Vísbending


Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhalda af síðu 1) líkan af framboðsskellum vegna sveiflna í tækniþróun gátu Kydland og Prescott sýnt fram á að efnahagssveiflur væru ekki skekkjur sem þyrfti að leiðrétta heldur væri um að ræða tímabundnar breytingar á tækniþróun. Þessar rann- sóknir þeirra félaga leiddu til þess að hagfræðingar fóru að skoða hagsveiflur með öðrum hætti en áður og taka tillit til þess að uppruni þeirra gæti verið mis- munandi, bæði eftirspurnar- og fram- boðstengdur. Skynsamlegar ákvarðanir Eitt meginþemað í rannsóknum þeirra Kydlands og Prescotts er að byggja á væntingum og ákvörðunum skyn- samra markaðsaðila. Auðvitað er skyn- semi markaðsaðila oft ofmetin en hún er samt notuð til einföldunar í slíkum kenn- ingarsmíðum. Sumir sporgöngumenn hafa slakað á kröfunni um skynsemi markaðsaðila. Það er þó hin skynsamlega ákvörð- un þeirra Kydlands og Prescotts að skoða helstu efnahagsvandamál sam- tímans með öðrum augum en áður, út frá öðrum hliðum, sem hefur valdið straum- hvörfum í hagfræðirannsóknum og gert þá að verðugum nóbelsverðlaunahöf- um. Það eitt að vekja athygli á mikilvægi trúverðugleika stjórnvalda ætti að veita þeim óskarinn fyrir bestu efnahags- leikstjórn tuttugustu aldarinnar. (Framhald af síðu 2) sem gjaldmiðil við sameiningar, yfir- tökur og kaup á erlendum fyrirtækjum í tengdum rekstri — eins og útrásarfyrir- tækin hafa gert í ríkum mæli undanfarin ár. Þetta er því brýnt hagsmunamál sem kann að skipta meira máli en margur hyggur. Takmarkanir aðferekki ámilli málaaðtakmarkanir á erlendum tjárfestingum í sjávar- útvegi skerða möguleika hans til sóknar á alþjóðavettvangi. Margir eru þeirrar skoðunar að umhverfi sjávarútvegsins að þessu leyti ætti einfaldlega að vera eins og í öðrum greinum, þ.e.a.s. að frelsi ætti að ríkja um slíkarfjárfestingar. Aðrir halda því hins vegar fram að þá væri hætta á að við misstum stjórn á auðlind- inni, hún færðist í hendur útlendinga. Um þetta eru skiptar skoðanir en rétt er að benda á að núverandi tilhögun kann að vera óþarflega takmarkandi, jafnvel þó að sjónarmið þeirra sem mestar áhyggjur hafa vegi þungt, meðal annars vegna þess að aðstæður hafa breyst í hagkerfinu. Hér er því lagt til að núverandi til- högun verði endurskoðuð með það að markmiði aðdragaúrþeimtakmörkunum sem nú gilda. Þetta verði gert með því að skoða gaumgæfilega mismunandi stig takmarkana og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Til að fara varlega mætti hugsan- lega heimila að hluti erlendrar fjárfest- ingar mætti vera bein fjárfesting í skráð- um fyrirtækjum, innan gildandi 50% marka. Á hlutabréfamarkaði er rík upp- lýsingarskylda og fyrir vikið er hægt að fylgjast nákvæmlega með því hvemig erlendur eignarhluli breytist frá einum tíma til annars. Efri mörkin yrðu að vera 40% því yfirtökuskylda myndast ef einn aðili fer yfir þau mörk. Hugsanlega ætti hámarkið að vera einhvers staðar á bilinu 20^40% eftir því hvað menn vilja hafa mikið borð fyrir báru út frá var- færnissjónarmiðum. Þettagæti auðveld- að sjávarútvegi útrás og því eflt greinina bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. (Framhald af síðu 3) Samband útgjalda og hagvaxtar á sér nokkrar skýringar. I fyrsta lagi hækka laun yfirleitt óvenjumikið á hagvaxtar- skeiðum. Laun og tengd gjöld eru 35 til 40% af útgjöldum hins opinbera og önn- ur opinber útgjöld hreyfast oft með laun- um. Önnur skýring á þessu samhengi er að kröfur um opinbera þjónustu vaxa þegar tekjur í samfélaginu aukast. I þriðja lagi leiða auknar skatttekjur í góð- æri til þess að