Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 10
80.000,00. En nú er dæmið ekki svona glæsilegt(!) því það er líklegt að hann þurfi kr. 500.000,00 í rekstrar- fé, og vaxtaútgjöld hans vaxa því um ca. 20.000,00 kr. pr. ár. Þá hækkar sími, póstur og fleira og má áætla þær hækkanir ca. kr. 20.000,00. Heildar- tekjurýrnunin er því ca. 120.000,00 og tekjur hans kr. 60.000,00 minni en engar. Allir sjá, að þetta er algjört brot á grundvallarreglunum. Tekjur eiga ekki að lækka, heldur er ætlazt til að hver haldi þeirri krónutölu í tekjum, sem hann hefur haft. Enginn hefur trú á, að ríkisstjórnin hafi hér viljað fremja svo stórkostlegt ranglæti, sem hér er sýnt fram á, heldur hlýtur þetta að byggjast á „misreikningi". Samkvæmt upplýsingum, sem fengizt hafa frá ýmsum kaupmönnum og kaupfélögum, hefur verið almennt tap á rekstri smásöluverzlana í heild. T. d. hefur mér verið sagt, að árið 1959 hafi tapið í sumum verzlunum, þegar tekið var tillit til af- skrifta og annars eðlilegs kostnaðar, numið ca. 3% af heildarumsetningu þeirra. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um sölu- skatt, virðist vera gert ráð fyrir, að heildarumsetn- ing smásöluverzlana í landinu muni vera einhvers staðar milli 5 og 6 þúsundir milljóna króna á ári. Verðlagsákvæði þau, sem nú gilda, gera ráð fyrir um það bil 20% almennri lækkun á álagningu frá því sem gilti árið 1959, þ. e. a. s. lækkun á álagningu sem svarar 4% á heildarumsetningu smásöluverzl- unarinnar. Heildartap smásöluverzlana árið 1959, miðað við 5 þús. milljón kr. umsetningu, hefði samkvæmt framansögðu orðið um 150 millj. yfir árið, ef Öll kurl hefðu komið til grafar og tekið hefði verið tillit til eðlilegra kostnaðarliða. Það var þegar á árinu 1959 mikil þörf fyrir endurskoðun verðlagsákvæðanna og breytingu þeirra til hækkunar. Ef enn er miðað við 5 þús- und milljón króna umsetningu og verðlagsákvæði þau, er nú gilda, og þann kostnaðarauka, sem leiðir af vaxtahækkunum og hækkunum á þeirri þjónustu, sem ríkið selur, en hann er varlega áætlaður 1% af umsetningunni, en að öðru leyti miðað við sama kostnað, t. d. óbreytt kaup, óbreytta húsaleigu o. fl., þá má gera ráð fyrir að tap smásöluverzlunarinnar verði um 200 millj. króna á ári. Það má reikna með því, miðað við 5 þús. milljón kr. umsetningu, að smásöluverzlunin þurfi að liggja með vörumagn að verðmæti samanlagt ca. 1500 millj. kr. Það má vart gera ráð fyrir að smásölu- verzlunin sem slík eigi meira en sem svarar % til % af vörubirgðum sínum, hitt er lánsfé. Þannig nemur eigið fjármagn í heild, að því er ætla má, ca. 600 til 900 millj. kr. Ef haldið yrði fast við núver- andi verðlagsákvæði, mundi það þannig taka ca. 3 til 5 ár að éta upp allt það fjármagn, sem ís- lenzkir kaupmenn og kaupfélög eiga nú fest í smá- söludreifingunni, og byggt hefur verið upp á öllum þeim tíma, sem liðinn er síðan hin „marglofaða" einokunarverzlun var lögð niður. Verður ekki séð, að hverju leyti þjóðin er betur stödd fyrir þessar aðgerðir. Að þeim tíma liðnum, sem hér var nefndur að framan, sýnist ekki annað fyrir hendi heldur en að fá erlenda einokunarverzlun til þess að taka að sér verzlunina á ný, auðvitað undir ströngum verð- lagsákvæðum ríkisvaldsins, sem þar með tæki að sér að tryggja hag almennings á sama hátt, og verðlagsskrár konungs tryggðu „hag“ íslendinga á tímum hinnar fornu einokunarverzlunar. Ef ríkisstjórnin telur sér ekki fært að fram- kvæma stefnuskráratriði sitt, frjálsa verzlun — frjálsa verðlagsmyndun — þá er eðlilegt, að verð- lagsákvæðin verði endurskoðuð, og lagt til grund- vallar þeirri endurskoðun, hvað matvörur og ný- lenduvörur snertir, hliðstæðir útreikningar og lagð- ir eru til grundvallar um verðlag landbúnaðaraf- urða, þ. e. a. s. miðað sé við rekstur „meðalverzl- unar“ (sbr. um búskapinn, meðalbú), og álagning- in sé ákveðin þannig, að slíka verzlun sé hægt að reka með eðlilegum hætti, með eðlilegum ágóða og eðlilegum skattgreiðslum. Síðan séu ákvæði um álagningarprósentu annarra vörutegunda, sett þann- ig, að hlutfallið milli álagningarprósentu á hverja einstaka vörutegund og matvöru liér á landi, sé sama og hlutfallið milli álagningar á sömu vöru- tegundir í nágrannalöndunum (t. d. lagt til grund- vallar meðaltalsálagning í hverjum vöruflokki í Danmörku,- Noregi, Englandi og Bandaríkjunum, og síðan hlutfallið milli þessara meðaltalsálagninga í mismunandi vöruflokkum). Þannig að t. d. ef meðaltalsájagningin í þessum löndum er 30% á matvörur, 15% á byggingarvörur, 45% á kvenskó, 30% á metravörur o. s. frv., þá sé, ef nauðsynleg álagning á matvörur reynist hér vera 26%, álagn- ing á byggingarvörur gerð 13% á kvenskó 39% á metravörur 26% o. s. frv. Það er vitað, að álagningarhlutfall milli mismun- andi vörutegunda í frjálsverzlunarlöndunum er eng- in tilviljun — það er afleiðing langrar reynslu, og 10 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.