Vísbending


Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 22. október 2004 43. tölublað 22. árgangur Tmverðugleikinn Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár voru veitt Norðmanninum Finn Kydland og Bandaríkjamann- inum Edward Prescott fyrir rannsóknir þeirra á efnahagssveiflum annars vegar og samkvæmni í efnahagsákvörðunum hins vegar. Afrakstur rannsókna og kenningaíhagfræði erekki alltafaugljós en framlag þeirra Kydlands og Prescotts hefur haft umtalsverð áhrif á hvernig tekið er á efnahagsmálum hin síðari ár. Áhrifin eru einnig augljós á íslandi. Samkvæmni / Oðaverðbólga var vandamál víðast hvar um heiminn á áttunda og níunda áratuginum en baráttan við þessa óvætti hefur gengið betur síðasta áratuginn. Meira að segja hér á landi er verðbólga orðin svo lítil að flestir eru hættir að spá í hana. Kydland og Pre- scott eiga sinn hlut í þessari þróun. I lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda fóru hagfræðingar að leggja aukna áherslu á að skoða væntingar markaðsaðila sem veigamikinn þátt í efnahagsþróun. Til þess að rannsaka þessar væntingar var byggt á líkani um að markaðsaðilar væru skynsamir og myndu spá fyrir um efnahagsþróun miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og þekkingu þeirra á efnahagsmálum. Kyd- land og Prescott kynntu til sögunnar þá tilgátu að stjórnvöld myndu velja stefnu sem leitast við að hámarka velferð þegn- anna á h verj um tíma. Á sama tíma my ndu markaðsaðilar reyna að spá fyrir um stefnu stjórn valda þar sem inngrip þeirra getur haft veruleg áhrif á efnahagsþró- un. Þeir vöktu þannig athygli á sam- kvæmni í ákvarðanatöku stjórnvalda (e. time consistency problem). Vandamálið var að ef markaðsaðilar gerðu ráð fyrir því að stjórnvöld myndu haga seglum eftir vindi í efnahagsmálum myndu markaðsaðilar hegða sér í sam- ræmi við það. Ef markaðsaðilar telja að stjórnvöld, þrátt fyrir loforð sín, muni sleppa böndunum af verðbólgunni til þess að auka neyslu og hagvöxt fyrir kosningar munu þeir bjóða upp launin og þar af leiðandi verður erfitt að halda verðbólgu niðri. Ef markaðsaðilar telja að stjórnvöld, þrátt fyrir loforð sín, muni hækka skatta í framtíðinni eru þeir ekki líklegir til þess að spara núna. Ef fólk telur að stjórnvöld muni bæta því skað- ann ef eitthvað kemur fyrir þó að það byggi hús á hættusvæði mun það byggja á hættusvæðinu jafnvel þó að stjórnvöld hafi latt það til þess. Þetta er spurning um trúverðugleika stjórn- valda. Markaðsaðilar spá því að stjórn- völd muni bregðast öðruvísi við en þau segjast ætla að gera vegna þess að þau leitast alltaf við að halda velferð almenn- ings í hámarki á hverjum tíma. Afleiðingin verður þess vegna að markaðsaðilar taka ákvarðanir sem koma sér illa fyrir fram- þróun hagkerfisins, þ.e. spara ekki og byggja hús á hættusvæðum. Eina leiðin til þess að bregðast við þessu vandamáli er að hafa trúverðuga stefnu sem markaðsaðilar trúa að ekki verði skotist undan þegar á hólminn er komið. Mest áberandi breyting í þessa veru er sjálfstæði seðlabanka og skýr stefna þeirra að berjast við verðbólgu. Sjálfstæði Seðlabanka Islands var af- leiðing af þessari hugmyndafræði. Um leið og efnahagsstjórnunin var komin úr höndurn pólitíkusa var