Vísbending


Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING Hvenær springur Netbólan? ITómas Örn Kristinsson reks t rarh agfræð i n g ur Ofurtrú fjárfesta á Internet- fyrirtækjum virðist nú taka út yfir allan þjófabálk. Þótt öllum hljóti að vera ljós sú bylting sem Internetið hefur valdið og þá renni grun í þær breytingar sem fram undan eru, virðist sem tilfinningar fjárfesta yfirgnæfi skynsemina. Talað er um nýjan efna- hagslegan veruleika og sífellt klifur markaðarins virðist engan enda ætla taka. En það er fátt nýtt undir sólinni. Verðbólur eru álíka gamlar skipulegum viðskiptum með verðbréf og nægir að nefna „túlípanabóluna" í Hollandi sem gekk yfir í byrjun 17. aldar en hún fór nokkum veginn saman við opnun fyrstu kauphallarinnar í Amsterdam. Það þarf þó ekki endilega að leita langt aftur í gráa forneskju til að finna dæmi um slíkar bólur. Líftæknibólan á níunda áratugn- um og „tronics“-bólan á þeim sjöunda ættu að vera nægjanlega nærri í tíma til að menn geti borið saman þróunina. Líftæknibólan / Iupphafi níunda áratugarins fóru líf- tæknifyrirtæki mikinn. Ný tækni á sviði erfðafræði og líftækni boðaði byltingu í heilbrigðismálum. Boðuð var lækning við krabbameini og ýmsum þeim mein- semdum sem hrjáð hafa heiminn um aldir. Endalaus auðlegð gat fylgt í kjölfarið og því lá mikið við að vera fyrstur á markað og þeir fjárfestar sem stukku snemma á vagninn sáu fyrir sér ævintýralegan hagnað af hlutabréfa- viðskiptum. Fyrsta varan sem kom á markaðinn og boðaði nýja blómlega tíð var lyfið Interferon sem sett var á markað 1980 en því var ætlað að sporna við krabbameini. Sérfræðingar spáðu milljarðsveltu (í Bandaríkjadölum) strax á öðru ári en í raunveruleikanum náði salan sjö árum síðar, 1989, aðeins um 200 milljónum dala. Algengt var að V/H- hlutfall þessara fyrirtækja næði 100 eða hærra og í stöku tilfelli var markaðsvirði jafnvel 50 sinnum hærra en velta við- komandi fyrirtækis á einu ári. Loftið fór úr bólunni við verðbréfahrunið í október 1987 og náðu þessi fyrirtæki ekki að rétta úr kútnum á sama hátt og önnur fyrirtæki eftir hrunið. Gengi hlutabréfa Genentech, sem var talið Ilaggskipið í þessum flota líftæknifyrirtækja, fór hæst í 65 Bandaríkjadali 1987 en 1989 var gengið um 18 Bandaríkjadalir. „Tronics“-bólan Um og eftir 1960 gekk „tronics“-bólan yfir. Bólan ernefnd eftirþví fyrirbæri að flest fyrirtæki sem spruttu upp á þessum tíma hétu nafni sem minnti á hátækni, nafni sem endaði gjarnan á „tronics“ eða „sonics“. Þetta var við dögun tölvualdar og tröllatrú fjárfesta árafeindatækni ýmiss konarleiddi marga í ógöngur. Fjöldi fyrirtækja nýtti sér ástandið, stundum í ekki allt of heiðar- legum tilgangi, til að fjármagna sig. Dæmi voru um að fyrirtæki sem hvergi komu nærri rafeinda- eða tæknibúnaði tóku upp nýtt nafn með „tronics“ í heitinu og buðu síðan hlutabréf til sölu með óeðlilega góðum árangri. Fjárfestar virtust vera óseðjandi í þorsta sínum eftir nýjum og spennandi tækifærum. Markaðurinn brást við þessari eftir- spurn með miklum glæsibrag, á tíma- bilinu 1959 til 1962komuframfleiriútboð nýrra fyrirtækja