Vísbending


Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Krónan og evran: Hvor hentar betur? Þorvaldur' Gylfason prólessoi' Það er ekki hægt — og hefur aldrei verið hægt! — að fullyrða neitt um það í eitt skipti fyrir öll, hvers konar gengisskráningarfyrirkomulag henti bezt á íslandi eða annars staðar. Stundum er fast gengi skynsamleg lausn, stundum fljótandi gengi. Þess vegna kjósa sumar þjóðir fast gengi og aðrar fljótandi. Valið fer eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma. ísland, Evrópusambandið Island er einmitt ágætt dæmi um þetta. Það var skynsamlegt á 7. áratugnum að fella gengi krónunnar nokkrum sinnum eins og gert var, því að gengis- fallið var nauðsynlegur liður í fráhvarfi frá haftabúskap áratuganna á undan, allar götur frá 1927. Afnám útflutnings- bóta og stórfelld lækkun innflutnings- tolla þurftu að haldast í hendur við gengislækkun krónunnar til að halda greiðslujöfnuði þjóðarinnar í þokkalegu horfi. An meðfylgjandi gengislækkunar hefðu efnahagsumbætur viðreisnar- stjórnarinnar leitt til mikils halla á erlendum viðskiptum og gjaldeyris- kreppu og sett hagkerfið allt á annan endann. Það var með líku lagi skynsamlegt á 9. áratugnum að fylgja fastgengis- stefnu, því að þá var baráttan við verð- bólguna brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjómar. Bæði rök og reynsla víðs vegar að sýna, að það er yfirleitt ekki vinnandi vegur að hemja mikla verð- bólgu öðruvísi en með því að geimegla gengið, á meðan verðbólgan er að hjaðna. Raungengi krónunnar hækkaði að vísu, á meðan á þessu stóð, svo að útflutningur og samkeppnisiðnaður og -þjónusta komust í kröggur, en því verði varð að kaupa hjöðnun verðbólgunnar. Það má raunar færa gild rök að því, að gengisfellingarnar á 7. áratugnum haft átt nokkurn þátt í því, að verðbólgan fór úr böndunum á 8. og 9. áratugnum. Þar var þó ekki við gengisfellingarnar að sakast í sjálfum sér, heldur hitt, að þeim var ekki fylgt eftir með nógu öflugu mótvægi í ríkisfjármálum og peninga- málum, en við skulum ekki fara nánar út í þá sálma hér. Evrópusambandið er einnig ágætt dæmi um kosti og galla fasts og fljótandi gengis. Sambandið festir gengi gjald- miðla aðildarlanda sinna inn á við til að færa sér í nyt kosti fasts gengis og forðast galla fljótandi gengis. Á sama tíma lætur Sambandið evruna eigi að síður fljóta á alþjóðagjaldeyrismörkuð- um gagnvart Bandaríkjadollara, jeni og öðrum gjaldmiðlum—einmitt til að nýta sér kosti fljótandi gengis og forðast galla fastgengis. Bandaríkjamenn hafa alveg sama háttinn á: gjaldmiðillinn er hinn sami um allt landið, svo að gengið er fast inn á við, en það flýtur út á við á alþjóðamörkuðum. Það er engin þver- sögn í þessu. Málið er þetta: hvoru tveggja fyrir- koinulaginu, föstu gengi og fljótandi, fylgja bæði kostir og gallar. Stöðugleiki, sveigjanleiki Kostir fastgengis eru stöðugleiki í gengismálum, sem ýtir undir erlend viðskipti og fjárfestingu og glæðir með því móti hagvöxt til langs tíma litið og heldur auk þess aftur af verðbólgu. Gallar fastgengis eru á hinn bóginn fólgnir í skorti á sveigjanleika í hagstjóm, þegar í harðbakkann slær. Það getur komið sér vel að eiga kost á því að leyfa genginu að fljóta, eins og fjölmörg dæmi sanna. Látum eitt dæmi duga hér. Atvinnu- leysi er nú um helmingi minna í Bretlandi (6% af mannafla) en í Frakklandi (11%). Þetta stafar meðal annars af því, að Bretar leyfðu gengi pundsins að síga verulega á sínum tíma gagnvart þýzka markinu, á meðan Frakkar hafa haldið gengi