Vísbending


Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16. júní 2006 22. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Svartir dagar á hlutabréfamarkaði Ekki blés byrlega á hlutabréfa- mörkuðum framan af vikunni 12.-16. júní. Að kvöldi mið- vikudags voru flestir markaðir við eða nálægt lægsta gildi á árinu. A fimmtudaginn réttu markaðirnir að- eins úrkútnum. Islenski markaðurinn var engin undantekning. Eftir mikla siglingu í upphafi árs og bjartsýni markaðsaðila fór vísitalan niður á við jafnhratt og hún fór upp en nú hefur hún sveiflast kringum gildið 5.500 í tvo mánuði og því er hægt að segja að jafnvægi hafi náðst í bili. Island Mynd 1: Úrvalsvísitalan íslenska frá I. /. til 15.6. 2005. Heimild: Kauphöll Islands. Ovíða hafa hlutabréf hækkað jafnmik- ið í verði og hér á landi undanfarin tvö ár og þeir sem átta sig á þvi hvern- ig ávöxtun virkar sáu að slík hækkun gat ekki endurtekið sig aftur og aftur. Islenski markaðurinn hefurbrotið öll lög- mál. Markaður sem vex um 60% á ári tífaldast á fimm árum, hundraðfaldast á tíu árum og þúsundfaldast á fimmtán árum. Þó að vel hafi gengið á mörgum sviðunr og vöxtur sumra fyrirtækja, eins og til dæmis Kaupþings og Bakkavarar, haft verið ævintýri líkastur þá eru engu að síður engin dæmi urn að heill markað- ur, þótt lítill sé, hafi vaxið með slíkum hraða í langan tíma. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna hlutabréfaverð á markaðin- um hafi lækkað svo mikið sem raun ber vitni. Avöxtun fyrri ára er að hluta til borin uppi af stórum íjárfestum sem hafa, með mikilli ásókn í hlutabréf, hækkað verðiðmikið. Hækkunafþessu tagi hefur að sjálfsögðu vakið athygli almennings og í byrjun árs 2006 munu margir hafa gerst Ijárfestar, oft með lánsfé. Þeir seni tóku þá erlend lán hafa lent tvöfalt í því, lánin hafa stórhækkað en eignin lækkað í verði. Segjurn að einhver hafi keypt hluta- bréf fyrir 100 milljónir króna um rniðjan febrúar og tekið 7 5 milljóna króna lán og átt 25 milljónir í hlutabréfum fyrir. Hann hefur svo sett öll hlutabréfin sem veð fyrir láninu í erlendri mynt. Það hefur nú hækkað i um 90 milljónir en bréfin lækkað um 23% (ef þau fylgja vísitöl- unni) og eru því 77 ntilljóna virði í dag. Höfuðstóll hans hefur því lækkað úr því að vera jákvæður um 25 milljónir í það að vera neikvæður um 13 á örskömmum tíma. Tapið er 38 milljónir og líkur eru á því að lánið sé gjaldfallið. Fjölmargir hafa lent í því að undanfömu að bank- ar hafa gjaldfellt lán vegna þess að tryggingar hafa rýmað. Getan til þess að greiða hefur hins vegar rýmað á sama tima og er jafnvel engin orðin, eins og í dæminu hér að frarnan. Þegar neikvæðar matsskýrslur tóku að berast frá útlöndum veiktist krónan, eins og allir vita, og í kjölfarið minnkaði kaupgetan og gengið lækk- aði. Gjaldfelling lána verður til þess að margir neyðast til þess að selja þó að aðstæður séu ekki hagstæðar og gengið fellur enn. Til lengri tima litið er engin ástæða til þess að ætla að gengið haldi áfram að falla nema ef verðbólgan heldur áfram af sama krafti og undanfarið. Útlönd slenski markaðurinn er ekki sá eini sem gengið hefur í gegnum áföll á yf- irstandandi ári. A mynd 2 sést að margir markaðir eru neikvæðir á árinu. Þó er (Framhald á síðu 4) r I Mynd 2: Avöxtun á hlutabréfamörkuðum árið 2006. 2 —CQ and 1 )ani ýsk iland 1 Ávöxtun frá áramótum Lækkun frá hæsta gengi t eirr urinn A myndinni sést ávöxtun frá áramótum í prósentum og lœkkun frá hœstu stöðu á árinu 2006.Heimildir: Kauphallir, útreikningar Visbendingar. 1 Hlutabréf hafa lækkað í verði um heirn allan. Hvergi hefur lækkunin frá hæsta verði verið meiri en hér á landi. 2 Halldór Ásgrímsson lét af störfum forsætisráðherra 15. júní. Kaupmáttur hef- ur aldrei verið meiri hér á landi. 3 Hefur Evrópusambandið staðist þær væntingar sem menn gerðu til þess árið 1992? Ekki að öllu leyti. 4 Eiga ijölmiðlar að stinga eins og býfluga út um allar trissur eða eiga þeir fyrst og fremst að segja fréttir?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.