Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 21
Að Stong í Þjórsárdal fengu ferðalangarnir nokkra innsýn í fortíðina Sigurður Þórarinsson jarðfr., tal- aði þar og lýsti því m. a., á hverju hópurinn mætti eiga von í ferðinni hvað gistingu snerti. Flestir settu upp svip, eins og þeir vildu segja, að þeim myndi hvergi bregða, og fyrsti dagurinn liafði ekki valdið þeim vonbrigðum. Photo! Photo! Sunnudagurinn var tekinn árla, enda var löng ferð fyrir höndum — alla leið til Akureyrar. Ekið var sem leið liggur fyrir Hvalfjörð og hádegisverður borðaður í Bif- röst. Reyndar var áð í Hvalfjarð- arbotni og gluggað í nokkur jarð- fræðilcg fyrirbrigði undir leiðsögn Sigurðar. 1 Húnavatnssýslu þurfti ekki annað en að líta í skurðina mcðfram þjóðveg- inum til þess að sjá þverskurð af öskulögum, sem áttu uppruna sinn að rekja til Heklu. Þóttu það býsn mikil. Myndavélar voru stöðugt á lofti. Enda hafa þær ekki verið færri en 50 í þessum rúmlega 30 manna hópi. Aðeins aldursforsetinn, sem áður er getið, lét sér nægja að skoða það eigin augum, sem fyrir bar. Allir aðrir vildu þar að auki festa það meira og minna á filmur. Ekki er því að leyna, að allar myndat.ökurnar töfðu allmjög ferðina. Oft var hrópað: Picture — Photo! — Picture! — Photo!, eftir því hvort hljóðin komu úr ensku- eða frönskumælandi barka. Var þá ætlazt til, að bíllinn stanzaði, svo að hægt væri að komast út og taka myndir. Stundum þótti mönnum nóg að gert og Sigurður reyndi að telja fólkinu trú um, að annað eins, og reyndar bctra, niyndi það sjá síðar í ferðinni. Og stundum var hægt að telja þá áköfustu á að taka myndir út um gluggann. Enginn mun hafa hrópað hærra eða oftar, Photo! Photo! en Mme. Prof. Jaqueline Beaujeu-Garnier. Hún er húsmóðir í París og prófessor við háskól- ann í Lille. Verður að draga í efa að ferðalangarnir, þótt víða væru að komnir, hafi áður litið yndis- legri prófessor — og fáa duglegri. A. m. k. sparaði hún ekki hlaupin til að ná góðum myndum. Leið ekki á löngu þar til orðið „Photo“ var notað af öllum í bílnum, þegar þeir vildu taka mvndir. Að lokum var þó komið til Akureyrar, seint. um kvöldið, og þóttust rnenn vel að góðri gistingu komnir. En móttökurnar á Hótel KEA voru ekki í samræmi við það, sem vonazt var eftir. Laus her- bergi voru mun færri en reiknað liafði verið með. Og ástæðan? — jú, hótelstjórinn sagði, að það væri svo Iangt síðan þau hefðu verið pöjituð! Þá einu sinni, að sýnd var veruleg forsjálni, kom hún við- komandi í koll í þessu verðandi ferðamannalandi! Ekki var annað að gei-a, en skikka ýmsa til að vera saman í herbergi, og nokkrir þurftu að gista úti í bæ. „Tillitssemi" við fjallgöngumenn Næsta dag, mánudag, var lagt af stað frá Akur- eyri. Um morguninn höfðu nokkrir skolað af sér í sundlauginni, en aðrir skoðað Lystigarðinn o. fl. — Ferðinni var heitið að Mývatni. Nú voru samferða- mennirnir farnir að kynnast nokkuð, og var margt talað á 9 tungumálum. Gekk það misvel, að von- um. Þannig mun annar Japaninn hafa talað lítið annað en sitt eigið móðurmál, og var því aðeins einn í ferðinni sem skyldi hann — og var það auð- vitað landi hans. Sá danski gat vcl talað ensku, en hann vildi halda sinni Kaupmannahafnardönsku að undirrituðum, og vonandi hefur hún verið mjög slæm, því að verra var að skilja hann en ítalina. Oskulög voru skoðuð í Vaglaskógi og margar myndir teknar af Goðafossi. Komið var við í Lax- árvirkjun og síðan haldið að áfangastað við Mý- vatn. Borðað var í Hótel Reynihlíð, og flestir gistu þar einnig. Að vísu var nokkuð þröngt um FRJÁbS YEnZLUTf 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.