fjármögnunaráhœtta: Hættan áþví að fyrirtæki þitt geti ekki fjármagnað kostnað. Vaxtaáhœtta: Hættan á vaxtabreytingum. Rekstaráhœtta: Almenn áhætta í rekstri, mannleg mistök, gallar, svik, týnd skjöl, óhæf kerfi, kerfis- eða öryggisbrot og ýmiss konar stórslys. Lagaleg áliœtta: Hversu vel er gengið frá samningum? Eru santningar við fyrirtæki í erlendum ríkjum tryggir? Er hægt að fara í mál við þig erlendis þar sem lagalegt unthverfi kann að vera þér óhagstætt? Heildaráhœtta: Áhætta þegar viðskipti eiga sér stað í mörgum löndum á ólflcum tíma. Samþjöppunaráhœtta: Áhættan sem felst í þegar fákeppni rflcir á markaði. Kerfisáhœtta: Þegar vandamál á einum markaði eða í einni stofnun verða til þess að vandamál skapast í fjölda annarra sams konar markaða eða stofnana. V_____________________________________________________________J • • Oll fyrirtæki taka áhættu. Áhættan getur verið meðvituð eða ómeð- vituð, augljós eða ósýnileg. Það sem máli skiptir þó er að greina áhættuna og stýra henni. í rammanum hér á síðunni sjást nokkrar tegundir áhættu. Fara þarf yfir allan rekstur fyrirtækisins og meta hver áhættan er í hverjum þætti. Síðan þarf að fara yfir hvem áhættuþátt og meta nokkra hluti. Er áhættan svo mikil að hafa þurfi áhyggjur af henni? Er eitthvað hægt að gera til að verjast henni? Hversu mikið kostar að draga úr eða takmarka áhætt- una? Þegar staðreyndirnar liggja fyrir er kominn tími til að taka ákvarðanir. Ein ákvörðun er sú að gera ekkert. Önnur er sú að draga úr áhættunni eða verjast henni. Það er hins vegar verst þegar menn leiða áhættuna hjá sér eða hlífast við að taka ákvarðanir, hverjar sem þær kunna að vera. Raunsætt mat ikilvægt er að yfirmenn í fyrirtæki hugi vel að áhættu í rekstri þess. Þeir em ábyrgir og þeir eiga að ákveða hvaða áhættustig er viðeigandi fyrir fyrir- tækið. Áhættan af einni venjulegri ákvörð- un getur verð víðtæk en ef brugðist er við á eðlilegan hátt þá þarf hún ekki að vera óviðráðanleg. Til dæmis getur útflytjandi þurft að taka lán til að fjármagna sölu á erlendum markaði. Við þessar tiltölulega eðlilegu aðstæður tekur hann mótaðila- áhættu, gjaldeyrisáhættu og vaxtaáhættu. Vegna þess hversu flókið áhætlumynstur getur orðið til við einfaldar ákvarðanir verða stjórnendur að hafa þekkingu á áhættu og geta brugðist við henni á við- eigandi hátt. Viðbrögðum við áhættu má lflcja við það að búa sig undir hið óvænta. Hvað ef eitthvað gerist sem ekki hefur gerst áður? Innflytjendur minnast strands V íkartinds í fyira. Talið er að nokkur fjöldi þeirra hafi átt ótryggðan farm í skipinu. Þeir hinir sömu voru búnir að reikna það út að með því að spara sér vátrygging- ariðgjöld mættu þeir við einu og einu tjóni (nýleg málshöfðun hóps innflytjenda bendir þó til þess að tjónið hafi verið tilfinnanlegt, hugsanlega umfram það er þeir áætluðu). Þarna kann að hafa komið til óvænt en þó fyrirsjáanleg áhætta, þ.e. að við það að missa vörumar í fjöruna tapaðist ekki aðeins andvirði hennar, heldur þuiftu viðkomandi að leita ann- arrar fjármögnunar við kaup á nýjum vör- um, sem ella hefðu verið fjármagnaðar að hluta með tekjum af sölu. Nokkrar spurningar Til að meta áhættu er hægt að nota ýms- ar aðferðir. Sumir hafa komið sér upp tölvulíkönum sem spá fyrir um áhættu. Þessi líkön leysa þó stjómendur aldrei undan ábyrgðinni. Stjómendur ættu því að spyrja sig nokkurra spurninga til að freina áhættu sína: I Er hægt að greina áhættuna í rekstri? Hvert er eðli hennar og skilja menn hana? Hvernig er þessurn atriðum háttað þegar samspil áhættu er marg- þætt vegna mismunandi samþætting- ar greina í rekstri? B Er hægt að gefa áhættunni einkunn með ákveðnum aðferðum? ■ Er hámarkstjón þekkt? ■ Eruákvarðanirbyggðarááreiðanleg- um og tímanlegum upplýsingum? • Er áhætta rnikil í samanburði við veltu og hver yrðu áhrif tjóns á rekstrar- og efnahagsreikning? ■ Er áhættunni dreift? • Hvenær er áhætta til staðar? ■ Er áhætta tekin einu sinni eða rnarg- oft? ■ Eru til leiðir til að draga úr áhættunni eða að verjast henni? ® Hver er kostnaðurinn/hagnaðurinn við að draga úr áhættunni eða að verj- ast henni? • Eru skil á milli kaup- eða söludeilda og deilda sem sjáum áhættustýringar? • Erskýrmunuráaðgerðumtil aðdraga úr eða verjast áhættu og spákaup- mennsku? ■ Hefur fyrirtækið stefnu í áhættustýr- ingu? Fellur hún undir ábyrgðarsvið háttsetts yfirmanns? B Er stefnan yfirfarin reglulega til að bregðast við breytingum? ■ Hverákveðurhvort kaupa skuli vamir gegn áhættu? B Er nægt eftirlit með áhættustýring- unni sjálfri? ■ Er starfslið meðvitað um áhættu? I Eru laun tengd áhættu? • Hvað knýr starfsliðið áfrarn? Hvetur pressa frá yfirmönnum eða launakerfi starfsmenn til að taka áhættu, jafnvel án þess að það sé heimilað? B Geta yfirmenn spurt spurninga og jafnvel gefið í skyn að þeir skilji ekki starfsemi fyrirtækisins? B Eru áætlanir um viðbrögð við stór- slysurn yfirfarnar reglulega? ■ Eru yfirmenn stoltir af yfirbragði rekstursins og siðferði starfsfólks? B Læra þeir af mistökum? Framhald á st'ðu 4 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.