Vísbending


Vísbending - 05.08.2005, Side 1

Vísbending - 05.08.2005, Side 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. ágúst 2005 31. tölublað 23.árgangur Beðið eftir þjónustu! Einn af skemmtilegri atburðum árs- ins átti sér stað þegar Jóhannes í Bónus vatt sér inn í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn, sem þá hafði nýlega verið yfirtekið m.a. af Baugi, í verslunarleiðangur. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það að eitthvað var Jóhannes óhress með þjón- ustuna svo að hann kvartaði við danska viðskiptablaðið Börsen yfir því hve þjónustan væri léleg í stórversluninni. Jóhannes í Bónus, sem er lítt þekktur fyrir sérstaka áherslu á þjónustu, var þar með orðinn þjónustu-skugga- baldur, þ.e. einskonar eftirlitsmaður þjónustustigsins í dulargervi. Sennilega er þjónustufólkinu vorkunn að þurfa að sinna þörfum óheflaðs Islendings en Jóhannes hafði engu að síður rétt fyrir sér, þjónustunni í Danmörku er oft ábótavant þó að hún sé betri þar en víðast hvar annars staðar. Til að reyna að tryggja betri þjónustu lýstu íslenskir eigendur Magasin að skuggabaldur Jóhannesar yrði fjölfaldaður til þess að þjónustufólkið væri alltaf á tánum. Sagan mun svo leiða í ljós hvort Jóhannes í Bónus verði minnst sem manninum sem kenndi Dönum í hverju góð þjónusta felst. Þjónustuþjóðfélagið Eitthvað undarlegt gerðist á tíunda áratuginum varðandi þjónustu. í upphafi áratugarins var þjónusta eitt mikilvægasta málefni viðskiptafræð- anna. Ofáar bækurnar voru skrifaðar þar sem boðskapurinn var að „viðskipta- vinurinn er kóngurinn" og alls konar eftirlitskerfi og staðlar voru kynntir til sögunnar sem áttu að tryggja hærra þjónustustig í fyrirtækjum. Þegarkomið varum miðjan áratuginn var eins og einhver hefði sópað þessari þjónustubylgju úrumræðunni. Fyrirtæki sem höfðu meira eða minna eytt þjón- ustuþættinum út úr rekstrinum blómstr- uðu sem aldrei fyrr. Ryanair strípaði flug- reksturinn þannig að þjónustan var í lágmarki, að komast til sætis í flugvélum fyrirtækisins var eins og að reyna að komast inn á rokktónleika. IKEA blómstraði þar sem viðskiptavinir tóku að sér starf lagermannsins, flutninga- mannsins og smiðsins með að því virðist takmarkalausri gleði. Skyndiþitamenn- ingin náði hámarki þar sem fólki var gert að bíða í röð til að panta matinn, sækja hann sjálft og hreinsa til eftir sig. Bónus og aðrar lággjaldaverslanir þrýstu einnig á aðrar verslanir til að draga úr þjónustunni til þess að geta tekið þátt í samkeppninni. Netbylgjan hafði líka sitt að segja þar sem fyrirtæki lögðu alla áherslu á að tæknivæðast og búa tii rafímynd í stað þess að leggja áherslu á gamaldags þjónustu. Þó undarlega megi virðast þá réði verðið ferðinni í huga kaupenda en ekki þjónustustigið þrátt fyrir sífellt aukna auðsæld almennings. Þetta hentaði fyr- irtækjum vel þar senr horfið var frá „virð- is-samkeppni“ og farið var út í „auð- linda-samkeppni“, þar sem þjónusta, gæði og neytendaábati var ýtt til hliðar á meðan lykilþættir, stefnumótandi sant- starf og virðiskeðja komu í staðinn. Það var mun auðveldara fyrir fyrirtæki að skapa aukið virði fyrir hluthafa til skamms tíma með uppkaupum á smærri samkeppnisaðilum en að búa til nýja þjónustupakka. Þjónustuþjóðfélagið sem Peter Drucker