Vísbending


Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING Síðasta tréð r slandogíslendingarleikaeittafaðal- hlutverkunum í nýjustu bók Jareds Diamonds Collapse - How Societies Choose to Fail or Survive. íslendingar eru eiginlega aðalhetjumar í þessari bók, dæmi um þjóð sem lærir að lifa með dutt- lungum lands og veðráttu. Aðrar þjóðir hafa ekki verið svo útsjónarsamar. Dia- mond rekur sögu Páskaeyju sem hafði eitt sinn allt til bmnns að bera til að sam- félagið gæti lifað gæfusömu lífi. Eyjar- skeggjar tóku hins vegarupp á því að hög- gva niður alla regnskóga eyjunnar með þeim afleiðingum að þeirgátu ekki lengur byggt báta til fiskveiða. A sautjándu öld tókst þeim að höggva niður síðasta tréð og í kjölfarið fækkaði eyjarskeggjum um 90% og hefur þjóðfélagið enn ekki náð sér eftir þessa ógæfúríku ákvörðun, þrjú hundmð ámm síðar. Þjóðfélög geta þann- ig ákveðið að tortíma sjálfum sér. Fimm þættir Jared Diamond hefúrgert athygliverðar rannsóknir á samfélögum út frá líf- fræðilegum og samfélagslegum þáttum og varpað þannig nýju Ijósi á þróun mannkynsins og það af hverju sumum samfélögum vegnar betur en öðmm. I bók sinni Guns, Germs and Steel fjallaði Diamond um uppbyggingu samfélaga og hvemig skilyrði til þess að rækta matvæli léklykilhlutverk í þróun ólíkra heimshluta. í nýjustu bók sinni fjallar hann hins veg- ar um af hverju sum samfélög leggjast í eyði en öðmm tekst að komast af. Hann telur til fimm þætti sem hafa spilað hvað stærsta hlutverkið í þessari þróun út frá sögum af samfélögum sem hrunið eða nær hmnið. Þessir fimm þættir em: eyði- legging á náttúruauðæfúm, breytingar á loftslagi, óvinveittir nágrannar, vinveittir viðskiptafélagar og viðbrögð samfélags við náttúruvandamálum. I dæminu af Páskaeyju var það eyðilegging á náttúru- auðæfúm og viðbrögð samfélagsins við þessari eyðileggingu sem leiddi samfélag- ið til glötunar. Þar sem eyjan er afmörkuð voru það hvorki óvinveittir nágrannar né minnkandi viðskipti við umheiminn sem afvegaleiddi þjóðina, og ekki em heldur neinar vísbendingar um að loft- lagsbreytingar hafi leikið mikið hlutverk. Eyjarskeggjum tókst einfaldlega að eyða mikilvægustu auðlindum eyjarinnar, fella allt skóglendi þar, þannig að þeir gátu ekki lengur lifað á sama hátt og þeir höfðu gert áður. I kjölfarið tóku mismunandi æt- tbálkarað tortíma hveröðmm, hreinlega að éta hvem annan, í örvæntingafullri tilraun til þess að bjarga sínum nánustu. Diamond rekur einnig sögu þriggja eyja í Suðaustur-Pólýnesíu, eyjanna Mangareva, Pitcaim og Henderson, sem vom háðar hver annarri því að það sem skorti á einni eynni var fáanlegt á annarri. Þess vegna blómstraðu eyjamar þegar verslun á milli þeirra blómstraði. Þegar millieyjaverslunin lagðist af vegna ósætt- is eyjarskeggja varð það upphafið á endi blómatímabilsins og eyjarskeggjar lentu á braut sjálfseyðingar. Fleiri dæmi em um að breytingar á veðurfari hafi orðið til þess að eyðileggjaræktunarskilyrði og matvælaframleiðslu oghafiþannig smám saman leitt til hungursneyðar og eyðilegg- ingar. Loks eru dæmi um að óvinveittir nágrannar hafi nær útrýmt samfélögum þó að Diamond vi Ij i að einhverju leyti tengj a það öðmm þáttum eins og eyðileggingu náttúmauðlinda eða getu samfélagsins til að bregðast við breyttum aðstæðum, sem hafi gert það að verkum að þessar þjóðir gátu ekki varið sig. Saga íslands Fimmti þátturinn sem hefur mikið að segja um hvort að samfélag lifir af eða deyr út er hvemig það bregst við vandamálum náttúmnnar og vandamálum tengdum því að búa til samfélag þar sem ekki erakjöraðstæður. Diamondtekursögu íslendinga sem dæmi