Vísbending


Vísbending - 16.06.2006, Page 4

Vísbending - 16.06.2006, Page 4
V ISBENDING (Framhald afsíðu 1) sveiflan milli hæsta og lægsta gengis mest á Islandi. Hlutabréfaverð ájapanska markaðinum hefur reyndar líka lækkað um nálægt 20% frá hæstu stöðu á árinu. Afþeim mörkuðum sem sjást ámyndinni hefur bilið milli hæsta og lægsta gengis verið mest í Svíþjóð, eða 13%, og 12% í Þýskalandi. Lækkunin frá áramótum er líka mest hér á landi, eða um 3%. (Framhald af síðu 3) um má oft skilja að verkefni evrópskra blýantsnagara sé einkum að íþyngja venjulegu fólki með flóknu reglukerfi. í áðumefndri könnun kom fram andstætt sjónarmið. Þar töldu menn að sameigin- legir Evrópustaðlar gerðu það að verkum að nú væri mun auðveldara en áður að selja vörur alls staðar á svæðinu. Menn þyrftu ekki að eiga við mismunandi reglur í hverju landi um sig. Einn af ókostum alþjóðavæðingar er sagður sá að allir verði eins. Einkum hafa andstæðingar hennar snúist harkalega gegn bandarískum Iramborgarakeðjum. Reynslan virðist hins vegar ekki benda til þess að vömúrval verði fábreytilegra heldur þvert á móti hafí það aukist. Hér á landi sjá menn erlenda osta og skinku sem áður voru bannvara, svo að dæmi sé tekið. Eitt af því sem hefur lækkað er dreif- ingarkostnaður. Nú hafa stórar innkaupa- keðjur sameinast og nýta sér hagkvæmni stærðarinnar til þess að gera hagkvæmari innkaup en áður og einfalda birgðahald og dreifingu. A móti þessu hafa kom- ið hækkandi laun og aukinn hagnaður smásala. Ein Evrópa? Flæði vinnuafls um Evrópu er nú frjálst að mestu. Hér á landi hafa menn séð að útlendingum hefur fjölgað mikið. Stjómmálamenn reyna meira að segja að höfða sérstaklega til kjósenda af erlendum uppruna. Þetta er þó ekki vegna frjáls flæðis vinnuafls innan Evrópu því að flestirútlendingarsem hérvinnakoma af öðrum ástæðum. Þeir hafa verið ráðnir vegna þess að mikill skortur hefur verið á vinnuafli í ákveðnum störfum, til dæmis byggingarvinnu, þrifum og fiskvinnslu. Það var ekki fyrr en 1. maí síðastliðinn semfólki fránýjum löndumEvrópusam- bandsins varð frjálst að því að vinna hér á landi án sérstakra leyfa. Tungumálaörðugleikar munu alltaf valda því að menn geta ekki farið milli landa og keppt á jafnréttisgrunni um hvaða starf sem er, einfaldlega vegna þess að sá sem kann tungumál heima- manna illa eða alls ekki getur ekki sinnt Margir íslenskir fjárfestar hafa keypt erlend hlutabréf og þeir sem það gerðu eru nú kátir því að gengisfellingin hefur þegar tryggt þeim góða ávöxtun á þeim hluta verðbréfasafnsins. Til lengri tíma litiðjafnast áhrif gengisfellingarinnarút og það verður hin undirliggj andi ávöxtun hlutabréfanna sjálfrasem ræðurþví hvort menn tapa eða græða á fjárfestingunni. öllum störfum. Engu að síður sjáum við að útlendingar eru famir að taka að sér fleiri störf en áður, til dæmis kennslu við háskóla, en nú þykir ekki tiltökumál að kennt sé á ensku þótt það hefði verið úti- lokað fyrirnokkrum árum. Nýlega birtist frétt urn að hópurdanskrahjúkmnarfræð- inga hefði verið ráðinn í afleysingar að Landspítalanum. Sjúklingar hafa þegar kynnst samskiptum við útlendinga þvi að margt af ófaglærðu starfsfólki spítalanna er af erlendu bergi brotið og það talar nrargt litla íslensku. Þróunin heldur áfram Kannski hafa menn verið býsna óþol- inmóðir árið 1992 og búist við því að breytingar yrðu fyrr á ferðinni en raun ber vitni. Lítill ágreiningur virðist vera um það að Islendingar hafí grætt á því að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæð- inu. Engir stjómmálamennhaldaþví nú á lofti að þeir hafí staðið á móti