talaði eitt sinn um virtist vera dæmt til dauða á seinni hluta tíunda áratugarins. Að brosa út að eyrum Ef viðskiptavinir eru ekki tilbúnir að borga fyrir betri þjónustu af hverju þá að vera bjóða upp á hana? Þetta gæti hafa verið spurningin sem réði hegðun starfsfólksins sem afgreiddi Jóhannes í Bónus þegar hann verslaði í Magasin du Nord. Hvernig gat þjónustufólkið lfka vitað að maður sem hefur selt sömu tegundina af baunadósinni í rúmlega áratug væri allt í einu farinn að hafa áhuga á þjónustu! En það er ekki ein- ungis Jóhannes sem er farinn að hafa aukinn áhuga á jrjónustu, það virðist vera ákveðin leitni fyrir betri þjónustu og ráðgjöf, allt frá persónulegri ráðgjöf og þjónustu til þægilegri lífsreynslu í flugi og verslun. Engu að síður er það líklegt að meira tillit verði tekið til virði þjónustunnar en áður þegar metið er hvaða þjónustustig fyrirtæki eiga að bjóða upp. Þjónusta er dýr lúxus sem hluti af smásölu. Því dýrari sem varan er sem verið er að selja því minni er hlutfallslegur kostnaður þjónustunnar. í hefðbund- inni kostnaðar og ábatagreiningu er þar af leiðandi mun líklegra að þjónusta skili ávinningi þegar söluvirðið er meira. Erfitt getur reynst að réttlæta persónu- lega þjónusta við val á títuprjónum þar sem kostnaður þjónustunnar er mun meiri en söluandvirði vörunnar. Vanda- málið er að áhrif þjónustu eru flóknari en svo að hægt sé að reikna ávinninginn miðað við eina vöru. I flestum tilvikum er þjónustan hluti af ímyndinni og getur haft mikil áhrif á það hversu mikið viðskiptavinir eru viljugir til þess að kaupa og hversu oft þeir eru tilbúnir að koma til að versla. Þar af leiðandi getur það verið þess virði að veita persónu- lega þjónustu í títuprjónadeildinni ef sú þjónusta leiðir til þess að einhverjir af viðskiptavinununr ákveða að kaupa ískáp hjá sama fyrirtæki í kjölfarið. Það er þó nær ómögulegt að meta hve mikil þjónusta er nægileg og hvenær of mikil þjónusta fer að hafa neikvæð áhrif þegar fólk vill fá að vera í „friði til að versla“. Vandamálið við þjónustu er ekki ein- ungis spurningin um hversu mikið á að veita af henni heldur ekki síður hver og hvernig á að veita hana. Þjónustufólk er venjulega láglaunafólk sem á erfitt með að sjá hvaða rétt íslenskur Bónuskall hefur til að segja því að brosa allan daginn og hlaupa um eins og vinnufólk í ánauð. Þjónusta er þess eðlis að það er erfitt að auka framleiðni hennar og þar af leiðandi er erfitt að yfirborga þjón- ustufólk. Þess vegna eru það aðallega stúdentar og útlendingar sem fást í þjón- ustustörf sem er ekki alltaf í takt við þá ímynd sem fyrirtækið hyggst skapa með þjónustunni. Spurningin um hvernig þjónustu á að veita er þar af leiðandi bæði háð vandamálum varðandi eftir- spurn og framboð sem er ekki alltaf auðvelt að leysa. (Framhald á síðu 4) 1 Áhugi á þjónustu minnk- aði á tíunda áratuginum en hugsanlega er þjón- usta aftur orðin mikilvæg. 2 Hugmyndafræðin um X- ^ Það getur verið mikilvægt og Y-fólklifirenngóðulífi 2 að skilja ólík ákvörðunar- þar sem gulrótin og písk- ferli og sérstaklega veik- urinn ráða ferðinni. _____ lcika þess ákvörðunarferlis 4 sem maður sjálfur fer eftir. Mismunandi þjóðir nálg- ast ákvarðanatöku árnjög ólíkan hátt.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.