Vísbending


Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) eigin mynt fyrir róða og taka upp erlenda mynt eins og til dæmis evruna, eða hugsanlega stofna myntráð (e. Currency Board) eins og gert hefur verið til dæmis í Argentínu, Eistlandi og Hong Kong, og á hinn bóginn (b) alfrjálst gengi, sem rís og hnfgur eftir því, hvernig kaupin gerast á eyrinni, án íhlutunar stjórnvalda. Það, sem hefur gerzt, er þetta: það er ekki lengur með góðu móti hægt að verja veikan gjaldmiðil gegn áföllum, þegar millilandaviðskipti með gjaldeyri eru al frj áls. Þegar gjaldmiðill stendur höllum fæti (þ.e. gengi hans er of hátt skráð), þá sjá menn sér hag í að kaupa gjaldeyri í stórum stíl, af því að hann er ódýr, til þess eins að selja hann aftur með hagnaði, þegar gengi innlenda gjald- miðilsins er fallið. Það, sem er nýtt, er, að nú hafa menn víða um heiminn næstum ótakmarkað svigrúm til að gera áhlaup á veika gjaldmiðla, því að mönnum er nú frjálst að flytja gjaldeyri yfir landamæri eftir vild. Það var ekki hægt áður. Lögin leyfðu það ekki. Þjóðir, sem reyna að verja veika gjaldmiðla falli, tapa jafnan á því, oft miklum fjárhæðum, eins og til að mynda Taílendingar fengu að kenna á sumarið (Framhald af síðu 2) rennandi Internetfyrirtæki. Þessi áhugi almennings (og reyndar sjóðstjóra af ýmsu tagi) hefur leitt til þess að eftirspurnin eftir hlutabréfum í fyrir- tækjum sem starfa á þessu sviði hefur orðið gríðarleg. Eftirspurnin hefur síðan spanað upp verðið og nú er svo komið að í flestum tilfellum er verðið langt fyrir ofan allt velsæmi. Tímaritið Fortune hefur sett saman vísitölu til að hægt sé að mæla árangur fyrirtækja sem starfa á þessu sviði. Þarna er ekki aðeins um að ræða hrein Internetfyrirtæki heldur einnig fyrirtæki sem tímaritið telur vera nauðsynleg til að hin þrífist. Þannig mynda þekkt nöfn frá fyrri tíð vísitöluna t.a.m. AT&T og IBM, ásamt Microsoft. Tafla 1 sýnir lauslega samantekt á nokkrum þeim mælikvörðum sem hægt er að nota við mat á þessum fyrirtækjum sem fjárfestingarkostum. Til einföldunar eru aðeins sýndir flokkar fyrirtækja samkvæmt flokkun Fortune og eru reiknaðar heildartölur fyrir hvern flokk og V/H-hlutfall, tekjur á starfsmann og hagnaður á starfsmann reiknað af þessum heildartölum. Það sem vekur mesta eftirtekt er að V/H-hlutfall Internetfyrirtækjanna er 444,3 en það er meðaltalið! Það vekur einnig athygli að tekjur á hvem starfsmann í flokki netfyrirtækja eru áþekkar tekjum í öðrum flokkum sem bendir til þess að rökin um að hægt sé að ná meiri hagræðingu í rekstri hjá netfyrirtækjum en öðrum fyrirtækjum standist ekki að fullu. 1997 og Brasilíumenn nokkru síðar, í ársbyrjun 1999. Þetta er þó ekki alveg einhlítt, því að Hong Kong tókst með óvenjulegum hætti að verja gengi Hong Kong dollarans í kreppunni, sem gekk yfir Asíu 1997-1998. Þeir gerðu þetta með því að kaupa innlend hlutabréf í stórum stíl fyrir almannafé og forða hlutabréfamarkaðinum í borgríkinu þannig frá hruni. Með þessu móti tókst þeim að koma í veg fyrir stórfelldan fjárflótta, sem hefði neytt þá til þess að fella gengið. Hong Kong er undantekning. Almenna reglan er sú, að þjóðir, sem búa við frjálsa fjármagnsflutninga og vilja halda í eigin gjaldmiðil, þurfa að leyfa gengi hans að fljóta til langs tíma litið. Kjósi menn heldur fast gengi til lengdar með frjálsum fjármagnsflutning- um, þá verða menn að taka upp erlendan gjaldmiðil og láta eigin mynt sigla lönd og leið. Eina færa leiðin til að tryggja stöðugleika eigin þjóðmyntar til lengdar er að leggja hana niður — eða réttar sagt: deila henni með öðrum. Einmitt þannig er evran hugsuð. 