Vísbending


Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 2
ISBENDING Uppskipting banka Síðustu misserin hefur verið tals- verð umræða um að gera þurfi breytingar á íslenska bankakerf- inu. Ein hugmynd af róttækari toganum gengur út á að aðgreina starfsemi við- skiptabanka og fjárfestingarbanka og skipta jafnvel bönkunum upp þannig að slík starfsemi væri ekki á einni hendi. Oft virðast svona hugmyndir fá pólitískt fylgi af því að þær fara vel í orði, jafnvel þó að reynslan hafi sýnt að það eru vond ráð og dýr. Glass-áhrifin ftir kreppuna miklu í lok þriðja ára- tugar síðustu aldar var ástand bandarískra efnahagsmála í meira lagi bágborið. Árið 1933, fjórum árum eftir hrunið mikla á Wall Street, hafði hag- kerfið minnkað um 30%, fjórðungs atvinnuleysi var í landinu og ríflega þriðjungur banka hafði horfið af sjón- arsviðinu. Við vanda hagkerfisins, og þá sérstaklega bankanna, þurfti að bregðast. Góð ráð voru dýr. Vondu ráð- in, sem gripið var til, reyndust þó enn dýrari. Eftir rannsókn undir merkjum svo- kallaðrar Pecora-nefndar undir forsæti þingmannsins Carters Glass var tekin afdrifarík ákvörðun um framtíð banda- nsks fjármálalífs. Inn- og útlánastarfsemi viðskiptabanka var skilin frá starfsemi sem tengist verðbréfamörkuðum - fjár- festingarbanki varð eitt og viðskipta- banki annað. Síðar var fordæmi Banda- ríkjanna fylgt í Japan en flest önnur lönd báru þó gæfu til að fylgja ekki fordæmi þeirra. Kostnaður uppskiptingar rátt fyrir að lagasetningin hafi ekki leyst vanda bankakerfisins leysti hún vandamál stjórnmálamanna eins og Glass og var ágætis friðþæging í því ölduróti sem geisaði. Sökudólg efna- hagsógnanna þurfti einfaldlega að finna og Glass var sigri hrósandi. Fræg eru ummæli hans um að lítill munur væri á starfsemi fjárfestingarbanka og fjár- hættuspils sem gefa vel til kynna hina pópulísku undiröldu sem var grundvöll- ur lagasetningarinnar. I sögulegu ljósi má því segja að meira hafi farið fyrir pólitískri friðþægingu en lausn á vand- anum sem vissulega einkenndi banda- ríska banka á þessum tíma. Lög þessi voru afnumin í skrefum og liðu endanlega undir lok árið 1999. Á þeim tæplega sjötíu árum sem lögin voru í gildi í B andaríkjunum kom berlega íljós hversu djúp skörð í heilbrigði banka- kerfisins slík lagasetning myndaði. Stórir bankar með einsleita tekjumy ndun voru veikburða og kostnaður kerfisins var mun meiri en ástæða var til. Fram- þróun var lítil, breytingar hægar og kerfið svifaseint. Áhrifanna hefur ekki síður gætt í brestum japansks banka- kerfis þar sem risastórir einhæfir bankar hafa barist í bökkum áratugum saman. Bankakerfi landanna tveggja hafa sannað að stærð þarf svo sannarlega ekki að vera það sama og styrkur. Evrópskir bankar með heilbrigðari áhættudreifingu hafa leitt þróun banka- kerfa heimsins. Þó vissulega hafi vanda- mál verið til staðar í evrópsku bankakerfi þá var hinn kerfislægi vandi allt annars eðlis og minni en í Bandaríkjunum og Japan. Ljóst er að staða banka í Banda- ríkjunum væri mun sterkari ef höftum hefði verið aflétt fyrr en raunin varð og ekki þarf að tíunda stöðu japanskra banka. íslenskar hugmy ndir Með sögu tilurðar laganna í Banda- ríkjunum í huga, aðstæðum í hag- kerfinu þá, reynslu þeirra landa sem slík lög hafa sett og ekki síst afnámi þeirra í lok síðustu aldar er undarlegt til þess að hugsa að undanfarið hefur borið á