á markað en nokkurn tíma áður. Um þessa bólu fór þó eins og um þær allar, þær springa eða hjaðna að lokum. Nefna má dæmi um rafeinda- fyrirtæki sem í mars 1961 bauð út hlutafé á genginu 5,5. A fyrsta degi viðskipta á markaði fór gengið í 12,25 og fór hæst á því árinu í 24,5. Eftir hrunið sem varð um mitt ár 1962 var gengið rétt tæplega 2. Eftirlitsaðilamir arna mætti ætla að eitthvað hafi brugðið út af hjá Verðbréfaeftirlitinu (Securities and Exchange Commission, SEC) en því var þó ekki alltaf svo farið. Vissulega voru þó nokkur dæmi um að viðhöfð væru glæpsamleg vinnubrögð og einnig var álag á starfsmönnum eftirlitsaðilans mjög mikið þegar ný útboð helltust yfir en fjárfestar áttu sennilega stærstu sökina. Til að mynda var ekki óalgengt á þessum tíma að á forsíðu útboðslýsingar stæði með stóru og feitu letri eftirfarandi: Aðvörun: Þetta fyrirtæki á engar eign- ir, hefur engar tekjur og mun ekki geta greitt út arð í fyrirsjánlegri fram- tíð. Hlutabréfin eru mjög áhættusöm. Og ef þetta fælir menn ekki frá fjár- festingu, hvað þá? „Meiri-bj ána-kenningin“ ví er stundum haldið fram að svo- kölluð „greater fool theory" („meiri- bjána-kenning“) sé ástæðan fyrir þessum bólum en hún gengur út það að fjárfestar telji að það séu til enn meiri bjánar en þeir sjálfir og að þeir muni halda áfram að fæða ferlið sem felst í því að kaupa stöðugt bréf og stuðla þannig að verðhækkun. Þegar þetta á sér stað er ekki hægt að tapa á fjárfestingunni. Vandinn felst helst í því að greina nægjanlega snemma vænlega fjárfest- ingarkosti og stökkva á þá og láta síðan hina bjánana um að sprengja verðið úr hófi fram. Síðan þurfa menn að finna heppilegan tíma til að stökkva af lestinni. Þetta síðasta er auðvitað það sem erfiðaster, bæði kitlarþað alltaf að verðið gæti farið örlítið hærra og síðan hangir það sífellt yfir mönnum að fallið, sem kemur að lokum, verður yfirleitt fyrir- varalaust og mjög hratt, yfirleitt svo hratt að ekki verður við neitt ráðið. Þessi kenning er svo sem ekki verri en hver önnur og sennilega á eftir að reyna nokkrum sinnum á hana á komandi áratugum. Netbólan nternetið hefur náð að gjörbreyta heimsmyndinni á örfáum árum. Netinu hafa einnig fy lgt nokkurs konar Mídasar- áhrif, þ.e. að allt sem Netið snertir verði að gulli, eða svo mætti ætla. Allt þetta gull slær glýju í augu almennings og enginn er maður með mönnum nema hann sé hluthafi í a.m.k. einu upp- (Framhald á síðu 4) Tafla 1 Alls Internet- Hugbún./ Vélbún- Samskipti fyrirtæki þjónusta aður Fjöldi í flokki 50 19 16 11 4 Meðalaldur fyrirtækja 14,5 7,2 12,4 21,9 37,0 Fjöldi starfsmanna 944.779 37.775 97.095 606.409 203.500 Fjöldi með hagnað 30 8 10 10 2 Fiöldi með taD 20 11 6 1 2 Tekjur í milljónum USD 346.678 13.180 33.103 208.592 91.803 Hagnaöur í milljónum USD 41.172 840 9.169 25.935 5.228 Markaðsvirði milljónum USD 2.609.908 373.213 611.442 1.254.457 370.796 V/H-hlutfall 63.4 444,3 66,7 48,4 70,9 Tekjur á starfsmann í m. USD 0,367 0,349 0,341 0,344 0,451 Haqnaður á starfsm. ( m. USD 0,044 0,022 0,094 0,043 0,026 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.