Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 27
skipting, hinum láglaunuðu í vil, valdi því, að þjóð- in sem heild spari minna en áður, enda þótt hinir efnaminni spari væntanlega meira, en hærri hluti þjóðarteknanna fari til neyzlu. En niðurstöður þess- ara bollalegginga hljóta að verða þær, að nauðsyn- legt sé að hvetja allan almenning til sparnaðar, jaffnramt því sem framleiðslan er aukin og kjörin bætt, ef afla skal fjármagns til að standa undir nægilegri fjárfestingu. Ymsar leiðir hafa verið reyndar til að ná þessu marki. Víða liefur verið komið á skattfrelsi sparifjár, sparnaður til hús- bygginga hefur notið sérstakra hlunninda, spari- verðlaun verið veitt o. s. frv. Almenningshluta- félög hafa í þessu efni svipuðu hlutverki að gegna. Aukinn jöfnuður — sættir vinnu og fjórmagns Því hefur verið haldið fram, að með almennings- hlutafélögum yrði stuðlað að auknum jöfnuði í tekju- og eignaskiptingu. Bætt kjör eiga rætur í aukinni framleiðni eða breyttri tekjuskiptingu. Framleiðniaukningu eru takmörk sett, og mun mega gera ráð fyrir, að kjarabætur launþegum til handa geti af þeim sökum varla orðið nema 3—4% á ári að jafnaði við venjulegar aðstæður. í „háþróuðu kapítalísku samfélagi“ munu þjóðartekjurnar skipt- ast þannig, að um % þjóðarframleiðslunnar séu greiddir sem laun, en um % eignatekjur. Þessu hlutfalli mun næsta örðugt að raska, svo að nokkru nemi, enda mun það litlum breytingum hafa tekið síðustu áratugi, þrátt fyrir ötula baráttu launþega fyrir bættum kjörum. Með almenningshlutafélög- um gæti verið unnt að vinna að auknum jöfnuði út frá annarri hlið. I stað þess að breyta hlutfalli eigna- og launatekna, skyldi brcytt skiptingu eign- anna. Þá er eitt erfiðasta viðfangsefnið í vestrænum þjóðfélögum að tryggja sættir á vinnumarkaðinum. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til þess að draga úr andstæðum milli vinnuveitenda og vinnuþiggj- enda, og skilningur á gildi „human relations" hef- ur farið vaxandi. Ein leið að þessu takmarki er Idutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag. Með því er átt við „arðþátttöku“ verkamanna, þánnig að þeir fái hluta af arði í stað launa. Á grundvelli þess- ara arðgreiðslna mætti gera þeim kleift að eignast smám saman hluti í fyrirtækjunum. Víða hefur verkamönnum verið veitt íhlutun um rekstur fyr- irtækjanna, til dæmis á þann veg, að þeir hafa kosið fulltrúa úr sínum hópi í stjórnir hlutafélaga, og hefur sú stefna einkum fcngið hljómgrunn í Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Nefnist l>etta á þýzku „Mitbestimmung“, en á ensku „joint management“. I sumum fyrirtækjum Vestur-Þýzka- lands hefur sú leið verið farin, að launahækkunum hefur verið skipt í tvo hluta, og hefur annar hlut- inn verið greiddur með hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki (,,Investivlohn“), en hinn á venjulegan hátt. Á Alþingi hafa komið fram tillögur, er hníga í svipaða átt og að ofan greinir, en hljótt hefur verið um framkvæmdir í þeim efnum. Loks er það eitt aðalmarkmið almenningshlutafélaga, að því er snýr að starfsfólki fyrirtækjanna, að stuðla að vinnufriði. Er það talið auka ábyrgðartilfinningu starfsmanna, ef þeir eiga hluti í fyrirtækjum þeim, er þeir starfa hjá, þótt litlir væru. Almennur verðbréfamarkaður í 15. grein laga um Seðlabanka íslands frá síð- asta ári segir, að bankinn megi kaupa og selja ríkisskuldabréf og önnur trygg verðbréf, og skuli hann vinna að því, að á komist skipuleg verðbréfa- viðskipti. Er honum í því skyni heimilt að stofna til og reka kaupþing, þar sem verzlað yrði með vaxtabréf og hlutabréf samkvæmt reglum, sem bankastjórnin setur og ráðhcrra staðfestir. Raddir hafa heyrzt um það, að nauðsynlegt sé að láta lögmál markaðarins ráða meiru en áður, þannig að framboð og eftirspurn á fjármagni ákvarði hæð vaxtanna. í því skyni sé æskilegt að koma á almennum verðbréfamarkaði, enda hefur hann ýmsa kosti frá þjóðhagslegu sjónarmiði, og standa vonir til, að honum mætti koma á fót, ef nokkurt jafn- vægisástand skapaðist í efnahagsmálum og sigr- ast tækist á hinum rótgróna verðbólguhugsunar- hætti. Bent hefur verið á, að verulegt fjármagn myndast hjá ýmsum aðilum hérlendis, t. d. líf- eyrissjóðum og tryggingastofnunum, og gætu þeir að talsverðu leyti ávaxtað fé sitt í verðbréfum, er skráð yrðu á slíkum markaði, eins og erlendis tíðkast. í ýmsum nágrannalöndum okkar, svo sem Danmörku, mun almcnningur í ríkum mæli festa fé í verðbréfum, einkum skuldabréfum, en einnig í hlutabréfum, og ber að stefna að því, að svo verði hér á landi, en til þess verður að skapast traust á því efnahagskerfi, er við búum við. Á skipulögðum verðbréfamarkaði gætu opinberir að- ilar aflað sér fjármagns til framkvæinda, og af hon- um mætti nokkuð ráða um ástand peningamála, svo sem með því að meta viðbrögð almennings, er fram kæmi í framboði og eftirspurn verðbréfa. FRJALS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.