Vísbending


Vísbending - 05.08.2005, Page 3

Vísbending - 05.08.2005, Page 3
ISBENDING Taktu rétta ákvörðun! Umþessarmundirvirðastíslenskir viðskiptamenn ófeimnir við að taka ákvarðanir um stórkaup á fyrirtækjum úti í heimi. Kaup íslendinga á Illum og Magasin du Nord í Danmörku hafa gert þá að langvaldamestu verslun- armönnum Striksins á innan við ári. Sögufróðir menn sjá kómíkina sem fólgin er í því að Islendingar stjórni verslun í Danmörku. Það segir hins vegar ekkert um hvort það hefur verið rétt ákvörðun eður ei að fjárfesta í tískuverslun í Dan- mörku. Því er erfitt að svara án þess að hafa í höndunum allar þær upplýsingar sem kaupendurnir höfðu og vita hvemig þeir mátu þær upplýsingar í sambandi við eigin stöðu og stefnu. Það er aftur á móti áhugavert að skoða ákvörðunar- ferlið almennt aðeins betur, sérstaklega með tilliti til íslenskrar hugmyndafræði. Alþjóðleg ákvörðunartaka Olíkar þjóðir virðast oft taka ákvarð- anir með mjög ólíkum hætti. Sumar þjóðir virðast vera mjög vísindalegar í ákvörðunum sínum og næstum full- komlega skynsamar við fyrstu sýn, eins og t.d. Þjóðverjar. Engu að síður tóku Þjóðverjar eina allra vitlausustu ákvörð- un mannkynssögunnar þegar þeir sögðu öðrum Evrópuþjóðum, og raunar heiminum öllum, stríð á hendur á tutt- ugustu öldinni. Að horfa á Spánverja taka ákvarðanir er eins og að horfa á klessubílakeppni, þar sem aðalatriðið er að öskra sem hæst og baða út öllum öngum í sem mestu ofboði. Engu að síður virðast þeir geta tekið ágætar ákvarðanir. Danir geta setið santan og rætt, að því eð virðist, um algerlega óháða hluti, eins og tíminn sé afstæður, áður en þeir koma sér loks að því að taka ákvörðun. 1 Bandaríkjunum virðist oft ákvörðunarferlið ganga út á það hver getur selt hugmyndir sínar best frekar en að tilraun sé gerð til að leita að réttu ákvörðuninni. íslendingar eru ekki mikið fyrir að ræða hlutina áður en þeir taka ákvarðanir og eru þar af leiðandi oft mjög fljótir að taka ákvarðanir. Jafnvel sagan af legu Þorgeirs Ljósvetningagoða undir feld- inumgóða, þegarveljaþurftiámillikristni og heiðni, erdænti um þetta. Islendingar eru þó annálaðir fyrir skynsamlegar ákvarðanir þegar samfélagið er skoðað með augum gestsins. Engu að síður má finna fjöldann allan af ákvörðunum sem voru greinilega teknar með takniarkaða skynsemi að leiðarljósi þegarbetra hefði verið að ræða málin og skoða valkostina og mæla áhættu og ávinning frekar en að vaða út í hlutina. Stundum virðast íslendingar skipta svo ört um skoðun að það virðist meira háð vindum en skynsemi (sjá Aðra sálma á baksíðu). Það virðist hins vegar henta íslend- ingum að taka ákvarðanir með þessum hætti, alveg eins og það virðist henta öðrum þjóðum að taka ákvarðanir með öðrum hætti. Það segir þó ekki að ein þjóð geti ekki lært mikið af annarri til þess að skerpa ákvörðunarferlið svo að teknar séu góðar og réttar ákvarðanir. Mismunandi nálgun Algengt er að einni þjóð (ef alhæfing- unum er haldið áfram) finnist ákvörðunarferli annarrar þjóðar einstak- lega kjánalegt. Þetta er t.d. til vikið þegar Bandaríkjamenn skoða ákvörðunarferli Japana. Japanar virðast taka endalaus- an tíma í að ræða vandamálin og skapa samstöðu án þess að taka nokkra ákvörðun. Astæðan er þó að miklu leyti fólgin í því að Japanar sjá ákvörðun- arferlið í öðru ljósi en Bandaríkjamenn og lítaáþað semeinn allra mikilvægasta þáttinn við ákvörðunartöku að skil- greina spuminguna en Bandaríkjatnenn einbeita sér að svara henni. Fyrir vikið er meiri hætta á að Bandaríkjamenn svari rangri spurningu en Japanar vegna þess að það sem virðist oft vera vandainálið er stundum einungis