inngöngu íslands á svæðið og sumir virðast jafnvel hreyknir af því að hafa stutt það með hjásetu. Möguleikar Islendinga erlendis hafa margfaldast en erlend fjárfesting hér á landi hefur ekki verið jafnmikil og margir hafa vænst. Það er athyglisvert að i mörgum byggðarlögum, þar sem menn hafa almennt hneigst til þess að vera á móti þátttöku Islendinga i erlendu samstarfi, fagna þeir nú þegar erlendir aðilar ijárfesta í heimabyggð þeirra. Er þar nærtækt að nefna Norð-Austurland þar sem mestur stuðningur hefur yfírleitt verið við Framsókn, Alþýðubandalag og síðar Vinstri græna af öllum svæðum. Nýlegar sveitarstjórnarkosningar gætu bent til þess að stjórnmálaviðhorf á þessu svæði væru að breytast í kjölfar breyttra aðstæðna. A næstu árum munu áhrif þess að ný lönd eru komin inn í ES koma fram. Þau stefna flest að því að taka upp evruna og þá verður til enn stærri markaður þar sem verðlagning er algerlega gegnsæ. A þessu svæði er bæði kaupgj ald og verðlag mun lægra en í löndunum sem fyrir voru og það verður fróðlegt að sjá hve langan tíma það tekur að jöfnuður náist. 1 Aistrich, Sagafi og Sciglimpaglia: European Business For- um, Issue 24, Expectations Unfulftlled, Aðrir sálmar v____________________________________y ( ~ ^ Stunga býflugunnar Jóhann Hauksson segir í Morgunblað- inu 13. júní: „Góður fjölmiðill á að stinga eins og býfluga út um allar trissur og á ekkert að fara á taugum yfír svona hlutum. Það er nú bara mín skoðun.“ Jó- hanni sámar að gerð er athugasemd við það að hann blandi saman eigin skoðun- um og fréttaskýringum. Nú er það vandi að skrifa þannig að skoðanir höfundar komi hvergi fram. Menn velja og hafna efni og em þar með strax sekir að þvi að gera ekki öllum jafnt undir höfði. Frétta- skýringar um einstök málefni em með vinsælasta efni blaðanna. Þeir sem hafa áhuga á málinu sökkva sér niður í þær og hinir sem lítið vita koma oft stómm fróðari frá lestrinum. í flóknum málum er það nrjög gagnlegt að geta sett sig inn í aðalatriði málsins með því að lesa góða fréttaskýringu. Morgunblaðið hefur oft tekið mál mjög vandlega fyrir og safnað santan geysimiklum fróðleik. Galli við fréttaskýringar Morgunblaðsins erhversu langar þær hafa oft verið. Jafnvel frétta- þyrstustu lesendum fallast hendur þegar við blasir hver breiðsíðan á fætur annarri. Fréttablaðið byggist upp á fréttum sem eru svo stuttar að nánast ómögulegt er að fj alla ítarlega um viðfangsefnið. Því er mjög mikilvægt að blaðið birti vandaðar frétta- skýringar, lesendum til glöggvunar. Viðhorf Jóhanns um að fjölmiöill eigi „að stinga út um allar trissur" er vissulega algengt rneðal fjölmiðlamanna. DV gekk út á það að stinga og særa. A endanum hafði það ofboðið lesendum svo að þeir hurfu að mestu. Nema eigendur hafi „far- ið á taugum“. Góður íjölmiðill á fyrst og fremst að segja fréttir á glöggan og hlut- lausan hátt. Fjölmiðlamenn sem setja fram sína skoðun á hverri frétt með alhugasemd, eins og Sigmundur Emir og Omar Ragn- arsson, eru ekki góðir fréttamenn, jafnvel þó að þeir geri margt vel. Miðill eins og Fréttablaðið sem er svo nátengdur mikl- um hagsmunum er stöðugt undir smásjá. Hvaða fréttir flytur blaðið og hverjum er sleppt? Hvaða fréttir eru settar á forsíðu og hverjar á innsíður? Það er ánægjuefni ef ritstjóm blaðsins vill vera hlutlaus í fréttaflutningi og vali á fréttum. bj V__________________________________ J Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ' Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita l^án leyfis útgefanda._______________y 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.