minni hætta á að verðbólgunni væri skotið upp vegna skammtímahagsmuna. Þessi breyting hefur án vafa ýtt undir að verðbólgu var haldið niðri á Vesturlöndum síðustu misserin. Áhugavert að velta fyrir sér hvort svipuð hugmyndafræði gæti einnig verið lausn á öðrum vandamálum, t.d. stuðla að því að draga úr byggð á snjó- flóðahættusvæðum og jafnvel byggða- vandamálum — en hún felur þó í sér róttækar breytingar á pólitísku hugar- fari. Einnig er umhugsunarvert í þessu sambandi hvort áhættusækni bankanna byggir ekki einhverju leyti á þeirri trú að ríkið muni hlaupa undir bagga ef illa fer. Vaxtakippir og kreppur Hitt framlag þeirra Kydlands og Prescotts til hagfræðinnar sem færði þeim nóbelsverðlaunin í ár voru rannsóknir þeirra og kenningar á efna- hagssveiflum. Á síðustu tveimur ára- tugum hefur orðið bylting á því hvernig hagfræðingar horfa á efnahagssveiflur. Það sem hefur breyst er að eftirspurn- arhagfræði Keynes hefur verið sam- tvinnuð rannsóknum á framboðsskell- um. Það sem gerði rannsóknir þeirra Kydlands og Prescotts sérstaklega áhugaverðar er að þeir nálguðust efnið út frá ákvörðunum og væntingum mark- aðsaðila frekar en út frá hefðbundinni eftirspurnarfræði. Líkön Keynes voru byggð á vilja fjárfesta til þess að fjárfesta og vilja neytenda til að neyta og efna- hagsstjórnun fór þá að snúast um að reyna að stjórna eftirspurninni til að koma í veg fyrir sveiflur í framleiðslu. Sveiflurnar og ójafnvægi framboðs og eftirspurnar voru þannig álitnar mark- aðsskekkjur sem gáfu stjórnvöldum tilefni til þess að grípa inn í og leiðrétta. Þegar liðið var á áttunda áratuginn var flestum hins vegar ljóst að þessi inngrip stjórnvalda gerðu oft illt verra. Þar sem krísur eins og olíuverðhækkanir urðu af völdum framboðs reyndust líkön Keyn- es illa og aðgerðir leiddu til þess að verðbólga fór úr böndunum. Kydland og Prescott sameinuðu umræðuna um efnahagssveiflur og um- ræðuna um vaxtarhagfræði. Þeir fóru að velta fyrir sér áhrifum verðbreytinga á olíu og breytingum átæknistigi. Vaxtar- hagfræðin hefur skotið stoðum undir þá kenningu að aukinn hagvöxt á tutt- ugustu öldinni megi að mestu leyti rekja til tækniframfara. Kydland og Prescott gerðu þess vegna athugun á því hvort sveiflur í tækniþróun gætu útskýrt að einhverju leyti efnahagssveiflur. Ein rannsókn þeirra sýnir að sveiflur í tækniþróun geta útskýrt allt að 70% af þeim efnahagssveiflum sem orðið hafa í Bandaríkjunum frá lokum seinna stríðs. Upp frá því fóru að koma fram tilgátur um að ekki væri hægt að skilja það sem væri að gerast í efnahagslífinu án þess að hafa hugmynd um aðstæður, væntingar og vilja markaðsaðila, þ.e. vilja neytenda, tækni fyrirtækjaog mark- aðsskipulag. Með því að búa til einfalt (Framhald á síðu 4) 1 Nóbelsverðlaunahafarnir (hagfræði eru frumherjar í að skapa trúverðugleika í peningamálum. 2 Þórður Friðjónsson ljallar um íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki og erlendar fjár- festingar. 3 Sigurður Jóhannesson fjallar um skattalækkanir á Islandi. Samkvæmt nýjustu tölum OECD hafa skattar 4 sem hlutfall af landsfrant- leiðslu hækkað en ekki lækkað á undanförnum ár- um og eru nú um 40%. nn uii JBram iuui.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.