Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 27
Sölumaðurinn: Þessar skyrtur blátt áfram hlægja að þvottinum. Kciupcmdinn: Já, ég kannast við það. Ég fékk eina úr þvottahúsinu í síðustu viku, sem hafði rifnað af ánægju. ¥ „Hefir nokkur spurt eftir mér meðan ég var fjar- verandi?" spurði forstjórinn. „Já“, svaraði sendisveinninn. „Hér kom maður, sem sagðist þurfa að lemja yður þangað til beinin hringl- uðu í skinninu". „Jæja, og hvað sagðir þú?“ „Ég sagði mér þætti leitt að þér væruð f jarverandi". * Jón (sem er að kaupa nýjan yfirfrakka) : „Ég get ekki notað þennan frakka, góða mín, hann er allt of stór“. Frúin: „Víst geturðu það. Og þú verður að muna, að hann á að vera nógu stór yfir vatnskassann á bílnum. Það er fyrir* öllu“. ¥ Drengur: Gerið svo vel að selja mér flibba handa honum pabba. Kaupmaður: Viltu hafa hann eins, og þann, sem ég nota? Drengur: Nei, hann á að vera hreinn. * Búðarmaður: Flibbi handa manninum yðar? Hvaða stærð? F'rúin (óvenjulega digur): Ég hefi gleymt stærðinni. en þér getið kannske séð það á því, að ég get með naumindum náð utan um hálsinn á honum með báð- um höndum. * Kaupmaður: Þessum sokkum get ég mælt með. Ég hefi notað þá sjálfur síðustu tvo mánuði. Kaupandinn: Viljið þér þá gera svo vel að láta mig hafa aðra sokka, sem þér hafið ekki notað alveg svo lengi. * Gömul kona rak verzlun með matvörur. í nokkra mánuði hafði hún verið svo óforsjál að láta óreiðu- mann nokkurn fá gjaldfrest. Þegar hún sá að hann mundi ekki borga, lét hún stefna honum fyrir rétt. „Hvað getið þér greitt?“ spurði dómarinn. Hinn stefndi þagði. Dómai'inn snéri sér þá að gömlu kon- unni og sagði: „Hvað viljið þér fá?“ Gamla konan, sem heyrði illa, tók fram heyrnarpípu og hallaði sér í áttina til dómarans. FRJÁLS VERZLUN „Hva — hvað?“ sagði hún hikandi. „Hvað viljið þér fá?“ endurtók dómarinn og hækk- aði röddina. Þá varð andlitið á gömlu konunni að einu brosi. „Ég bjóst ekki við þessu“, sagði hún. „En úr því þér eruð svona góður, þá vil ég helzt lögg af einiberja- brennivíni“. * Kaupmaður var að semja erfðaskrá sína. „Tíu þús- und krónur handa hverjum, sem hefir unnið hjá mér 15 ár“. „Þér hafið ekki verzlað í 15 ár“, sagði lögfræð- ingurinn. „Að vísu ekki. En þetta er góð auglýsing, sem ekk- ert kostar“. * Kaupandinn: „Þegar ég hneppti þessum jakka að mér í fyrsta sinni missti ég allar tölurnar og stórt stykki af klæði með hverri“. Klæðskerinn: „Þetta sýnir hversu vandlega tölurn- ar hafa verið festar á jakkann“. * Framkvænidarstjórinn: Ég get því miður ekki veitt yður stöðuna. Ég tek aðeins kvongaða menn. Umsækjandinn: Hvers vegna? Framkvæmdarstjórinn: Vegna þess að þeir flýta sér ekki eins mikið burtu á kvöldin. Minnstu bessa Minnstu þess, að sá er munurinn á hæfileikamann- inum og snillingnum, að hæfileikamaðurinn er á föst- um launum. Minnstu þess, að það er réttara að láta keppinaut- ana feta í fótspor sín en feta i fótspor þeirra. Minnstu þess, að meðaltöl geta verið skemmtileg til athugunar, en til þess að komast áfram i heiminum, verða menn að vera betri en meðaltalið. Minnstu þess, að þótt samstarfsmaður þinn noti aðra aðferð en þú, við sama starf, þá þarf það ekki að vera röng aðferð. En ef þú berð hvorttveggja saman, muntu geta lært sitt af hverju. Minnstu þess, að reynslan er allra kennara bezt. En bíddu ekki eftir því, að hún komi til þin, heldur skaltu fara til annara og spyrja um hana. Minnstu þess, að það er vizka, að vita hvað eigi að gera næst. Kunnátta að vita hvernig á að fara að þvi. Dyggð að gera það. Minnstu þess, að hér í heimi eru tvær manntegundir: Sú, er hug'sar fyrst um erfiðleikana, og hin, er hugsar um mikilvægi framkvæmdanna, þrátt fyrir erfiðleikana. Minnstu þess, að nytsemi þín á ekki að fara eftir löngun þinni, heldur getu þinni. Minnstu þess, að þú mótir ekki lunderni þitt með draumum. Þú verður að meitla það. Viljafesta er að- eins árangur af harðri baráttu. 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.