Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 4
EINU SINNI í febrúarhefti þessa rits var grein um reynslu Björns Kristjánssonar af örðugleikum þeim, sem íslenzk verzl- unarstétt átti í upphafi við að stríða vegna alræðis danskra kaupmanna og dansks fjármagns hér á landi. í eftirfarandi grein, sem tekin er saman úr greinum í nokkrum Kaupmannahafnarblöðum, lýsir elzti núlif- andi íslands-kaupmaður þar í landi minningum sínum frá verzlunarárunum hér. Kaupmaður þessi er Dines Petersen, sem nýlega varð áttræður, en í tilefni af því áttu blöðin viðtal við hann. réttaritari eins blaðsins segir að það hafi . . brugðið fyrir angurværu brosi á andliti gamla mannsins, þegar hann sagði: Þessi verzlun (Islandsverzlun Dana) er nú í rauninni ekki lengur til. Henni hefir hríðfarið aftur síðustu árin og Danmörk má sín nú ekki eins mikils og áður í íslenzku verzlunarlífi. Enn einu sinni var------. Það var á löngu liðnum dögum, að Danir höfðu glæsilega verzlun á ís- landi. Þegar ég byrjaði að verzla við ísland héð- an frá Kaupmannahöfn voru allmargir Islands- kaupmenn hér fyrir og höfðu margir þeirra sín eigin skip. Ég minnist þess, að firmað Hans A. Clausen átti 12 skip. Flotinn, sem til íslands sigldi var yfir 50 skip og það glæsileg- asta af þeim hét Emma Arvigne, en það var barkskip í eign Hoepfners. Ég gleymi aldrei vortímanum í Kaupmannahöfn fyrir hálfri öld, þegar þessi floti var að taka vörur í Nýhöfn eða Kristjánshöfn eða þegar skipin komu aftur 4 á haustin með íslenzkar afurðir. Það var ljóm- andi að sjá. Siglingin til íslands hefir líklega verið erfið, spyr einn fréttaritarinn. Já, vissulega var hún það. Skipin voru lengi á leiðinni. Fyrsta ferð mín til íslands var sú lengsta, sem ég hefi á æfi minni farið, hún tók 40 daga og 40 nætur eins og eyðimerkurferðin í Biblíunni. Það er mikill munur eða nú. Ég minnist þess, að vinur minn Thor Jensen öfund- aði mig af þessu 40 daga meti, því að hann hafði aðeins verið 39 daga í fyrstu ferð sinni. Og það var ekki eingöngu, að ferðin væri löng — hún var á margan hátt svaðilför fyrir papp- írsbúka utan úr kóngsins Kaupmannahöfn. Fæð- ið var fábreytt og smakkaðist ekki alltaf sem bezt. Við höfðum meðferðis skonrok, hart eins og grjót, íslenzkt kindakjöt og flesk, sem var mikið saltað, þránað smjör og nýtt kjöt, sem farið var að slá í, og þessu var skolað niður með einskonar skipsöli, sem var þynnra en hvít- öl. Rúm voru heldur ekki góð. Á skipinu Jó- hanna var svo ólundarlega til hagað, að koj- urnar lágu þversum í skipinu, svo þegar skonn- ortan lenti í sjó og vaggaði áfram og lagðist á hliðina, þá sváfu farþegarnir hér um bil upp- réttir. Svo þegar skipinu var eftir nokkurn tíma beitt út á hina hliðina, þá sneri höfuðið niður og fæturnir upp. Það var ekki skemmti- leg sigling og allra veðra von. En þetta voru frjáls VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.