Vísbending


Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.06.2006, Blaðsíða 2
V ISBENDING Við höfum aldrei haft það jafn gott Mynd 1: Kaupmáttur 1944-2006. Miðað er við tímakaup verkamanna til 1961, tímakaup iðnaðarmanna til 1990 og reiknað er út frá launavísitölu og vísitölu neyslu frá 1990. Heimild: Hagstofa Islands, Hagskinna o.fl. Halldór Ásgrímsson læt- ur nú af störfum sem forsætisráðherra eftir óvenjulega langan stjómmála- feril. Hann hefur setið á þingi á ijórða áratug og verið ráðherra næstlengst allra íslenskra stjóm- málamanna. Flokkur hans hefur veriðíríkisstjómnærsamfelltffá því að hann settist á þing að und- anskildum tveimur timabilum, annars vegar í nokkra mánuði árin 1979-1980 og hins vegar 1 ijögur ár 1991-1995. Þegar stjómmálamenn setjast í helgan stein er hægt að meta ár- angur þeirra með ýmsum hætti. Stundum er reiknuð svonefnd eymdarvísitala þar sem lögð er saman verðbólga og atvinnuleysi. Hún er ekki sérlega vísindaleg og hefur það sér helst til ágætis að auðvelt er að reikna hana. Það sem almenningur frnnur helst fyrir er kaup- máttur launa. I þessari grein erreiknað hve mikið kaupmáttur hefur aukist árlega í tíð hvers forsætisráðherra. Þróun kaupmáttar r Amynd 1 sésthvemigkaupmátturhefur þróast Ifá stofnun lýðveldisins. Hann er nú nálega þrefalt meiri en hann var árið 1944 og um nífaldur á við það sem hann var við upphaf fyrri heimsstyrjaldar árið 1914. Þó að mikið hafi áunnist fer því fjarri að vöxturinn hafi verið jafn og stígandi. Margar lægðir hafa orðið á ferlinum og sú dýpsta varð milli 1980 og 1984, en árið 1983 tókríkisstjóm SteingrímsHermanns- sonar við af stjóm Gunnars Thoroddsens. Nokkur löng samdráttarskeið hafa orðið á þessum tíma, nú síðast á árunum 1988- 1995. Síðanþáhefúrkaupmátturhins vegar vaxið á ári hverju í ellefu ár og það hefúr aidrei gerst áður. I töflu 1 sést hvort og þá hversu mik- ið kaupmáttur hefur aukist á starfstíma h vers forsætisráðherra frá 1944. Taflan er ekki alveg nákvæm því að ekki er tekið tillit til þess hvenær ársins stjómarskipti urðu en hún gefur þó hugmynd um þró- un kaupmáttar undir hverri stjórn um sig. Það erþó ekki allt unnið með því að kaupmáttur aukist mikið tímabundið ef aukningin er á sandi byggð og hverfur eins og dögg fyrir sólu um leið og ný stjóm tekur við. Kaupmátturjókst mikið í tíð vinstri stjómarinnar 1971-1974 en svo dró aftur úr honum árin á eftir. Verð- bólgan á þessum áratug og verðtrygging launa hefur líklega orðið til þess að kaup hefur verið hærra en atvinnuvegimir gátu staðið undir. Stökk frá 1914 til 1945 Kaupmáttur tímakaups verkafólks jókst mikið frá upphafí fyrri heims- styrjaldartil lokaþeirrar seinni. Ámynd 2 sést að einungis á áratugnum frá 1964- 1974 hefur kaupmáttur aukist viðlíka á ári en næsta áratug á eftir rýmaði hann aftur þannig að ávinningurinn var sýnd veiði en ekki gefm. Það sem einkennir aukningu kaupmátt- ar nú er að hún hefur verið stöðug og haldist á ári hverju í 12 ár. Þess vegna er margt sem bendir til þess að meiri inni- stæða kunni að vera fyrir henni nú en á árum áður en þá var hún þó oft skarpari en nú en stundum býsna skammvinn. Kaupmátturinn árið 1974 var til dæmis sá sami og tveimur áratugum síðar. Það hefði örugglega verið heillavænlegra að kaupmátturinn hefði aukist jafnt og þétt á árunum þar á undan en ekki falist í skamm- vinnri „veislu“ eins og raunin var. Átöflu 1 sésthvemighverrikisstjóm um sig stóð sig á þessu prófi. Ekki er eðlilegt að gera mikið úr niðurstöðunni þegar stjómimar sitja aðeins í skamman tíma. Sem fyrr segir jókst kaupmáttur mikið á árum fyrra ráðuneytis Olafs Jó- hannessonar og hann jókst árlega um fimm prósent í tíð tveggja ríkisstjóma Olafs Thors, nýsköpunarstjómarinnar og stjórnarinnar 1953-1956.1 tíð nokkurra Myiul 2: Kaupmáttaraukning frá 1914 lil 2004. Kaupmáttaraukning 6,0% u 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% -1,0% -2,0% I—I . 1/1-9 A 9/1 -'XA 'IA.AA AA.RA RA-RA KA.7A 7 4-6 Aratugur Myndin sýnir árlegan vöxt kaupmáttar. Heimild: Hagstofa Islands og útreiknin- gar Vísbendingar. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.