Vísbending


Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) og meðal kvenna hefur hún um nokkurt skeið verið meiri en í nokkru öðru landi á Vesturlöndum. Nokkuð dró úr þenslu á vinnumarkaði fyrst eftir aldamótin. Síðan hefúr hagvöxtur aftur náð sér á strik, en atvinnuþátttaka var samt heldur minni árið 2004 en árin á undan, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. U ndanfarin ár hefur straumur útlend- inga átt drjúgan þátt í að seðja eftirspum eftir vinnuafli á Islandi. A árunum 1997 til 2004 fluttu um það bil þúsund útlend- ingar á ári hingað til lands umfram þá sem fóru héðan. Mikill hluti þeirra er á vinnualdri og kemur beint til starfa í íslenskum fyrirtækjum. Samdráttur verður erfiðari En öll þensluskeið taka enda. Má gera ráð fýrir að íslenskum vinnumarkaði gangi jafnvel að kljást við samdrátt og þensluskeiðið undanfarin ár? Enginn vafi eraðerlentvinnuaflhefurauðveldaðvinnu- markaðinum að kljást við þensluna. En þama er sveigjanleikinn mestur í aðra átt- ina. Líkast til mun aðeins lítill hluti þeirra útlendinga sem verið hafa hér í nokkur ár fara úr landi þó að þeir missi um skeið vinn- una. Erlent vinnuafl er algengast í þeim störfum sem eru lægst launuð og líklegt er að þar verði atvinnuleysi mest þegar fjara fer undan þenslunni. Það væri líka í samræmi við reynslu grannlandanna að atvinnuleysi yrði meira hjá erlendu vinnu- afli en öðrum þegar fram í sækir. „taxtar að greiddu kaupi“? Annaðtengistþessu samamáli: Hérá landi hafa launataxtar jafnan verið fremur lágir miðað við markaðslaun. Þeir hafa verið notaðir sem viðmiðun en fáir verið á þeim aðrir en byrjendur og þeir sem standa á einhvem hátt höllum fæti á vinnumarkaði. Þetta er líkast til ein meginskýringin á sveigjanleikanum sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað. Hægt hefur verið að semja um nokkra launalækkun þegar á hefur bjátað í rekstri fyrirtækja, í stað þess að missa vinnuna alveg. En undanfarin árhefur verið meira um það en áður að fyrirtæki ráði erlent verkafólk frá láglaunalöndum og setji beint á lágmarkstaxta. Fólkið getur ekki ráðið sig annað og er því fast á þessum vinnustað ogþessumkjörum.Þettaveldur óánægjameðalinnlendsverkafólks. Kröf- ur em háværar um að taxtar verði færðir að markaðslaunum. Þær hafa heyrst áður, en verið getur að þeim verði fylgt fastar fram en áður. Ef kauptaxtar færast nær útborguðu kaupi geta laun síður lækkað. Þá verður sá kostur nærtækari en áður í rekstri fyrirtækja, að segja starfsfólki upp þegar reksturinn þyngist. (Framhald af síða 1) lífi.Vítamínsprautan sem varð við inn- komu íslenskrar erfðagreinar í íslenskt atvinnulíf, en fyrirtækið var upphaflega Ijármagnað af útlendingum, sýnir hversu gríðarleg áhrif slík fjárfesting getur haft á Islandi. Mestöll erlend fjárfesting um þessar mundir virðist hins vegar snúast um atvinnufrekan iðnað og láglaunastörf, sem íslenskt samfélag hefur í raun ekki mikla þörf fyrir. Æskilegra væri ef Ijár- festingin myndi beinast að uppbyggingu þekkingar og ýta undir aukna menntun og rannsóknir á Islandi. Enn fremur er mikilvægt að erlent fjármagn komi inn á markaðinn til þess að ýta undir aukna samkeppni þegar eignarhald í íslensku viðskiptalífi virði st stöðugt vera að kom- ast á færri hendur. í þau fáu skipti sem erlent fjármagn hefur verið notað til að byggja upp fyrirtæki á Islandi hefur það haft gríðarleg áhrif á innlendan markað. Tal ásímamarkaðinum vargottdæmi um það og sú ógnun sem olíufélögunum stóð afErwing-fjölskyldunniáolíumarkaðin- um á sínum tíma sýndi að ólöglegt samráð hefði ekki haldist lengi ef erlent fyrirtæki hefði komið inn á