Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 36
kemur, og heilsa honum með heiðri og sóma, því Reykjavíkurbær á þessum manni mikið upp að unna, og cf til vill næstum eins rnikið og Kristjáni konungi áttunda. Það er sjálfsagt að Kristján lét byggja dómkirkjuna, en hefur ekki Knudtzon látið byggja brauðbökunarhúsið? Kristján reisti á fætur Alþingi og lét byggja alþingissalinn, en hefur ekki Knudtzon látið reisa upp vindmylluna kringlóttu? Kristján lét byggja skólahúsið (Menntaskólann); en er ekki Knudtzon að Iáta byggja nýja sölubúð mikla og veglega? Já, eins merkilegur og Kristján er í veraldarsögunni Islandi til handa, eins merki- legur cr Knudtzon verzlunarsögunni Reykjavík til lianda. Og þó skyldu þeir verzlunarmennirnir ekki flagga fyrir honum.“ — Það er sýnilegt, að þessi Þjóðólfsgrein er skrit'uð „í skopi“, því að þar er gert „þykkt grín“ að hans hátign Danasjóla og grosseranum, þegar athugaðir eru verðleikar beggja. — Kóngsi byggir dómkirkj- una, en grosserinn brauðgerðarhúsið. Kóngsi reisir Alþingi á ný og byggir þingsal, en grosserinn „vindmylluna kringlóttu“. Kóngsi byggir Mennta- skólahúsið, en grosserinn „sölubúðina miklu“. — Það var líka alveg óþarfi fyrir Þjóðólfs-ritstjórann að skrifa greinina, eða jafnvel undirbúa veglega móttöku grosserans, því að hann kom aldrei oftar til íslands, — hefur eflaust ekki treyst sér til slíks ferðalags, enda orðinn aldraður maður, (53 ára gamall, sem þótti hár aldur í þá daga. — Þá skal vikið nokkru að þeim hagsmunamálum, sem gVosseri Knudtzon veitti stuðning sinn m. m. Hollenzka myllan Mylluna, sem venjulega var kölluð hollenzka myllan, byggði grosserinn árið 1847, fyrir austan lækinn. Bygginganefnd Revkjavíkur „var ekki meir en svo um það“, að hún yrði byggð. — Hún var hrædd um, að hestar mundu fælast af hávaðanum af vængjaslættinum, og var hún því sett talsvert fyrir sunnan alfaraveginn, þ. e. a. s. traðirnar ofan í bæinn, sem enn sér fyrir í Arnarhólstúni. Þegar svo „traðirnar“ lögðust niður nokkrum árum síðar, og aðalumferðin varð um Bakarastíginn (Banka- stræti) varð myllan rétt fyrir sunnan veginn, og bar aldrei á því að hcstar fældust þar, enda var sjaldan malað í henni eftir að rúginjölið fór að flytjast, en þá var hlutverki hennar lokið og þegar tímar liðu fram, var hún notuð til íbúðar. — Grosseri Knudtzon byggði mörg hús í Reykja- vík og seldi, t. d. húsið, sem Sigfús Evmundsson átti síðar, á horni Lækjargötu og Austurstrætis o. fl. — Arið 1852 byggði hann stórhýsi, sem þá var talið, í Hafnarstræti. Það var „hin mikla sölu- búð“ hans, tvílyft hús 12xlö metrar að stærð. Síð- ast átti verzlunin Edinborg ]>etta stóra hús og brann það í brunanum mikla 1915. — Fyrsta brauðgerðarhúsið Eins og áður getur, stofnaði grosseri Knudtzon fyrstu brauðgerðina í Reykjavík árið 1834 og réði forstjóra hennar heiðursmanninn Daníel Bernhöft, sem síðar keypti hana af grosseranum 1845 með öllum húsum fyrir 8000 rdl. — Afkomendur hans hafa svo rekið „Bernhöfts-barkarí“ til skamms tíma í sömu húsunum óbreyttum við bezta orðs- tír. Bernhöft var ættaður frá Slésvik, eins og margir, ef ekki flestir verzlunar- og iðnaðarmenn danskir, sem voru hér á þeim árum. Hann hefur, sem kunn- ugt er, orðið ættfaðir margra mætra heiðursmanna. Fyrsti barnaskólinn Það var mikið happ fyrir Reykjavíkurbæ, að árið 1860 gáfu þeir kaupmennirnir, P. C. Knudt- zon og Carl Franz Siemsen konsúll, bænum stóra húseign til barnaskólahalds. Þetta voru verzlunar- hús M. W. Bierings í Hafnarstræti (giimlu Flens- borgarhúsin), ásamt kálgarði, sem þeir höfðu keypt af erfingjum Bierings í þessu skyni, og í þessu húsi var fyrsti barnaskóli bæjarins stofnsettur. — Skólahúsið var langt hús og lágt. í austúrhlutanum var íbúð skólastjóra, og inngangur í hana úr Hafn- arstræti, cn kálgarðurinn fyrir sunnan húsið var gerður að leikvelli barnanna. Kennslustofurnar voru 3, og voru svo rúmgóðar, að þær rúmuðu 30—40 börn hver, en lágt var til loftsins. — Vestarlega á leikvellinum var gríðarmikil safn- og' sorpgryfja, svo að lyktin var „enganveginn góð“ með köflum. Þarna var barnaskólinn rekinn um 20 ár, áður en hann var fluttur í steinhúsið, þar sem lögreglu- stöðin er nú. Þegar foreldrar mínir fluttu úr Stykkishólmi til bæjarins 1897, settust þeir að í hinum gömlu Knudtzons-húsum í Hafnarstræti, sem Lands- bankinn hafði þá keypt 2 árum áður. Ég var þá 10 ára drengur, og' er mér tvennt minnisstæðast frá þeim 3 árum, sem við áttum þar heima. — Það er rottuplágan, sem var þar svo ógurleg, aö þar var varla svefnfriður á nóttum, og svo var 36 FKJÁLS VEHZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.