afleiðingar þess og þar af leiðandi er ekki ráðist að rótum vandans. Japanar velta hins vegar mikið fyrir sér urn hvað spurningin snýst og hvort yfir höfuð er þörf fyrir ákvörðun. Það sem meira er, Japanar tala lengst af ekkert unt lausn vandans heldur reyna að skoða spurninguna frá mörgum hliðum, fá fram ólíkar skoðanir varðandi hana. I þriðja lagi er áherslan lögð á möguleikana í stöðunni frekar en hið eina rétta svar. Þegar möguleikamir hafa verið skoðaðir er ákvörðun loks tekin um hvaða leið skal farin og þegar hingað er komið er sú ákvörðun yfirleitt sjálf- gefin. Einn mikilvægur kostur við þessa leið Japana fram yfir leið Bandaríkja- manna er að það þarf ekki að „selja“ öðrum starfsmönnum lausnina þar sem svo margir hafa tekið þált í ákvörðun- arferlinu. Þetta er ekki lítill kostur þegar horft er til þess að margar þeirra ákvarð- ana sem teknar eru í vestrænum fyrir- tækjum stranda á því að ekki tekst að fá þá sent eiga að framkvæma ákvörðunina til þess að skilja mikilvægi hennar. Undirbúningurínn Að ntörgu leyti má skilja þessa mismunandi nálgun Bandaríkja- ntanna og Japana með samanburði á hugmyndafræði fólks á Vesturlöndum og Áusturlöndum. Fátt lýsir hug- myndafræðinni á Vesturlöndum betur en tilvitnunin í Benjamín Franklín sem mun hafa sagt: „Mundu að tíminn er peningar". Viðhorfið til tímans gerirþað að verkum að vestrænar þjóðir eru lík- legri en Austurlandabúar til að aðhyllast eins konar hentistefnu við lausn vanda- mála en þeir síðarnefndu láta gjarnan vangaveltur ráða ferðinni. Afleiðingin er að ákvarðanir eru hugsaðar til skamms tíma á Vesturlöndum en frernur til lengri tíma í Austurlöndum. Enn frentur ráða tilfinningar meira ferðinni á Vesturlöndum, þegar „tíminn er pen- ingar“, en á Austurlöndum, sem eykur hættu á mistökum. Sun Tzu lýsti viðhorfi Austurlandabúa í The Art of War á þá leiðaðsigursæll herfæri aldrei tilorrustu fyrr en orrustan væri unnin. Með öðrum orðum snýst þetta um að undirbúa sig fyrir hið versta á meðan það er hægt að greiða úr því, þ.e. áður en það verður óleysanleg flækja. Hið góða við leið vestrænna þjóða er að ákvarðanir eru teknar hratt og örugglega þegar oft er ntikilvægara að taka ákvörðun en að velta vöngum yfir því hvaða ákvörðun skuli taka. Stundum er heldur ekki tími til þess að fara í gegnum mikinn hugsanaferil varðandi ákvörðun þegar krísa stendur fyrir dyrum. Á móti kernur hins vegar að oft hefði mátt vera búið að gera þessar ákvarðanir auðveldari ef undirbúning- urinn hefði verið réttur. Þessi gríðarlegi hraði við ákvarðanatökur sem eru byggðar á tilfinningum frekar en vel athuguðu máli getur auðveldlega leitt menn í ógöngur. Einhverjar rnítur geta ýtt mönnum til að taka ákvarðanir sem eru í raun byggðar á brauðfótum þegar á hólminn er komið. Enn fremur geta ákvarðanir sem byggðar eru á miklum tilfinningum leitt til þess að það er erfið- ara en ella að hætta við þær og snúa við áður en skipið hefur siglt á ísjakann. Vegurinnheim ðagot Islendinga við ákvarðana- tökur getur verið hættulegt en hraðinn og sveigjanleikinn gerir það þó að verkum að þeir eru oft betur en aðrir í stakk búnir til að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það á eftir að koma í ljós hvort kaupendur verslunarkeðja í Dan- mörku voru búnir að sigra í stríðinu áður en þeir lögðu í það en þó er ýmislegt sem spilar nteð þeim í þessunt leik. Það gæli hins vegar verið vandamál ef þeir hafa ekki varðað sér leið út úr þessum rekstri sem hefur svo lengi verið til vandræða í dönsku viðskiptalífi. Þá getur skamm- tímaávinningurinn farið fyrir lítið. 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.