1 Sjá: Axel Hall, Gylfí Magnússon, Gylfi Zoega, Sigurður Ingólfsson, Sveinn Agnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, „Áhrif EMU á íslenskan vinnumarkað”, Fjármálatíðindi, fyrra hefti 1998, bls. 29-52. Hagfræðingar og ýmsir aðrir hafa lent í hinum mestu erfiðleikum við að útskýra hvað veldur þessu ástandi. Bæði er að núverandi bóla hefur vaxið óvenjulengi og einnig vilja menn sjálfsagt síst verða valdir að því að fella markaðinn með ummælum sínum. Því hafa sumir gripið til þess ráðs að tala um að einhverjir nýir kraftar séu hér að verki, gömlu efnahagslögmálin eigi ekki lengur við, o.s.frv. Þetta er auðvitað óskhyggja. Kraftarnir sem hér eru að verki eru tiltölulega auðþekktir. Venjulega hníga hagsveiflur þegar laun hækka sem leiðir til lægri hagnaðar fyrirtækjanna en nú hagar þannig til að umframframleiðslu- geta er til staðar í heiminum sem veldur því að verðlag hækkar ekki og launa- hækkanir hafa til þessa verið bornar uppi af framleiðniaukningu. Uppsveifl- an leiðir til meiri fjárráða hjá einstakling- um, fyrirtækjum og sjóðum, sérstaklega lífeyrissjóðum (sem njóta hækkandi launa hlutfallslega). Þessir aðilar leita inn á verðbréfamarkaðinn eftir fjárfest- ingarkostum. Mikil eftirspurn leiðir til verðþenslu og síðan bætist við hagnað- ur af spákaupmennsku og nýfenginn auður eigenda Internetfyrirtækjanna. Þetta spennir upp bogann og spumingin er ekki hvort hann bresti heldur hvenær. Heimildir: A Random Walk Down Wall Street, 5.ed., Burton G. Malkiel, Norton, 1990. Http://www.fortune.com Aðrir sálmar ____________________________________ ( : " n Imynd eða ímyndun? Fyrir margar stéttir skiptir það máli hvað aðrir hugsa um þá. Leikarar fá hlutverk sem „passar þeim“. Leikkonan sem lék vondu hjúkrunarkonuna í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu kvartaði undan því að fá aldrei eftir það almenni- legt hlutverk. Hún var orðin „illmenni" í hugum fólks. Bessi Bjarnason reyndi fyrir sér í alvarlegum hlutverkum en það gekk ekki upp; á dramatískum augna- blikum kom hann inn á sviðið og salurinn sprakk úr hlátri áður en hann hafði sagt eitt einasta orð. Hvorugt dæmið segir nokkuð um leikhæfileika heldur einung- is hvaða eiginleika áhorfendur tengdu þessum ágætu leikurum. Önnur stétt manna á allt sitt undir því hvað fólki finnst um þá. Það er stjómmálamenn. Eitt það versta sem fyrir stjórnmálamann getur koinið er þegar öllum almenningi finnst hann leiðin- Iegur. Enn verra er þegar fólk hefur það á tilfinningunni að pólitíkus sé falskur, þótt reyndar hafi stéttin í heild á sér orð fyrir að segja eitt í dag og annað á morgun. Dæmin sanna að menn geta náð miklum árangri og frama þótt þeir hafi orðspor af þessu tagi. Fyrir forseta- kosningarnar 1968 var ímyndarsmiðum falið að hanna hinn „nýja Nixon“ rétt eins og um væri að ræða nýja árgerð af bifreið. Salan tókst. En auðvitað geta leiðinlegir menn haft aðra kosti, t.d. dugnað. Þótt falsið drjúpi af Clinton Bandaríkjaforseta þá verður því ekki neitað að hann hefur oft verið ötull talsmaður viðskiptafrelsis og þannig á hann drjúgan þátt í áframhaldandi vel- megun í Bandaríkjunum. Ein leiðin fyrir stjórnmálamenn væri náttúrlega að vera heiðarlegir og duglegir. En það er miklu auðveldara að hafa góðan ímyndarsmið. Fyrirtæki leggja líka mikið upp úr ímynd. I erlendum tímaritum sjást myndir frá fyrirtækjum í efnaiðnaði þar sem sýnd er óspillt náttúra og fyrirtækin lofa að leggja sig öll fram um að vemda gróður- perlur. Astæðan er sú að viðskiptavinir forðast fyrirtæki sem hafa á sér illt orð. Vitur maður sagði: „Gerðu það sem gera þarf, gerðu það vel og láttu aðra vita af því.“ Því miður stytta allt of margir sér leið beint að hinu síðastnefnda. V J ARitstjóm: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og\ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._________________ Ný efnahagslögmál 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.