Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 81
 ur í endurhæfingu hjá Örva í Kópa- vogi: „Umsóknir til okkar berast með ýmsu móti en ofast eru það atvinnu- leitarfulltrúar fatlaðra á svæðinu sem beina fólki hingað til þjálfunar. Engin endanleg tímamörk eru sett í upphafi þjálfunar en að loknum eins mánaðar reynslutíma er metið, í samvinnu við starfsmann, hvort hann hefur valdið vinnunni og geti tekið næsta skref. Ef svo er, tekur við hinn eiginlegi endur- hæfingartími. Meginmarkmiðið á þessum tíma er að sjá til þess að stöð- ug framför eigi sér stað. Á þessu end- urhæfingárskeiði fer reglulega fram heildarmat á stöðu einstaklingsins og þá er reynt að meta hvert skuli vera framhaldið; lengri endurhæfing, und- irbúningur að brottför út í atvinnulífið eða annars konar þjálfun. Ef vel hefur gengið og það er mat manna að viðkomandi starfsmaður geti haslað sér völl á almennum vinnumarkaði, hefst undirbúningur að brottför frá Örva. Sá tími er oftast 1-3 mánuðir og er reynt eftir föngum að hjálpa einstaklingnum til að takast á við þær tilfinningar sem koma upp þegar breytingar eru framundan og styrkja sjálfstraust hans og sjálf- stæði. Jafnframt hefst leit að heppi- legum störfum úti í þjóðfélaginu og er sú vinna mjög tengd starfi atvinnu- leitarfulltrúa í sveitarfélögunum. Fái starfsmaður atvinnu við sitt hæfi lýkur þó ekki okkar afskiptum. Á 3ja mánaða reynslutíma nýtur hann stuðnings og jafnvel verkþjálfunar frá fagfóiki Örva og stöðu hans þar er haldið opinni ef hann ræður ekki við starf sitt eða er sagt upp störfum. Margt getur komið upp á þegar fatl- aður starfsmaður reynir fyrir sér á almennum markaði og því er ekki að neita að á samdráttartímum, eins og verið hafa undanfarin misseri, er hætta á að fatlaðir starfsmenn missi fyrstir vinnuna ef segja þarf upp fólki. Við spyrjum Berg Þorgeirsson for- stöðumann að lokum út í markaðs- færslu á þeim vörum sem starfsmenn Örva framleiða. „Fyrst og fremst er hér um að ræða framleiðslu upp í pantanir. Má nefna að við framleiðum innlegg í kon- fektkassabotna, öskjur undir kex, við setjum smáhluti á spjöld, framleiðum gammósíur o.fl. úr ull, setjum saman ijöltengi og framleiðum einnota svuntur svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar er einnig um talsverða prjóna- vöruframleiðslu að ræða, sem við höfum á boðstólum í lítilli verslun hér að Kársnesbraut 110 og seljum einnig til verslana um land allt. Talsverður tími fer í að afla vinnu- staðnum verkefna af sem fjölbreytt- Aðalsteinn Stefánsson. Ein öflugasta stofnun í eigu fatlaðra hér á landi er tvímæla- laust Blindrafélagið við Hamra- hlíð. Hún byggir á traustum grunni og hefur verið starfandi með miklum krafti í hálfa öld. Fjölþætt starfsemi fer fram í Blindrafélaginu og vinnur það almennt að hagsmunamálum blindra og sjónskertra. I glæsi- legu húsnæði að Hamrahlíð 17 hefur verið komið upp þjónustu- miðstöð þar sem m.a er húsnæði fyrir blinda, umsvifamikil at- ustu tagi og í því sambandi er oft erfitt að sannfæra fullfrískt fólk um að fatl- aðir geti tekist á við slík verkefni. Það má því segja að með því að beina viðskiptum sínum til Örva fái fyrir- tæki ekki einungis góða þjónustu heldur stuðli þau að því um leið að fatlaðir fái notið mannsæmandi lífs“, sagði Bergur Þorgeirsson hjá Örva að síðustu. vinnustarfsemi í þeirra þágu, skrifstofur samtakanna, bóka- safn og Sjónstöð Islands, sem er ríkisstofnun er heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Við snerum okkur til Aðalsteins Stefánssonar skrifstofustjóra Blindrafélagsins og báðum hann að lýsa fyrir okkur starfsemi vinnustof- unnar, sem hefur verið rekin af félag- inu frá árinu 1941. Við skulum þó fyrst stikla á stóru í þróunarsögu þessa vinnustaðar sem hefur fært hundruð- um blindra heim sanninn um að þrátt MIKIL SERSTAÐA RffTT VIÐ AÐALSTEIN STEFÁNSSON HJÁ BLINDRAFÉLAGINU UM VINNUSTOFU BLINDRA 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.