Vísbending


Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. maí 2004 19. tölublað 22. árgangur Samkeppni um framleiðni Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði á aðal- fundi samtakanna í byrjun maí að framleiðni á íslandi hefði aukist um 8- 9% á síðastliðnum tveimur árum. Sam- kvæmt rannsókn World Economic For- um hefur ísland verið að sigla upp listann yfir samkeppnishæfni þjóða, úr tólfta sæti í það áttunda á síðasta ári. Þetta verður að teljast gott afrek en afrekið verður ekki síður athyglivert þegar haft er í huga að árið 1998 var Island í 24. sæti, stökkið er því talsvert (sjá VIs- bending - Islenskt atvinnulíf, 6. tbi. 2003,). Að mörgu leyti er villandi að líta á þennan samanburð eins og um sam- keppni sé að ræða þar sem betri árangur eins lands er yfirleitt ekki á kostnað ann- ars. Samanburðurinn er þó líklegur til þess að ýta undir viðleitni þjóðar til að auka framleiðni sem er grunnþáttur sam- keppnishæfninnar. Einnig er mikilvægt að athuga að aukin samkeppni er tals- vert miki lvægur þáttur í því að auka fram- leiðni, sumir segja jafnvel lykilþáttur. Þetta er ekki síst áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um sam- keppni og eignarhald á fyrirtækjum. Samkeppnishæfni IMD-háskólinn í Sviss gefur einnig út mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða og þar lendir Island enn ofar en á lista World Economic Forum eða í fimmta sæti. Vísindalegt gildi þessara rann- sókna er kannski ekki verulegt en þær gefa ágætar vísbendingar um stefnu og þróun þjóðfélags. Verslunarráð íslands hefur bent á að með því að lækka skatta, minnka ríkisumsvif og stuðla að aukinni erlendri fjárfestingu og milliríkjavið- skiptum ætti Island enn að geta klifrað nær toppinum á listanum. Staða íslands og stökk á milli ára í samanburðarrannsóknum á samkeppn- ishæfni bera þess merki að miklar betr- umbætur hafi átt sér stað í íslensku við- skiptaumhverfi og að staðan sé þrátt fyrir allt ntjög góð. Margar þessara úr- bóta má þakka kerfisbreytingum. Ríkið hefur slakað á klónni á hinum frjálsa markaði, t.d. með einkavæðingu bank- anna og lækkun skatta, þó að ýmsum finnist gripið enn sársaukafullt og lítið hafa gerst til aukins frjálsræðis síðustu misserin, stofnanaumhverfið hefur styrkst, fjármálaumhverfið eflst, fyrir- tækjum vaxið fiskur urn hrygg, vinnu- markaðurinn orðið sveigjanlegri og svo mætti áfram telj a. I þessu felst gríðarlegur ávinningur sem gerir vonir þjóðarinnar um farsæla framtíð mun betri en ella. Þó er rétt að hafa í huga að stökkin sem fólgin eru íkerfisbreytingu erí sjálfu sér ekki hægt að endurtaka. Margir hag- fræðingar eru einnig á því að sú upp- sveifla sem hefur skapast á síðustu árum sé ekki að öllu leyti kerfisbreytingum að þakka heldur liggi miklu frekar „há- keynísk" eftirspurnarstjórnun að baki sem hafi einungis tímabundin áhrif. Framleiðni Markmið kerfisbreytinga og flestra þeirra þátta sem notaðir eru til þess að mæla samkeppnishæfni þjóða snýst fyrst og fremst um að auka framleiðni, út á það gengur leikurinn í sinni einföldustu mynd. Framleiðni felur í sér hæfni til að (Samkeppnishœfni íslands (sœtisnr.)^j ÍFramleiðni vinnuafls 2002-3004 4 10% 2% ll 2002 2003 Heimild: Samtök atvinnulífsins________ 2004 framleiða sífellt meiri verðmæti með minni tilkostnaði eða betri nýtingu fram- leiðsluþátta. Sífellt skynsamlegri notk- un lands, fjármagns, vinnuafls og ekki síst þekkingar leikur þar lykilhlutverk. Landið og miðin hafa verið vel nýtt á íslandi og stundum ofnýtt og þó að enn sé hægt að reyna að moka nýjurn tegundum upp úr sænum og virkja til fjalla er svigrúmið til frekari aðgerða orð- ið mjög takmarkað. Nýting vinnuaflsins er einnig slík að ekki er mikið svigrúm fyrir frekari aukningu, óvíða er vinnu- þátttaka meiri og hver sá sem vettlingi getur valdið vinnur svo lengi sem hann getur staðið uppréttur. Aðgangur að fjármagni er orðinn slíkur að hægt er að fara í viðtal við bankann að rnorgni og yfirtaka stórfyrirtæki að kvöldi, enda hefur skuldasöfnunin blásið út svo að ekki er vogandi að leggja meira á herðar fyrirtækja og almennings. Auðvitað er hugsanlegt að það sé hægt að nýta fjármagnið sem er í umferð ólíkt betur en það leiðir hugann að því sem kannski mætti kalla fjórðu auðlindina en það er þekking. Það er ef til vill ofsögum sagt að þekking sé vannýtt auðlind á Islandi en þó er svigrúmið til betrumbóta og stökkbreytinga fyrir þjóðfélagið aug- Ijóslega langmest þar. Það er líka ágætt því að sú auðlind getur haft veruleg áhrif á nýtingu hinna auðlindanna. Stærsta stökkbreytingin gæti svo orðið afleiðing þess þegar þekkingu er beitt á þekkingu. Samkeppni Auðlindir eru í sjálfu sér ekki mikið hreyfiafl framfara. Eitthvað þarf að gerast til að auðlindir séu vel og sífellt betur nýttar. Um það snýst aukin fram- leiðni. Miðstýrðar ákvarðanir sem miða að því að nýta betur auðlindir hafa stundum virkað og jafnvel verið nauð- synlegar en oft og tíðum hafa þær einnig verið mjög vanhugsaðar og leitt þjóðir til glötunarenekki til glæstrarframtíðar. Mönnum hefur orðið það æ betur ljóstað markaðurinn sjálfurermun betra hreyfiafl en einhver miðstýrð aflstöð. (Framhald á síðu 4) 1 Aukin framleiðni er lykil- atriðið hvað varðar sam- keppnishæfni, drifkraftur- inn er samkeppni. 2 Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingur dregur í efa ágæti þess að skipta starf- semi bankanna upp. 3 Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur tjallar um fjármálakreppuna í Japan. Hann dregur upp mynd af 4íslenska bankakerfinu til samanburðar og spyr hver áhrifin yrðu á Islandi í svipuðum hremmingum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.