Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 43
 Afangar L__________j Á...........J \____________^ fíjörn Jóhannsson hefir fyrir skeminstu verið ráðinn ritstjóri nýs dagblaðs, sem verið hefir í undirbúningi hér í borg upp á síðkastið og hleypt verður af stokkunum í ágúst eða sept. Á blað þetta að heita Myndin og' verður fyrst og fremst fréttablað í myndum. Björn fæddist 20. apríl 1935 í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1950, en að því búnu sigldi hann til Skotlands og var þar um skcið við nám í Edinborg. Ritstjóri Alþýðublaðs Hafnarfjarðar var hann um eins árs skeið, en gerðist blaðamaður við Alþýðublaðið ár- ið 1958, og hefir verið starfandi þar síðan, en hefir sagt lausu starfi sínu frá miðju sumri til að hverfa að hinu nýja blaði. Högni Torjason hefir einnig verið ráðinn ritstjóri hins nýja blaðs — Myndarinnar. Hann er fæddur á Isafirði 5. marz 1924, lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri og starfaði síðan hjá sendiráði Bandaríkja- anna 1945—48, er hann gerðist fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og hefir starfað þar síðan. Þá var hann fréttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn 1951—52 og hefir unnið að margvíslegu dagskrárefni í útvarpinu. Hann hefir verið formaður Starfsmannafélags út- varpsins, í stjórn Blaðamannafélagsins, íþrótta- félags Reykjavíkur og varastjórn Íslenzk-ameríska félagsins. Már Elísson var ráðinn skrif- stofustjóri Fiskifélags íslands í ársbyrjun 1962. Hann er fædd- ur á Búðum í Fáskrúðsfirði 28. sept. 1928, sonur hjónanna Elís- ar Þórðarsonar, skipstjóra, og Jónu Marteinsdóttur. Már Iauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1949, heimspekiprófi frá Háskóla íslands vorið 1950. Síð- an stundaði hann nám í Englandi um þriggja ára skeið og lauk B.A.-prófi frá Cambridgeháskóla vor- ið 1953. M.A.-gráðu frá sama skóla fékk hann vorið 1959. Á árunum 1953—1954 stundaði Már framhaldsnám við háskólann í Kiel. Már Elísson hefur verið starfsmaður Fiskifélags íslands síðan í ágúst 1954. Njáill Símonarson hefir nýlega gerzt framkvæmdastjóri og með- eigandi ferðaskrifstofunnar Sögu í Rcykjavík. Njáll er fæddur í Reykjavík 2. nóv. 1923. Stundaði nám í Vcrzlunarskóla Islands og braut- skráðist þaðan 1941. Vann síðan um skeið við skrifstofustörf og sölumennsku unz hann fór til Bandaríkjanna í ársbyrjun 1944. Var við nám í The University ot' Texas í hálft fjórða ár og lauk þar B.B.A. prófi árið 1947. Eftir heimkomuna til íslands starfaði Njáll um tíma sem fulltrúi hjá Verzlunarráði ís- lands, cn réðst til Flugfélags Islands í ársbyrjun 1948 og starfaði óslitið hjá því félagi sem blaða- fulltrúi og auglýsingastjóri til 1. maí sl. Njáll sat í mörg ár í stjórn Verzlunarmanna- félags Rcykjavíkur, fyrst sem ritari og síðar vara- formaður. Ennfremur átti hann um tima sæti i ritstjórn Frjálsrar Verzlunar, og var jafnframt rit- stjóri blaðsins í nokkur ár ásamt Gunnari Magn- ússyni. FRJÁLS VERZLUN 43

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.