Vísbending


Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) samfélagið. Vöntun áfjármagni gæti við aðstæður sent þessar orðið slík að lánshæfi íslenska ríkisins erlendis yrði í uppnámi og mjög bágborið ekki síður en fjármálakerfisins. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem íslenskt efnahagslíf stæði frammi fyrir við slíkar aðstæður. Víti til varnaðar Tölulegur samanburður við Island h vað ástand á fj ármálamarkaði varð- ar er í sjálfu sér ekki raunhæfur þar sem um ólíka mynd efnahagsmála er að ræða. Má í því sambandi nefna smæð íslenska hagkerfisins, einhæfni atvinnuvega og fleira. Höfundur hefur hins vegar ekki trú á að útlánabækur innlends bankakerfis innihaldi óeðlilega mikla áhættu þrátt fyrir að eignaverð hafi vaxið mikið á síðustu árum sem og útlán banka- kerfisins. Það er hins vegar full ástæða til að fara varlega enda segir sagan okkur að á tímum sem þessum - þ.e. þegar bjartsýni ríkir um framtíðina og eigna- verð vex hratt - verði til efni viður í timb- urmenn morgundagsins. Heimildir Hoshi, Takeo and Kashyap, Anil K., “Japan's Financial Crisis and Economic Stagnation”: The Journal of Economic Perspectives, Winter 2004, Vol. 18, Number 1. Bank of Intemational Settlements - ýmsar greinar og tölulegar upplýsingar OECD - ýmsar yfirlitsgreinar og tölulegar upplýsingar Aðrir sálmar (Framhald af síðu 1) Eftir reynslu tíunda áratugarins og um- breytingartímabil fyrrum Sovétríkjanna hafa flestir þó áttað sig á að þessi mál snúast ekki um annaðhvort eða; að einhverju leyti hefur þróunarstig þjóð- félags, tímasetning og fleira áhrif sem gerir það að verkum að miðstýring og markaður geta stutt hvað annað þó mismikið eftir því hvar í ferlinu þjóðir eru. Hins vegar dylst engum að sam- keppni leikur lykilhlutverk í því að ýta undir betri og skynsamlegri nýtingu auðlinda, þó að það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Samkeppni gerir það að verk- um að skilvirk og árangursrík fyrirtæki geta náð markaðshlutdeild af óskilvirk- um fyrirtækjum sem verða þá annað- hvort að bæta sig eða fara út af mark- aðinum ella. Fyrirtæki í einokunarað- stöðu og fákeppni hafa miklu minni hvata til þess að gera betur en fyrirtæki á samkeppnisntarkaði. Afleiðingin er sú að vörur og þjónusta verður sífellt ódýr- ari og/eða betri og það skapast svigrúm fyrir eftirspurn eftir nýjum vörum og þjónustu. Þættir sem standa í vegi fyrir samkeppni, sem eru yfirleitt fólgnir í umfangi ríkisins, t.d. aðgönguhindranir fyrir ný fyrirtæki eða erlend fyrirtæki, standa þannig í vegi fyrir aukinni fram- leiðni og auknu ríkidæmi þjóðar. Mælikvarðinn Þjóðir eru ekki beint í samkeppni en mælikvarðar um samkeppnishæfni gera það að verkum að viljinn til að breyta til batnaðar verður meiri. Það eru hin óbeinu áhrif samanburðarins sem leiða til þess að menn vilja gera betur og haga sér eins og í samkeppni þó að áhrifin verði aldrei í líkingu við það sem gerist þegar um raunverulega sam- keppni er að ræða, þegar hlutirnir snúast um líf og dauða eins og á fyrirtækja- markaði. I þessu ljósi virðist frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum ekki svo vitlaust, jafnvel djúphugsað ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ríkisrekstur á fjölmiðlamarkaði er stór þröskuldur fyrir ný fyrirtæki og aukna samkeppni. Einnig er það áleitin spurning hvaða áhrif smæð fyrirtækja á Islandi hefur á mögu- leika þeirra til þess að taka þátt í alþjóð- legri samkeppni. Þá verður til ákveðin hugmyndafræðileg þversögn þar sem minni samkeppni á heimamarkaði getur skapað samkeppnishæfni fyrirtækisins og leitt þannig til þeirrar framleiðni- aukningar sem væri annars markmið samkeppninnar. Þetta er sérstaklega snúið varðandi