Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 49
MENNTUN ÞRIATIU ÞUSUND MANNS í ENDURMENNTUN Fjöldi íslendinga sækir skóla sem bjóða starfstengda menntun, viðbótarmenntun eða endurmenntun. Á árunum eftir 1982 hefur átt sér stað gífurleg þróun í menntunarmálum okkar íslendinga, ýmist á sviði starf- stengdrar menntun- ar, endurmenntun- ar eða viðbótar- menntunar. Aukningin hefur verið einna mest allra síðustu árin en framboð á styttri eða lengri nám- skeiðum á hinum ól- íklegustu sviðum hefur aldrei verið meira. Hér á eftir er ætlunin að íjalla um þessa^ hlið menntamála okkar íslend- inga og var haft samband við allmarga aðila er tengj- ast málinu á einn eða ann- an hátt. Þar sem efnið er afar viðamikið, því mjög margir bjóða upp á ýmiss konar námskeið og margir skólar eru í gangi víðsvegar um landið, var útilok- að að hafa samband við alla þá sem tengj- ast þessum þætti þjóðfélagsins. Tímari- tsgrein sem þessi getur aldrei gert svo viðamiklu efni tæmandi skil. FIMM HÓPAR í raun er um að ræða fimm mismunandi hópa; í fyrsta lagi er boðið upp á starfs- menntun fyrir ófaglærða á atvinnumark- aðnum og er það í öllum tilfellum tengt kjarasamningum. í öðru lagi er boðið upp á eftir- eða viðbótarmenntun fagfólks og getur slíkt nám leitt til launahækkana, t.d. hjá kennurum. í þriðja lagi má nefna sér- hæfð námskeið á hinum frjálsa markaði, s.s. tölvunámskeið og ritaranámskeið, og er það ekki tengt kjarasamningum á neinn hátt. í flórða lagi eru það tómstunda- og Iýðfræðsla en það eru öll þau námskeið sem veita almenna fræðslu, s.s. tungu- málakennsla, handavinnukennsla og sú fræðsla sem fæst með því að horfa á fræðsluþætti í sjónvarpi. í fimmta og síð- asta lagi er um að ræða hefðbundna fræðslu ætlaða fullorðnum en þá er átt við hinar fjölmörgu öldungadeildir sem starf- ræktar eru víðsvegar um landið. ÚTÞENSLA í SKÓLAMÁLUM Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu í endurmenntun, viðbótarmenntun og starfstengdri menntun er m.a. sú að þenslan í íslensku skólakerfi, bæði á fram- haldsskólastigi og háskólastigi, á síðasta áratug hefur verið mikil. Áætlað er að í dag sæki um eða yfir 70% íslenskra ung- menna framhaldsskóla og um 30% þeirra fara í háskóla. Auk þessa hefur öll tækn- iþróun verið afar hröð síðustu árin. Um leið og einhver vél eða tölvuforrit er kom- ið á markað er strax talað um að hið sama sé orðið úrelt og annað nýrra og fullkomn- ara býðst svo menn verða að hafa sig alla við til að geta fylgst með. Samkvæmt könnun, sem Margrét S. Bjömsdóttir, endurmenntunarstjóri H.I., gerði á árinu 1986-‘87 tóku ekki færri en 30 000 íslend- ingar þátt í skipulagðri starfstengdri fræðslu í lengri eða skemmri tfrna en inn í þessa tölu vantar allar öldungadeildimar og alla þá sem sóttu málanám eða einhvers konar tómstundanám, t.d. hjá Tóm- stundaskólanum. Það vom því um fjórð- ungur vinnandi manna sem vom í einhvers TEXTI: HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G GUNNAR GUNNARSS0N 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.