Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 3
mennum verðbréfamarkaði. Verður að telja það mjög mikilvægt og sjálfsagt að hefjast handa, þegar, er aðrar aðstæður gera starfrækslu al- menningshlutafélaga kleifa. Er þá komið að hinu atriðinu, sem í dag hindr- ar algjörlega að menn vilji leggja fé sitt. í opin hlutafélög, þ. e. a. s. núgildandi skattalaga- ákvæðum. Arðsútborgun og skattalög Eins og nú háttar, er að vísu heimilt í hluta- félögum að greiða hluthöfum út 8% arð af nafnverði hlutabréfa á ári, þannig að þeir greiði sjálfir skatta af þeim tekjum, en hins vegar eklci félagið. Ef aftur á móti á að greiða út meiri arð, þá er skattur heimtur af honum bæði hjá hlutafélaginu sjálfu og eins hjá þeim, sem nýtur hans, þ. e. a. s. liluthafanum. Þannig skilst mér, að svo gæti farið hjá hlutafélagi, sem vel hagn- aðist og vildi láta hluthafana njóta ágóðans, að mun meira en allar tekjurnar færu í skatta til ríkis og bæjar. Með öðrum orðum, það er bein- línis bannað í raun að greiða nokkurn tíma meiri arð en 8% af nafnverði hlutabréfa. Sjá auðvitað allir, að lítt er eftirsóknarvert að leggja fé sitt í slík hlutabréfakaup, þegar bankavextir eru hærri. Eignaaukningar félagsins nýtur liinn almenni hluthafi ekki heldur, því að arðinn má ekki reikna af eignum þeim, sem standa á bak við bréfið þótt þær aukist, heldur af nafnverði þess. A hinn bóginn er svo ekkert því til fyrirstöðu að greiða til dæmis framkvæmdastjóra eða bara stjórnendum hlutafélags 2, 3 eða 400 þúsund króna árslaun. Þau eru þá kostnaðarliður hjá fyrirtækinu, sem enga skatta greiðir af þeim, en sá, sem launanna nýtur, greiðir að sjálfsögðu venjulegan tekjuskatt. Ef þessi hagnaður væri greiddur út sem arður, mundi hann hins vegar fyrst vera skattlagður hjá félaginu og síðan lijá hluthafanum og þannig e. t. v. verða minna en einskis virði. Eg held, að í þessari staðreynd sé fólgin ein af meginorsökunum fyrir því, að við Islending- ar drögumst aftur úr öðrum lýðræðisþjóðum á efnahagssviðinu. Víðast erlendis er tilhneigingin sú, að fyrirtæki stækki, ekki að eigendur þeirra verði færri, heldur að fyrirtækin sjálf verði stærri, hafi meira fjármagn og lítt takmarkaða möguleika til að hagnýta fyllstu tækni og þá miklu kosti, sem samfara eru stórrekstri. Ilér- lendis er aftur á móti beinlínis ákveðin tilhneig- ing til þess að fyrirtæki smækki og láti lítið á sér bera. Mönnum finnst hægast að eiga og reka lítil fjölskyldufyrirtæki, njóta arðsins af þeim, annaðhvort með því að skjóta hagnaðinum und- an skatti, eða a. m. k. með því að borga aðeins einu sinni skatt af honum, þ. e. a. s. með því að telja hann fram sem laun til sjálfra sín. Af þessu fyrirkomulagi hefur ekki einungis sprottið sú spilling, sem víðtækum skattsvikum er sauifara, heldur hefur það einnig hindrað myndun nægilega stórra fyrirtækja, þar sem fjármagni væri safnað frá mörgum hluthöfum. Þannig hefur þetta stuðlað að hinni efnahags- legu kyrrstöðu hér á landi, borið saman við fram- farir í nágrannalöndunum. Eg verð að segja það alveg umbúðalaust, að það hefur aldrei komizt inn í minn þykka haus, hvers vegna þarf að tvískattleggja tekjur þeirra fyrirtækja, sem rek- in eru í lilutafélagsformi, á sama tíma og engar aðrar tekjur í þjóðfélaginu eru skattlagðar nema einu sinni. Hér eru meira að segja ákvæði um það, sem ég persónulega tel að vísu nokkuð vafasöm, að tekjur af ákveðinni eign sparifjár í bönkum séu algjörlega skattfrjálsar, þ. e. a. s. að enginn tekjuskattur sé greiddur af vöxtum af því fé. En ef sparifjáreigandinn vildi leggja féð í góð fyrirtæki í hlutafélagsformi, sem hann hefði trú á, þá þarf hann að borga skatt af þeim tekjum tvisvar. fyrst hjá fyrirtækinu og síðan þegar hann fær arðinn útborgaðan. Þannig er sá verð- launaður, sem lætur bankastjórum eftir að ráð- stafa fé sínu, en hinum hegnt, sem kynni að vilja ráða því í hvaða rekstur fé hans rynni. Eg sé engin rök, sem mæli með. tvískattlagn- ingu arðsins. Auðvitað á að greiða skatt af tekj- unum hjá þeim, sem raunverulega njóta þeirra, þ. e. a. s. hjá fyrirtækinu af þeim hluta, sem ekki er greiddur hluthöfunum, en hjá hluthöfunum aftur á móti af því, sem þeir fá í hendur. Ríkisstjórnin hefur nú boðað breytingar á skattlagningu fyrirtækja og þykist ég vita, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni einskis láta ófreistað til að leiðrétta þetta ákvæði skattalaga á einhvern viðhlítandi hátt. En þeir verða auð- vitað að hafa Alþýðuflokkinn með í ráðum í þessu efni sem öðrum. FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.