Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 2
Verzlunarstéttin °g þjóðstjórnin O amvinna sú, er nú hefir tekist milli þriggja aðalflokka þingsins, boðar væntanlega þjóðinni ^ einhverjar breytingar til batnaðar frá því niðurlægingarástandi, sem nú er og verið hefir um skeið. En af þessari samvinnu hefir verzlunarstéttin ennþá fátt gott að segja, hvað sem síðar kann fram að koma. Þessi stétt hefir nú orðið að taka á sig miljóna-skatt með þeirri gengislækkun, sem nú er orðin. Þessi skattur, sem lendir á henni frekar öðrum stéttum þjóð- félagsins, er mjög ómaklegur sökum þess, að innflytjendurnir hafa af ríkisvaldinu verið neyddir til að kaupa vörur með óvenjulega löngum gjaldfresti. Auk þess hafa gjaldeyriserfið- ieikarnir aukið skuldir þeirra stórkostlega við útlönd. Það er fullkomin sanngirniskrafa að hið opinbera taki einhvern þátt í tapi sem þannig hefir myndazt fyrir innflutning brýnna nauð- synjavara, sem seldar eru með litlum hagnaði. Annað atriði í sambandi við myndun þjóðstjórnarinnar, sem verzlunarstéttin hefir litla á- stæðu til að gleðjast yfir, er það, að hún á framvegis að hafa öll sín mál undir stjórn þess manns, sem sýnt liefir henni meiri andúð, ljóst og leynt, en nokkur annar maður, fyr eða síðar, sem um hennar mál hefir fjallað. Þessi maður er Eysteinn Jónsson, núverandi við- skiptamálaráðherra. Það var eigi heillastund fyrir íslenzku þjóðina, þegar honum voru fyrst feng- in í hendur verzlunarmál landsins. Núverandi ástand er ljós vottur um það hvernig starfið hefir farið honum úr hendi. Verzlunarstéttin gerir sér því engar tyllivonir um jafnrétti og sanngirni, meðan hún verður að sækja leiðrétting sinna mála í hendur andstæðinga sinna. Hins vegar treystir hún því fyllilega, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins muni vinna hennar málum það gagn, er þeir mega. Hún mun því bíða átecta og sjá hverju fram vindur. Verzlunarstéttin hefir sett fram kröfur um það að hún njóti fullkomins jafnréttis um úthlutun innflutnings og ráðstöfun gjaldeyris á við samvinnufélögin. Hún heimtar engin sér- réttindi, aðeins jafnrétti og sanngirni. Að þess im kröfum stendur stéttin heil og óskipt. FRÁ ÞEIM VERÐUR EKKI VIKIÐ UM HÁRSBREIDD, og þeim verður haldið til streitu þangað til stjórnarvöld landsins sjá sóma sinn í því, að láta sama yfir alla ganga, sem við innflutn- ing og verzlun fást í landinu. Ástandinu, sem þessar kröfur eru sprottnar af, verður bezt lýst með því að taka hér upp kafla úr erindi Björns Ólafssonar, sem hann flutti á Verzlunarþinginu. „Þeim, sem atvinnu hafa af að flytja vörur til landsins, er nú skift í yfir- og undirstétt. Það eru tveir flokkar, sem hafa mismunandi þegn- rétt í þjóðfélaginu, samvinnumenn og kaup- menn. Hinir síðarnefndu ha-fa engan viður- kenndan rétt til innflutnings og þar með ekki 2 til verzlunar, eins og nú standa sakir. Þann rétt hafa aðeins kaupfélög og samvinnufélög og verzlunarstéttin fær aðeins það, sém af gengur þegar fullnægt hefir verið þessum löghelgaða rétti félaganna. Hér er um að ræða tvennskon- ar lög, tvennskonar mannréttindi í þjóðfélagi, FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.