óvenjuerfitt verður að standa gegn óskum um ný opinber út- gjöld. Vinstrimenn viljaoftastmeiri opinber útgjöld en hægrimenn. Athugunin bendir sterklega til þess að athafnir fylgi orðum. Vinstrimenn eyða meira en hægrimenn. Tekst að lækka skatta? áðamenn hafa heitið því að lækka skatta um 20 milljarða króna á fáum árum. Það eru nálægt 5% af tekjum hins opinbera. Er líklegt að það takist, nema þá í stuttan tíma? Það fer auðvitað eftir því hvað átt er við með skattalækkun. Fjármálaráðherra segist hafa lækkað skattana undanfarin ár en sú skatta- lækkun hefur ekki verið ríki eða sveit- arfélögum þungbær. Þau hafa aldrei haft úr meiru að moða, eins og hér hefur komið fram. Einnig mætti skilja hug- myndir stjórnvalda þannig að skattarnir verði að nokkrum árum liðnum 20 millj- örðum lægri en þeir hefðu ella orðið (skattar myndu þá áfram hækka með hagvexti). Þriðji skilningurinn er að ætlunin sé að draga úr skattgreiðslum á mann að raungildi. Litlar líkur eru á að það takist í langan tíma, nema landsfram- leiðsla staðni eða dragist saman. Tölur undanfarinna áratuga, bæði héðan og frá öðrum iðnrrkjum, benda til þess að einnig yrði erfitt að draga úr hlutfalli skatta af landsframleiðslu til langframa. Reynslan frá frlandi sýnir þó að það er ekki vonlaust verkefni ef áhuginn er nægur. Aðrir sálmar v__________________________________y ( 7 A Frumkvæði í skólamálum s Anægjulegl er að tekist hafi að ná samkomulagi um sameiningu Tækniháskóla Islands og Háskólans í Reykjavík. Það er ekki auðvelt að sameina fyrirtæki og örugglega ekki auðveldara að sameina skóla. Að vísu er björninn ekki unninn enn en það að samkomulag hafi tekist urn rekstur nýs skóla eru náttúrlegatímamót. Háskólinn íReykja- víkereinkarekinnháskólimeðtiltölulega einfalt úrval námsgreina. Með því að sameina krafta skólanna gefst Háskól- anum í Reykjavík tækifæri til þess að bæta tækninámi við námsgreinar sínar með einfaldari hætti en ef byrjað væri frá grunni. Metnaðarleysi þeirra þing- manna sem leggjast gegn sameining- unni er algert. Einmitt núna í miðju verkfalli kennara er það ljósara en áður hversu mikilvægt það er að samkeppni riki á þessu sviði eins og öðrunt. Þannig skapast markaðslaun kennara því að allir vilja ná til sín þeim sem mesta hæfi- leika hafa og ná bestum árangri. Það er nemendum líka í hag að hafa skólagjöld því að þar með er líklegra að þeir taki námið al varlegar en ef það er „ókeypis.“ Auðvitað er ekkert nám ókeypis í raun, spurningin er bara hver borgar brúsann. Þingmenn í leit að sjónvarpsvélum tala um að jafnrétti sé fótum troðið með skólagjöldum. S vo þarf alls ekki að vera. Efríkiðóttastaðeinhverjirgeti ekki greitt skólagjöld er einfaldasta leiðin að bjóða efnalitlum námsmönnum upp á styrki. Reyndarer það alls ekki svo að nemendur í einkareknum skólum greiði sjálfir allan kostnað við nám sitt heldur greiðir ríkið ákveðna fjárhæð með hverjum nem- anda. Réttast væri þess vegna að allir nemendur fengju yfirlit frá ríkinu um það hve mikill styrkurinn væri á hvern nemanda á ári. Menn sæju þá hve stór (eðalítill) hluti námsins ergreiddur með skólagjöldum. Enn og al'tur er megin- atriðið hve góða menntun menn sækja í skólann en ekki hve há skólagjöldin verða. Stjórnendum skólanna, mennta- málaráðherra og forystumönnum í atvinnulífinu sem hafa staðið að sam- ein ingunni er hér með óskað ti 1 hamingju með þennan merka áfanga. Vonandi verðurhinn nýi skóli fyrirmynd annarra skóla á háskólastigi. - bj V________________ _________________J /Ritstjóri og ábyrgðarmaður: N Eyþór (var Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.