frankans stöðugu gagnvart markinu. Hitt skiptir einnig miklu máli, að Bretar hafa dregið úr miðstýringu á vinnumarkaði, en Frakkar ekki. Fastgengisstefna Frakka hefur ásamt ósveigjanlegu vinnumarkaðsskipulagi hægt á þjóðarbúskap þeirra og bitnað á atvinnu. Efasemdir Breta, Dana og Svía um ágæti evrunnar til heimabrúks helgast einmitt af ótta þeirra við það, að aðild að Myntbandalagi Evrópu (EMU) myndi rýra getu þeirra til að takast á við atvinnuleysisvandann heima fyrir. Austurríkismenn líta málið öðrum augum, þótt þeir búi við svipað vinnu- markaðsskipulag og Svíar: Austurríkis- menn gengu inn í Sambandið eins og Svíar árið 1995 og ákváðu síðan hiklaust að taka upp evruna í þeirri von, að sá agi, sem fylgir aðild að Myntbanda- laginu, myndi draga úr miðstýringu á vinnumarkaði og stuðla að sveigjanlegri launamyndun með því móti. Ágreining- urinn snýst sem sagt um það, hvort eigi að koma á undan: umbætur á vinnu- markaði eða óafturkallanleg gengis- festa. Svíar treysta því ekki, að innviðir sænsks efnahagslífs séu nógu sveigjan- legir til að lagast að breyttum aðstæðum í gengismálum. Skoðun Austurríkis- manna er á hinn bóginn sú, að innviðir austurrísks efnahagslífs, þar á meðal hegðan verklýðsfélaga og vinnuveit- enda, hljóti að lagast að breyttum aðstæðum. Þessar tvær skoðanir þurfa ekki endilega að stangast á: Svíar gætu haft rétt fyrir sér til skamms tíma og Austurríkismenn til langs tíma litið.' Kostir fljótandi gengis eru hinir sömu og kostir frjáls verðlags yfirleitt: frjálst gengi tryggir jafnan mesta hagkvæmni í notkun erlends gjaldeyris. Auk þess veitir fljótandi gengi stjórn- völdum svigrúm til að haga stjórn innlendra peningamála, þar á meðal vöxtum, eftir þörfum efnahagslífsins innan lands, en fast gengi sviptir þau þessu frelsi: það neyðir þau til að laga innlenda vexti að vöxtum erlendis til að halda genginu föstu. Kanada, Ástralía og Nýja- Sjáland eru dæmi um tiltölulega lítil, opin hagkerfi, sem hafa leyft gengi gjaldmiðla sinna að fljóta langtímum saman og notið góðs af sveigjan- leikanum og sjálfstæðri peningastjórn að eigin dómi. Hængurinn er hins vegar sá, að fljótandi gengi hættir til þess að rjúka upp og niður á víxl, langt umfram verð á vöru og þjónustu, meðal annars vegna spákaupmennsku. Miklar geng- issveiflur geta truflað erlend viðskipti, fjárfestingu og hagvöxt. Þegar öllu er til haga haldið, ætti það því að vera auðskiljanlegt, hvers vegna sumar þjóðir kjósa fast gengi og aðrar fljótandi — og hvers vegna ein og sama þjóð getur kosið fast gengi á einum tíma 9g flotgengi á öðrum, eins og við Islendingar höfum gert. Frj álsir fj ármagnsflutningar Til skamms tíma stóð valið í gengis- málum á milli fasts og fljótandi gengis og fjölmargra millikosta. Þeirra á meðal eru færanlegur hæll (e. adjustable peg), skriðhæll (e. crawling peg) og gruggugt flot (e. dirty float). Menn gátu því valið um margar ólíkar leiðir til að festa gengið mismikið eftir smekk og þörfum og einnig um ólíkar leiðir til að leyfa því að fljóta innan tiltekinna marka eða óhindrað. Lengi vel mátti skipta löndum heimsins í þrjá nokkum veginn jafnstóra hópa: fastgengishóp, millihóp og flotgengishóp. En heimurinn hefur breytzt. Með frjálsum fjármagnsflutningum á milli landa eru gengisskráningarkostirnir, sem eftir eru, í raun og veru aðeins tveir til langs tíma litið: (a) blýfast gengi, svo fast, að gengis- breyting er nánast óhugsandi, og eina færa leiðin til þess er að kasta (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.