umræðu á Islandi í anda hinnar sjötíu ára gömlu bandarísku lagasetningar. Hugmyndir hafa vaknað um að banna beri íslenskum bönkum að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabanka- starfsemi. Meðal raka sem notuð hafa verið því til stuðnings að betur fari á að að- skilja fjárfestingarbanka og viðskipta- banka eru að tjárfestingarbanki taki meiri áhættu en viðskiptabankar og að við það að bankar fjárfesti í „áhættu- sömum hlutabréfum fyrir innlán ein- staklinga" missi þeir hlutleysi sitt. Betur fari á því að viðskiptabankar stundi áhættuminni inn- og útlán en láti sér- hæfð fyrirtæki um fjárfestingarbanka- starfsemi. Á móti mætti segja að með aðskilnaði þessara tveggja lykilþátta bankarekstrar yrði alþjóðlegri samkeppnishæfni kippt undan stoðum íslenskra banka. Eining- arnar yrðu eðlilega minni, með verra lánshæfismat, minni fjárhagslega burði til að taka að sér krefjandi verkefni fyrir íslensk og erlend fyrirtæki og þjónusta við einstaklinga yrði dýrari með minni og óhagkvæmari einingum. Það er áleitin spurning hvort ein- staklingar eða fyrirtæki hafi einhvern hag af slíkum breytingum. Reynsla bankarekstrar beggja vegna Atlantsála er ekki til þess fallin að styðja ályktanir þess efnis. Innlán og áhætta Nú er fjármögnun íslenskra banka að langstærstum hluta á erlendum lánamarkaði. Fremur lítill hluti skulda banka er innlán og því fer fjarri að þau fjármagni starfsemi bankanna enda eru útlán miklu meiri en innlán hjábönkunum þannig að innlán fjármagna ekki einu sinni útlán - hvað þá aðra starfsemi þeirra. Undirstaða eigin viðskipta bank- anna, vettvangs þeirra til verðbréfa- viðskipta, grundvallist því á engan hátt á innlánum. Áhættudreifing og hæfi bankakerfis- ins til að bregðast við áföllum skiptir höfuðmáli í þessari umræðu. Erfitt er að sjá að kerfi þar sem fjárfestingarbanka- starfsemi og viðskiptabankastarfsemi eru aðskilin sé betur til þess að fallið að bregðast við áföllum en kerfi þar sem slík starfsemi er innan sama fyrirtækis- ins. í litlu hagkerfi sem okkar er slík áhættudreifing enn mikilvægari en ella. Breið bök ramtíð banka, íslenskra sem erlendra, byggist á engan hátt á grunni hinnar sjötíu ára gömlu afnumdu bandarísku aðskilnaðarstefnu. Höft þau sem þá voru lögð á bandarískt efnahagslíf voru dragbítur framfara og kostuðu hag- kerfið gríðarlega mikið. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að ýmsar umbætur hafi þá þegar verið gerðar á bandarísku bankakerfi er áætlað að afnám laganna árið 1999 hafi, eitt og sér, sparað um 15 milljarða bandaríkjadollara á ári. Sterkir bankar með breið bök til að bregðast við aðsteðjandi vanda hverju sinni eru grundvöllur sterks fjármála- kerfis. S te rk t íj'árm ál ake rfi lágmarkarlíkur á fjármálakreppu og treystir undirstöður fyrirtækjanna. Saman stuðlar þetta að heilbrigði hagkerfisins og hagvexti til lengri tíma. Islensku hagkerfi er sterkt bankakerfi mikilvægt. Til að slíkt kerfi standist þau áhlaup sem geta hent lítið opið hagkerfi eins og okkar þurfa stoðir kerfisins að vera sterkar - slíkar stoðir verða aðeins sterkar með stórum og öflugum alhliða bönkum á Islandi. Um þessar mundir er lagaumhverfi íslenskra banka gott, bæði fyrir bankana sjálfa, viðskiptavini þeirra og hagkerfið í heild. Oft eru góð ráð dýr. Þó ber að hafa í huga að vond ráð eru enn dýrari. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.