um hetjusögu hvað þetta varðar. Þegar víkingamir settust að á Islandi var fjórðungur landsins skógi vaxinn. A einungis fáeinum áratugum tókst hinum nýju landnámsmönnum að eyða næröllu skóglendi á Islandi. Diamond telur ástæðuna hafa fyrst og fremst verið að hinir norsku víkingar gerðu sér ekki grein fyrir því að jarðvegurinn á Islandi var öllu viðkvæmari en hann var í Noregi og á Bretlandseyjum. Það sem gerir hins vegardæmiðumlslendingaáhugaverterað þeirbmgðustvið þessurn breyttu aðstæðum með þ ví að breyta hegðun sinni og reyna að draga úr eyðingu lands með því að breyta landbúnaðarháttum, draga úr fjölda svina og geita og stýra fjölda búfénaðar og hvar og hvenær hann var settur á beit. Hetjusaga Islendinga er sérstaklega áhugaverð ef tekið er tillit til þeirra fimm þátta sem Diamond talaði um í sambandi við útrýmingu fornra samfélaga. Eitt er hvemig Islendingar lærðu að nýta þær fábreyttu auðlindir sem landið hafði að bjóða upp á, aðallega gjöful fiskimið, en það má segja að hinirþættirnir hefðu einn- ig auðveldlega geta eytt byggð á Islandi. Loftlagsbreytingar í kjölfar Skaftárelda 1783 og móðuharðindin sem fýlgdu þeim lögðu fjórðung þjóðarinnar í gröfina en í slendingarhristu af sérþetta áfall oghéldu ótrauðir áfram. Einnig má velta því iyrir sér hvemig hefði farið fyrir Islendingum ef þeir hefðu ekki sagt sig undir stjóm norska konungsins árið 1262 þegar ætt- arhöfðingjar landsins vom á góðri leið með að tortíma hver öðmm, sem varð endirinn fyrir svo mörg önnur samfélög. Það sem meira er þá tryggði þetta úrræði í slendingum betri verslun við umheiminn en ella. Byggð á Islandi hefði hugsanlega lagst af, rétt eins og á eyjunum í Pólýnesíu, ef ekki hefði verið fyrir milliríkjaverslun. Fjarlægð landsins frá umheiminum og fábreytt náttúmauðæfi hafa þó sennilega verið meiri vöm gegn óvinveittum nágrön- num en konungsvemdin. Þegaríslendingartóku í auknum mæli frumkvæðið, ábyrgð á eigin samfélagi, og urðu opnari fyrir nýjungum á tuttugustu öldinni átti einn mesti umsnúningur þj óðar frá fátækt til ríkidæmis í heimssögunni sér stað. Það má hins vegar segja að fortíðin hafi stuðlað að því að slá nauðsynlega vamagla. Islendingar vom fljótir að átta sig á að einhvers konar fiskveiðikerfi var nauðsynlegt ef ekki átti illa að fara, að verslun við aðrar þjóðir var gmndvöllur framfara og aukinnar auðsældar og að það þurfti einhvers konar vemd gegn óvin- veittum nágrönnum í formi aðstoðar frá vinveittum þjóðum. Allt frá því að fyrstu landnámsmenmmir komu til Islands hefúr það verið álitamál hvort landið væri yfir höfuð byggilegt og hvort væri hægt að byggja hér upp farsælt samfélag. Enginn efast lengur um það. Heimskra manna ráð aga Páskaeyju segir athygliverða dæmisögu sem gæti átt við um heim- inn eins og hann er í dag. Hin hraða fólksfjölgun og minnkandi auðlindir, eins og t.d. skóglendi, vekur spurningar hvort mannkynið er að tortíma sjálfu sér. Saganvekureinnigáhugaverðarspuming- ar fyrir Islendinga þrátt fyrir allan þann árangur sem þeir hafa náð. Diamond sagði frá því nýlega í fyrirlestri að nemendur hans hefðu velt því mikið fyrir sér hvað eyjarskegginn sem felldi síðasta tréð á Páskaeyju, u.þ.b. áriðl 680, hefði verið að hugsa. Eftirfarandi em nokkrartilgátur um þau orð sem hann gæti hafa látið falla viðþað tækifæri: „Ottist ei, tækniþróunin mun leysa þetta vandamál“; „Þetta er MITT tré, MÍN eign! Og ég get gert það sem ég vil við það“; „Ahyggjur af um- hverfinu em ýktar, við þurfum frekari rannsóknir“; „Þið þurfið einungis að trúa, guð mun hugsa um sína“. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.