Vísbending


Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.10.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Skattahækkanir Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Núverandi fjármálaráðherra Is- lands bregst líkt við og fyrir- rennari hans af hinum enda stjórnmálanna þegar fundið er að fjár- málum hins opinbera. Orðfærið er jafnvel svipað. Aðfinnslur eru annaðhvort tald- ar merki um misskilning eða ábyrgðar- leysi. Umræðurum ríkisfjármálin snúast oftar en ekki upp í karp um staðreyndir og skilgreiningar, en óljós svör fást við spurningum eins og: ■ Hvernig hafa skattar breyst undanfarin ár? • Er einhver munur á skattastefnu hægri- manna og vinstrimanna? • Er mikil von til þess að ríkisstjómin lækki skatta, eins og heitið hefur verið? J aðarskattar lækka Jaðarskattar sýna hverju menn tapa í sköttum og bótum þegar tekjur þeirra aukast. Jaðarskattarnir hafa senni- lega meiri áhrif á hagkerfið en heildar- skattheimta. Samkvæmt Lajfer-kúrf- unni dragast skatttekjur hins opinbera saman þegar skatthlutfall fer yfir visst stig. Hugmyndinni var líklega fyrst varpað fram í kynningu á skattalækk- unum Kennedys Bandaríkjaforseta á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Skattar á hæstu tekjur höfðu þá numið allt að níutíu prósentum. Miklar skattalækkanir, sem skyldu örva hagkerfið, voru megin- hugmyndin í skattastefnu Reagans forseta tuttugu árum síðar. Upp úr því voru hæstu jaðarskattar lækkaðir víða um heim. Undanfarin ár hafa hæstu skatthlut- föll lækkað hér á landi. Frá 1997 til 1999 lækkaði almennt tekjuskattshlutl'all um 4%. Tekjuskattur fyrirtækja lækkaði úr 30% í 18% fyrir tveim árum. Heildarskattar hækka Skatttekjur ríkis og sveitarfélaga hér á landi hafa á hinn bóginn aukist mikið undanfarin ár. A sumum ráða- mönnum má skilja að skýringin liggi í Laffer-kúrfunni. Lækkun skatthlutfalla hafi glætt efnahagslífið svo mikið, að meira komi inn af skatttekjum en áður. En tvennt mælir á móti þessu. I fyrsta lagi eru fleiri skýringar á uppsveiflunni en lækkun hæstu jaðarskatta (til dæmis það sem Benjamín Eirfksson kallaði á Hlutfall skatta af landsframleiðslu (%) 1985 1990 1995 2003a Bandaríkin 26 27 28 25 Bretland 38 37 35 35 Danmörk 47 47 49 49 írland 35 34 33 30 Island 29 32 32 40 Noregur 43 42 41 44 Svíþjóð 48 53 49 51 OECD, Evrópa 37 37 39 39* OECD 34 35 36 36* + Áætlun. *2002. Heimild: OECD, Revenue statistics, 2004. sínum tíma expansíva kreppupólitík — miklar opinberar framkvæmdir). I öðru lagi á það drjúgan þátt í auknum skatt- tekjum að frádráttarliðirfylgjaekki laun- um í góðærinu. Skattar á lægstu tekjur eru með öðrum orðum hærri en áður. Líta má á skattastefnuna hér á landi undanfarin ár sem viðbrögð við hag- sveiflunni. Lækkun hæstu jaðarskatta ýtir undir vinnusemi í góðærinu en mjög aukin heildarskattheimta dregur úr eftirspurn. Samkvæmt tölum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, jukust skatt- tekjur hins opinbera á Islandi úr tæpum 32% af landsframleiðslu árið 1990 í rúm 40% árið 2003. Á sama tíma jókst skatt- heimta í löndum OECD um 1-2% af landsframleiðslu. Irland sker sig nokkuð úr. Á árunum 1990 til 2002 lækkaði hlut- fall skatta af landsframleiðslu þar um 3‘/2%. Frá 1985 hefur hlutfallið lækkað um 5%. Útgjöld og stjómarfar '\7' mis rök liggja til þess fylgst sé með JLfjárhœð skatta en ekki aðeins hlut- falliþeirra aflandsframleiðslu. Viðskatt- ana má bæta eignatekjum hins opinbera. Ef ríki og sveitarfélög nota þær ekki nýtast þær í annað. Þær eru því ígildi skatta. Eðlilegt er líka að leiðrétta fjárhæð skatta með almennum verðlagsbreyt- ingum, eins og gert er þegar skoðuð er breyting annarra heimilisútgjalda, eins og til dæmis húsnæðiskostnaðar. Einnig þarf að leiðrétta fyrir fólksfjölgun. Stofnað er til skatta um leið og opinber útgjöld eru afráðin, þó að stundum séu skattamir ekki lagðir á strax. Skattbyrðin léttist ekki til langframa ef meira er eytt en aflað. Því eru opinber útgjöld skoðuð hér á eftir. Ekki mágleymaþvíaðopinberþjón- usta batnar oftast nær þegar útgjöldin aukast. Gjaldatölurnar eru hér ekki leiðréttar með vaxandi gæðum þjónust- unnar. Á myndinni sjást opinber útgjöld á mann á aldrinum tuttugu ára til sjötugs, en fólk á þeim aldri ber mestu skattana. Utgjöldin eru í milljónum króna á verð- lagi neysluverðs árið 2004. Á liðnu ári námu opinber útgjöld á hvern fullorðinn mann rúmum tveim milljónum króna. Þau jukustúr l,6milljónumárið 1990,eðaum rúman þriðjung umfram almennt verð- lag. Skoðað var hvernig opinber útgjöld breytast við mismunandi rikisstjórnir og mismikinn hagvöxt. Athugunin leiðir ýmislegt fróðlegt í ljós: • Að meðaltali vaxa opinber útgjöld á fullorðinn mann um 4% á ári. • títgjöldin fylgja hagvexti vel. Ef lands- framleiðsla á fullorðinn mann eykst um 1 % miðað við árið á undan vaxa útgjöld hins opinbera nánast jafn- mikið. • Opinber útgjöld aukast hver sem stjóm- ar, en þau aukast óvenjumikið þegar hér er vinstristjórn. Að öðru óbreyttu vaxa útgjöldin um 5-10% meira en ella á ári þegar vinstrimenn eru við völd. (Framhald á síðu 4) Opinber útgjöld á mann á aldrinum tuttugu ára til sjötugs (í milljónum kr. á verðlagi 2004) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.