íslenska markaðinn sem er lítill og háður alþjóðavæðingu. Einok- un og fákeppni og smæð markaðarins hefur staðið í vegi fyrir því að ný fyrirtæki hafi náð fótfestu en það eru heldur ekki mörg dæmi um að fyrirtæki sem hafa verið í mikilli samkeppni á íslenska markaðinum hafi náð góðum árangri erlendis. Islensk útrásarfyrirtæki eru heldur ekki sömu fyrirtæki og hafa haft stóra einokunarmarkaði á Islandi, yfir- burðirnir hafa verið fólgnir í sérhæfingu frekar en umfangi. í stöðugri framför? Arangur Islands á samkeppnishæfis- mælikvarða sýnir að margar af þei m breytingum sem hafa verið gerðar á undanförnum árum hafa verið skynsam- legar. V arhugavert er þó að lesa of mikið í mikla framleiðniaukningu, helst virðist mega útskýra hana með umsnúningi hagkerfisins. Það þarf uppbyggingu og nýtingu auðlinda til frekari auðsældar. Vandamálið er hins vegar að það er ekki endalaust hægt að höggva f sama knérunn. Aukin virðissköpun verður einungis að mjög takmörkuðu leyti sótt með því að fleiri rói til miða eða virki ár og læki, líklegra er að slíkt hafi frekar þveröfug áhrif þegar til lengri tíma er litið. Aukin framleiðni ætti að vera kjör- orðið, þar sem betri nýting auðlindanna skiptir höfuðmáli og áherslan ætti um- fram allt að vera á þær atvinnugreinar sem þegar leika mikilvægt hlutverk í þjóðarframleiðslunni. Eina leiðin til þess er að nýta þekkinguna betur. Það er líka leiðin til stöðugra framfara. Gengur allt í stríði? Fréttirnar um pyntingar á föngum í írak koma ekki beinlínis á óvart þó að þær veki óhug. Þegar stríðið hófst safnaðist fólk fyrir framan sjónvarps- tækin eins og stórmynd væri að hefjast. Stríð í beinni útsendingu var gott sjón- varpsefni. Enda fór það -svo að stríðið vannst á örfáum vikum og minnti þannig á raunveruleikasjónvarp með Hollí- vúddendi. Gallinn var hins vegar sá að sögunni lauk ekki þar. Við tóku vikur spilastokksins þar sem kújónar Saddams voru fangaðir einn af öðrum, meira að segja spaðaásinn sjálfur. Allt gekk þetta enn eins og í sögu. Það skyggði að vísu á að tilefnið sjálft fannst ekki og finnst ekki enn. Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward gaf fyrir fáum vikum út bók um Íraksstríðið. Bókin sjálf er að mörgu leyti gott dæmi um góða blaðamennsku. Höfundurinn segir frá því hvað gerðist áhverjum tíma. Lesandinn dæmirsjálfur um það hverjir eru góðir eða slæmir. Tvennt virðist þó greinilegt: Bush vildi frá upphafi losna við Saddam og æðstu ráðamenn virðast hafa trúað því að hann ætti yfir að ráða gereyðingarvopnum. Þeir hafa jafnframt vitað það frá byrjun að þeir myndu eiga erfitt með að byggja upp bandalag þjóða gegn Saddant eins og gert var bæði í Persaflóastríðinu og Afganistan. Eftir á að hyggja segja menn: Var ekki betra að lýsa því yfir frá upphafi að tilgangurinn væri sá að losna við Saddam? Allir eru sammála um að hann hafi verið fantur sem gott var að losna við. Vandi Bandaríkjamanna er ekki sá að þeir séu ekki mikil hernaðar- þjóð. Vandinn er að þeir eru ekki mikil friðarþjóð. Þeir vinna stríð og tapa friðinum. I bók Woodwards er því lýst hvernig Bandaríkjamenn bjuggu sig undir stríðið með því að endurskoða fyrri áætlanir, einfalda og reyna að finna krók á móti hverju bragði andstæðings- ins. Óvinurinn reyndist svo ekki jafn- klókur og í upphafi var talið. í friði er staðan öll önnur. Skæruliðar þurfa ekki að hugsa um neinar víglínur, þeir finna bara staði þar sent þeir geta valdið miklu mannfalli. Okkur býður við myndum af illrimeðferðáföngum. Þærminnaokkur á að stríð er aldrei l'allegt. - bj \______________________________________. fRitstjóri og ábyrgöarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Meyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.