Vísbending


Vísbending - 05.08.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.08.2005, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) Viðskiptavinurinn Eitt þemað sem var að koma upp í þjónustuhagkerfinu þegar það reis sem hæst var áherslan á hvern á og einn viðskiptavin, með öðrum orðum mælingar á því hvað einstakir viðskipta- vinir vilja. Sumir vita ekki hvað þeir vilja en þá gekk leikurinn út á að hjálpa þeim að finna það út. Upplýsingatæknin leikur stórt hlutverk í einstaklings- bundinni þjónustu þar sem þjónustan krefst þess að fyrirtæki viti hvaða þarfir og óskir viðskiptavinurinn hefur. Þetta hefur orðið sérstaklega mikilvægt til þess að tengja staðbundna þjónustu við óskir ákveðinna viðskiptavina en fyrirtæki eins og Google eru á góðri leið með að innleiða byltingu í þeim málum. Hin persónulega þjónusta snýst þó um að spyrja hvað viðskiptavinurinn vill og óskar og hanna framboðið eftir því, eitthvað sem virtist vera hverfandi hugsunarháttur þegar leið undir lok tíunda áratugarins. Þetta snýst einnig um að skilgreina hvað fyrirtækið er að bjóða upp á og af hverju, hver er ábati viðskiptavinarins - ekki einungis við kaup á vörunni heldur yfir líftíma vörunnar og viðskiptavinarins. Þetta krefst þess að sjálft viðskiptalíkanið sé endurskoðað með viðskiptavininn að leiðarljósi. Hversu langt fyrirtæki er tilbúið að ganga í þessa átt fer eftir ýmsu en það er ágætt að hafa nokkur heilræði til að styðjast við: - Vertu viss um að þú sért að selja það sem viðskiptavinurinn vill kaupa. - Miðaðu kröftum og hæfileikum fyrirtækisins að því sem gerir fyrirtækinu kleift að standa upp úr í þvögu samkeppnisaðilanna. - Byggðu kerfið þannig að það styðji þá stefnu sem tekin hefur verið. - Haltu menningunni lifandi og hreyfanlegri. - Gerðu tækninni að þínum þræl en ekki drottnara. - Hafðu skilaboðin á hreinu og haltu þér við þau. Konunglegar móttökur Fyrrnefnd heilræði snúast um heild- armynd fyrirtækisins en ekki einungis forsíðumyndina sem skugga- baldur Jóhannesar í Bónus vonast til þess að laga. Þjónusta getur verið mikilvægursamkeppnisstyrkleikienhún verður að vera þess eðlis að hún skapi virði og ábata í huga viðskiptavinarins. I vissum tilvikum er ljóst að þjónustan getur reynst meira virði en varan sem er verið að selja. I slíkum tilvikum á við- skiptavinurinn að upplifa konunglegar móttökur. (Framhald af síðu 2) sé einhvers konar sálarsnillingur sem hann að öllum líkindum ekki er. Það er hins vegar ekki það sama og að búa til störf sem eru þess eðlis að starfsmaður geti fundið sig í þeim, fengið þá ábyrgð sem hann vill og náð árangri, fengið endurgjöf á það sem hann hefur verið að gera og lært eitthvað nýtt. Sum fyrirtæki beita þessu öllu saman í von um að einhver aðferðin verði til þess að fá starfsmennina til þess að skapa fyrirtækinu framtíð. Oft eru til skilvirkari leiðir. Jack Welch skipti fólki í dilka eftir því hvort hann áleit það rísandi stjörnur, fallandi stjömur eða skemmdavarga (í lauslegri þýðingu) og umgekkst það eftir því. Hættan er þó, rétt eins og í tilviki tví- skiptingar McGregors, að slíkar ein- faldanir séu líklegar til þess að afvegleiða fólk í samskiptum þó að þær geti hjálpað við vissar aðstæður. ✓ I einum kór Stjórnendur geta lært mikið um hvað fær fólk til þess að vinna vel þegar gulrótin og pískurinn eru ekki til staðar, eins og í félögum, klúbbum og sam- tökum þar sem fólk vinnur í sjálfboða- vinnu. Jafnvel kórinn getur kennt stjórnendum ýmislegt. I kórnum eru bassar, tenórar, sópran- og alt-raddir en fólkið getur verið mjög ólíkt þó að það tilheyri einni rödd betur en annarri. Sumir eru hins vegar það falskir að þeir eiga einfaldlega ekki heima í kórnum. 