markaðinn. Aukið umtal um Island og islenska viðskiptamenn í erlendum íjölmiðlum er liklegt til þess að vekja aukinn áhuga á landinu. Uppkaup og skráning erlendra fyrirtækja í Kauphöll Islands er einnig athygliverð þróun þó að hún feli í sér meira útstreymi en innstreymi íjánnagns. Vandamál Islands eru enn sem áður að íslenski markaðurinn er svo lítill að það er ekki mikið svigrúm til þess að gera stóra hluta á honum þó að hann henti hins vegarvel fyrirnýsköpun. Fjarlægðin gerir það að verkum að Island er ekki besti kostur fyrir höfuðstöðvar stórfýr- irtækja, ekki nema þá á pappírum. Það er þó sennilegt að hinir augljósu kostir verði ekki til þess að draga erlenda fjár- festa til Islands, ekki frekar en að það var augljóst að verslunarrekstur, tilbúnir réttir, símafélög og fl ugfélög rnynd u toga Islendinga til útlanda. Vísbendingin Diamond segir frá því í bók sinni Coll- o/Mehvemig Danir reyndu reglulega að innleiða breytingar hér á landi til bat- naðar fyrr á öldum, t.d. kornrækt, skil- virkari veiðar, betri fiskvinnslu, eins og söltun í stað þurrkunar, og uppbyggingu nýrraatvinnugreina. íslendingarvoruhins vegarþrjóskirog vildu ekki gera tilraunir, hugsanlega vegna sögulegrar reynslu af tilraunum sem höfðu endað illa. Nú er hins vegar öldin önnur og Islendingar eru ófeimnir við að taka frumkvæðið og gera ýstórtækar tilraunir.___________________^ Aðrir sálmar Undraheimar Indía Nú hefúr verið ákveðið að opna sendi- ráð íslands á Indlandi. Indland er eitt fjölmennasta riki heims og er smám sam- an að opnast fyrir viðskiptum við útlönd. Nokkur íslensk fyrirtæki nota indverska tæknimenn sem forrita og slá inn gögn meðan hér er nótt. Islendingar ferðast líka til Indlands meira en áður. Sú var tíðin að íslenska nóbelsskáldið Halldór Laxness fórtil lndlands og honum varmikill heiður sýndur. Þar hafði þó ekki komið út nein bók eftir hann en menn hrósuðu honum engu að síður sem miklum rithöfundi. Loks kom í ljós að Halldóri var ruglað saman við Aldous Huxley, fræganbreskan rithöfund. A Indlandi var framburðurinn nægilega líkurtil að slíkurruglingur væri mögulegur. Sú spuming vaknaróhjákvæmilega hvers vegna við þurfum sendiráð á Indlandi. Fyrir forsetakosningar erþví mikið haldið á lofti að forsetinn sé fyrst og fremst eins konar yfirviðskiptafúlltrúiþjóðarinnar.Vissulega hafa nokkur fyrirtæki notað embætti for- setansmjögmikið í auglýsingarskyni. Lík- lega hefúr þetta eitthvert gildi í fjarlægum löndum Asíu, en minna annars staðar. Nú þegar eru komin íslensk sendiráð í Kína og Japan þannig að sendiráðið á Indlandi verður það þriðja í heimsálfunni. Það er ekki mikið í svona fjölmennri heimsálfu, ef einhver þarf að nota þjónustuna. Eg hef aldrei verið alveg klár á hvað gert er í sendiráðum en efast ekki urn að það er gagnlegt starf. Samt hefur það örugglega að hlutatil verið einkavætt á undanfomum ámm eftir því sem fyrirtækjum vex fiskur um hrygg erlendis. Fyrir rúmum áratug var talað um að fækka sendiráðunum á Norðurlöndum um tvö í spamaðarskyni. Síðan heíúr þeim verið fjölgað um eitt. Utanríkisráðherra segir að kostnaðurinn muni ekki aukastþví að dregið verði sam- an í Strassborg á sama tíma. Það er gott, en gæta menn þess ætíð nægilega að spara þó að útgjöld aukist ekki annars staðar? Auðvitað er mjög mikilvægt að kynna ísland sem víðast því að það getur leitt til tekna af ýntsu tagi, til dæmis af ferðamön- nÞum.Svoerusendiherrarlíkaorðnirmjög margir og mikiivægt að finna þeim sem flestum stað utan Rauðarárstígs.- bj V : ARitstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án rteyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.