1 áhugamannakórnum er það ekki písk- urinn eða gulrótin sem ræður mestu um hvort að hann hljómi vel heldur rniklu frekar samstæður vilji til þess að hljóma eins vel og mögulegt er miðað við þær raddir sem í boði eru. Tónlistin sjálf og hlustendur hafa einnig mikil áhrif á hvernig kórinn mun hljóma. Stjórn- andinn getur skipt sköpum með þeim verkefnum sem hann velur og hvernig hann hveturog agarkórmeðlimi. En það er þó ábyrgð og áhugi hvers og eins til þess að vera hluti af kórnurn sem gerir kraftaverk. ' Vísbendingin ) \ niðurlagi bókar sinnar The Human Side of Enterprise sagði Douglas McGregor: „Tískubylgjur munu konta og fara. Grundvallaratriði hæfni manns- ins til að starfa saman með öðrum mönnum auglitis til auglitis rnunu lifa af tískubylgjurnar og einn dag verða við- urkennd. Einungis þá munu stjórnendur uppgötva hvernig þeir hafa vanmetið raunverulega möguleika mannauðs- ins.“ Það er mikið til í þessu. Gulrótin og pískurinn munu ekki verða til þess að leiða þessa hæfileika í ljós. Aðrir sálmar v__________________________________y / " > Kúvendingar Formaður Samfylkingarinnar skrifar í Mbl. 4.8.2005: „Þegar umræðan hófst um einkavæðingu bankanna var það skýr stefna þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja ætti dreifða eignaraðild að bönkunum. Nefndi hann að það gæti dugað að stærstu eignaraðilarnir ættu 3-8% í bönkunum og m.a. mætti binda þetta í lög. A árinu 1999 varð kúvending á þessari stefnu þegar ákveðið var að selja 51 % hlut í FB A í einu lagi og var það m.a. gert á þeiiTÍ forsendu að þannig fengist hæsta verð fyrir hlutinn. Áður höfðu nokkur átök orðið í þeim hluthafahóp sem fyrir átti í bankanum eftir að upp komst að hlutabréf höfðu verið seld til s.k. Orca-hóps. Þegarsænski SEbankinn sýndi áhuga á að kaupa Landsbankann árið 1998 sló forsætisráðherra á puttana á þáverandi viðskiptaráðherra og sagði honum að þjóðarbankinn mætti ekki lenda í höndum útlendinga. Árið 2001 varð kúvending á þessari stefnu og fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu var falið að undirbúa sölu kjölfestuhlutar í Landsbankanum til erlends fjárfestis þar sem mikilvægt væri að fá erlenda aðila inn á þennan rnarkað með fjármagn og þekkingu í farteskinu. Sú sala gekk ekki eftir á þeim tíma og enn varð kúvending árið 2002 þegar hlulur ríkisins í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum var auglýstur til sölu og auglýsingin ein- vörðungu birt innanlands. Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu vann að því að selja hlut ríkisins í Landsbank- anum og var almennt talið að betra væri að selj a ekk i báða bankana í e inu - þannig fengist hærra verð fyrir eign ríkisins. Kúvending varð á þessari stefnu einn dag í júlímánuði 2002 og ráðherranefnd- in um einkavæðingu ákvað skyndilega að selja báða bankana í einu. Við sölu Landsbankans var ákveðið að láta verðið ekki ráða úrslilum en mest áhersla lögð á fjárhagsstöðu fjárfestis og fram- tíðaráform um rekstur bankans. Þannig bauð S-hópurinn betur en Samson en fékk þó ekki bankann. Hann fékk hins vegar Búnaðarbankann í sinn hlut. Engar haldbærar skýringar hafa fengist á öllum þeim kúvendingum sem urðu á stefnu ríkisstjórnarinnar í einkavæð- ingatferli bankanna.“ - bj V__________________________________) ÁRitstjóri og ábyrgðarmaður: N Eyþór (var Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.